Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um 2,5 prósent í fyrra Eiður Þór Árnason skrifar 26. apríl 2021 10:44 Hagstofa Íslands birtir í fyrsta sinn bráðabirgðatölfræði um ráðstöfunartekjur heimila. Hingað til hafa fyrstu niðurstöður birst um 15 mánuðum eftir lok viðmiðunartímabils. Vísir/Hanna Áætlað er að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 2,5% í fyrra samanborið við 2019. Þrátt fyrir samdrátt í launatekjum heimila árið 2020 er áætlað að ráðstöfunartekjur þeirra hafi aukist um 7,1% samanborið við fyrra ár. Gert er ráð fyrir því að ráðstöfunartekjur á mann hafi numið tæplega 4,2 milljónum króna í fyrra og aukist um 5,4%. Í mælingum á ráðstöfunartekjum heimilanna árið 2020 gætir merkjanlegra áhrifa kórónuveirufaraldursins og þeirra aðgerða sem gripið var til í þeim tilgangi að draga úr efnahagslegum áhrifum hans. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands. Auknar lífeyristekjur heimila skýrist af úttekt séreignalífeyrissparnaðar Heildartekjur heimilanna jukust árið 2020 um 3% frá fyrra ári. Sá liður sem vegur þyngst í hækkun ráðstöfunartekna heimilisgeirans eru lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur sem áætlað er að hafi aukist um ríflega 105 milljarða frá fyrra ári eða um 27%. Þar af nam aukning í greiðslum almennra atvinnuleysisbóta ríflega 30 milljörðum króna auk greiðslna hlutaatvinnuleysibóta sem áætlað er að hafi numið um 23,5 milljörðum króna á árin, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Í auknum félagslegum tilfærslum gætir einnig áhrifa annara aðgerða stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins, meðal annars greiðslu sérstaks barnabótaauka. Auknar lífeyristekjur heimila eru sagðar skýrast einkum af tímabundinni heimild til úttektar séreignalífeyrissparnaðar sem áætlað er að hafi numið rúmlega 20 milljörðum króna á árinu 2020. Lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur námu um 18% af heildartekjum heimilanna árið 2020, samanborið við ríflega 14% árið 2019. Þróun ráðstöfunartekna og kaupmáttar frá árinu 2004.Hagstofa Íslands Tryggingagjöld atvinnurekenda og launafólks heimilisgeirans drógust saman um 1% á árinu 2020 borið saman við fyrra ár sem skýrist meðal annars af auknu atvinnuleysi og aðgerðum stjórnvalda sem gerðu launagreiðendum kleift að fresta tímabundið skilum á tryggingagjaldi. Hagstofan birtir nú í fyrsta skipti bráðabirgðatölfræði um ráðstöfunartekjur heimilageirans samkvæmt aðferðafræði þjóðhagsreikninga. Hagstofan mun birta endurskoðaðar niðurstöður þegar fyrir liggja endanlegri upplýsingar, meðal annars úr skattframtölum fyrirtækja og einstaklinga. Launatekjur heimilanna drógust saman Áætlað er að launatekjur heimila hafi dregist saman um 2% á milli áranna 2019 og 2020 en skattar á laun hafi dregist saman um 1% á sama tímabili. Skýrist samdráttur í launatekjum heimila einkum af auknu atvinnuleysi en samkvæmt áður birtum niðurstöðum þjóðhagsreikninga fækkaði starfandi einstaklingum á vinnumarkaði um 4% á árinu 2020 borið saman við fyrra ár. Að sögn Hagstofunnar gætir jafnframt áhrifa kjarasamningsbundinna launahækkana í mælingum auk óbeinna áhrifa aðgerða stjórnvalda gagnvart fyrirtækjum. Launatekjur heimilanna námu 58% heildartekna þeirra árið 2020 og hefur hlutdeild launatekna ekki verið lægri síðan árið 2014. Eignatekjur heimila jukust um 2% á árinu 2020 borið saman við fyrra ár sem skýrist einkum af auknum innlánum en áætlað er að vaxtatekjur heimila hafi aukist um 12% á tímabilinu. Áætlað er að vaxtagjöld heimila hafi hins vegar dregist saman um 1% á árinu 2020 borið saman við fyrra ár. Efnahagsmál Vinnumarkaður Kjaramál Íslenska krónan Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Kaupmáttur launa aldrei verið hærri þrátt fyrir aukna verðbólgu Laun hækkuðu að jafnaði um 3,7% á milli desember og janúar samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands og hefur vísitalan hækkað um 10,3% síðustu 12 mánuði. Er þetta mesta hækkun launavísitölunnar í einum mánuði síðan í júní 2011 og mesta árshækkun frá því í október 2016. Kaupmáttaraukningin á milli ára var 5,8% og hefur kaupmáttur launa aldrei verið hærri en nú í janúar. 