Viðskipti innlent

Bein út­sending: Stjórnunar­verð­laun Stjórn­vísi af­hent

Eiður Þór Árnason skrifar
Sökum fjöldatakmarkana er óvíst hvort hægt verði að bjóða öllum þeim sem eru tilnefndir til hátíðarinnar.
Sökum fjöldatakmarkana er óvíst hvort hægt verði að bjóða öllum þeim sem eru tilnefndir til hátíðarinnar. vísir/egill

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi verða veitt í tólfta sinn við hátíðlega athöfn á Grand Hótel klukkan 16 í dag. Árlegu verðlaunin eru veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði og verður hægt að fylgjast með afhendingunni í beinu streymi hér á Vísi.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp. Verðlaun verða veitt í flokkunum frumkvöðull, millistjórnandi og yfirstjórnandi.

Félagar í Stjórnvísi tilnefna stjórnendur út frá viðmiðum sem sett eru hverju sinni. Dómnefnd vann í kjölfarið úr gögnunum og birti lista yfir þá sem hljóta lágmarksfjölda tilnefninga.

Að sögn Stjórnvísi er markmið Stjórnunarverðlaunanna að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsmenn til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur.

Í fyrra hlaut Helgi Hjálmarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Völku, verðlaunin í flokki frumkvöðla, Helga Ragnheiður Eyjólfsdóttir, öryggis-og gæðastjóri ISAVIA, í flokki millistjórnenda og Margrét Tryggvadóttir, forstjóri NOVA, í flokki yfirstjórnenda.

Dagskrá:

Setning hátíðar: Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, formaður stjórnar Stjórnvísi.

Hátíðarstjóri: Kristinn Tryggvi Gunnarsson, FranklinCovey.

Viðurkenning veitt heiðursfélaga Stjórnvísi 2021

Borghildur Erlingsdóttir formaður dómnefndar gerir grein fyrir vali dómnefndar á stjórnendum ársins 2021

Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.

Dómnefnd 2021 skipa eftirtaldir:

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar.

Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Viss ehf.

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs.

Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festi og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.

Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups.

Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×