24. febrúar 2021 11:58 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Í mælingum á ráðstöfunartekjum heimilanna árið 2020 gætir merkjanlegra áhrifa kórónuveirufaraldursins og þeirra aðgerða sem gripið var til í þeim tilgangi að draga úr efnahagslegum áhrifum hans. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands. Auknar lífeyristekjur heimila skýrist af úttekt séreignalífeyrissparnaðar Heildartekjur heimilanna jukust árið 2020 um 3% frá fyrra ári. Sá liður sem vegur þyngst í hækkun ráðstöfunartekna heimilisgeirans eru lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur sem áætlað er að hafi aukist um ríflega 105 milljarða frá fyrra ári eða um 27%. Þar af nam aukning í greiðslum almennra atvinnuleysisbóta ríflega 30 milljörðum króna auk greiðslna hlutaatvinnuleysibóta sem áætlað er að hafi numið um 23,5 milljörðum króna á árin, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Í auknum félagslegum tilfærslum gætir einnig áhrifa annara aðgerða stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins, meðal annars greiðslu sérstaks barnabótaauka. Auknar lífeyristekjur heimila eru sagðar skýrast einkum af tímabundinni heimild til úttektar séreignalífeyrissparnaðar sem áætlað er að hafi numið rúmlega 20 milljörðum króna á árinu 2020. Lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur námu um 18% af heildartekjum heimilanna árið 2020, samanborið við ríflega 14% árið 2019. Þróun ráðstöfunartekna og kaupmáttar frá árinu 2004.Hagstofa Íslands Tryggingagjöld atvinnurekenda og launafólks heimilisgeirans drógust saman um 1% á árinu 2020 borið saman við fyrra ár sem skýrist meðal annars af auknu atvinnuleysi og aðgerðum stjórnvalda sem gerðu launagreiðendum kleift að fresta tímabundið skilum á tryggingagjaldi. Hagstofan birtir nú í fyrsta skipti bráðabirgðatölfræði um ráðstöfunartekjur heimilageirans samkvæmt aðferðafræði þjóðhagsreikninga. Hagstofan mun birta endurskoðaðar niðurstöður þegar fyrir liggja endanlegri upplýsingar, meðal annars úr skattframtölum fyrirtækja og einstaklinga. Launatekjur heimilanna drógust saman Áætlað er að launatekjur heimila hafi dregist saman um 2% á milli áranna 2019 og 2020 en skattar á laun hafi dregist saman um 1% á sama tímabili. Skýrist samdráttur í launatekjum heimila einkum af auknu atvinnuleysi en samkvæmt áður birtum niðurstöðum þjóðhagsreikninga fækkaði starfandi einstaklingum á vinnumarkaði um 4% á árinu 2020 borið saman við fyrra ár. Að sögn Hagstofunnar gætir jafnframt áhrifa kjarasamningsbundinna launahækkana í mælingum auk óbeinna áhrifa aðgerða stjórnvalda gagnvart fyrirtækjum. Launatekjur heimilanna námu 58% heildartekna þeirra árið 2020 og hefur hlutdeild launatekna ekki verið lægri síðan árið 2014. Eignatekjur heimila jukust um 2% á árinu 2020 borið saman við fyrra ár sem skýrist einkum af auknum innlánum en áætlað er að vaxtatekjur heimila hafi aukist um 12% á tímabilinu. Áætlað er að vaxtagjöld heimila hafi hins vegar dregist saman um 1% á árinu 2020 borið saman við fyrra ár.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Kjaramál Íslenska krónan Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Kaupmáttur launa aldrei verið hærri þrátt fyrir aukna verðbólgu Laun hækkuðu að jafnaði um 3,7% á milli desember og janúar samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands og hefur vísitalan hækkað um 10,3% síðustu 12 mánuði. Er þetta mesta hækkun launavísitölunnar í einum mánuði síðan í júní 2011 og mesta árshækkun frá því í október 2016. Kaupmáttaraukningin á milli ára var 5,8% og hefur kaupmáttur launa aldrei verið hærri en nú í janúar. 24. febrúar 2021 11:58 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Kaupmáttur launa aldrei verið hærri þrátt fyrir aukna verðbólgu Laun hækkuðu að jafnaði um 3,7% á milli desember og janúar samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands og hefur vísitalan hækkað um 10,3% síðustu 12 mánuði. Er þetta mesta hækkun launavísitölunnar í einum mánuði síðan í júní 2011 og mesta árshækkun frá því í október 2016. Kaupmáttaraukningin á milli ára var 5,8% og hefur kaupmáttur launa aldrei verið hærri en nú í janúar. 24. febrúar 2021 11:58