Landsvirkjun greiðir sex milljarða króna arð til ríkisins Eiður Þór Árnason skrifar 15. apríl 2021 17:25 Jónas Þór Guðmundsson var endurkjörinn stjórnarformaður Landsvirkjunar. Vísir/vilhelm Landsvirkjun mun greiða 6,34 milljarða króna arðgreiðslu til íslenska ríkisins fyrir árið 2020. Eigendur samþykktu tillögu stjórnar þess efnis á aðalfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í dag. Arðurinn er ákvarðaður í Bandaríkjadölum og nemur hann 50 milljónum dala í ár. Á aðalfundinum skipaði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í stjórn Landsvirkjunar samkvæmt lögum um fyrirtækið en ekki voru gerðar breytingar á skipan stjórnar frá fyrra starfsári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun. Aðalmenn í stjórn Landsvirkjunar eru því áfram Jónas Þór Guðmundsson, Álfheiður Ingadóttir, Jón Björn Hákonarson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Gunnar Tryggvason. Á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfundinn var Jónas Þór Guðmundsson endurkjörinn formaður stjórnar og Álfheiður Ingadóttir endurkjörin varaformaður. Tekjur lækkuðu um sjö milljarða króna Fram kemur í ársreikningi Landsvirkjunar að rekstrartekjur samstæðunnar lækkuðu um 56,1 milljón Bandaríkjadala á síðasta ári eða 7.141 milljón íslenskra króna. Námu tekjur 453,5 milljónum Bandaríkjadala samanborið við 509,6 milljónir árið 2019. Rekstrargjöld námu 256,2 milljónum Bandaríkjadala á árinu 2020 en voru 265,9 milljónir Bandaríkjadala árið 2019. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins var því 197,4 milljónir Bandaríkjadala á árinu 2020 samanborið við 243,7 milljónir árið á undan. Eigið fé stóð í stað og nam 2.235,1 milljón Bandaríkjadala í árslok 2020 en 2.235,4 milljónum í árslok 2019 samkvæmt efnahagsreikningi. Orkuverð lækkað á mörkuðum Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar segir í ársskýrslu fyrirtækisins fyrir árið 2020 að rekstur og afkoma Landsvirkjunar hafi óhjákvæmilega litast af áhrifum heimsfaraldursins. „Viðskiptavinir okkar drógu margir úr framleiðslu vegna minnkandi eftirspurnar og lækkandi afurðaverðs, auk þess sem orkuverð lækkaði mjög á mörkuðum, þótt sú þróun hafi að nokkru gengið til baka síðla árs. Hluti raforkusamninga Landsvirkjunar er tengdur álverði og verði á raforku á Nord Pool-markaði.“ Þá hafi Landsvirkjun veitt viðskiptavinum sínum tímabundinn afslátt af rafmagnsverði til að koma til móts við stöðu þeirra og tekið þátt í átaki fyrir efnahagslífið með því að ráðast í ýmsar framkvæmdir og verkefni víðs vegar um landið. Fréttin hefur verið uppfærð. Orkumál Landsvirkjun Tengdar fréttir Landsvirkjun og Norðurál birta orkusamninga Norðurál og Landsvirkjun hafa aflétt trúnaði af raforkusamningum fyrirtækjanna. Báðir aðilar segjast vonast til að birtingin styðji við og auki upplýsta umræðu um orkumál á Íslandi. 2. mars 2021 11:54 Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Á aðalfundinum skipaði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í stjórn Landsvirkjunar samkvæmt lögum um fyrirtækið en ekki voru gerðar breytingar á skipan stjórnar frá fyrra starfsári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun. Aðalmenn í stjórn Landsvirkjunar eru því áfram Jónas Þór Guðmundsson, Álfheiður Ingadóttir, Jón Björn Hákonarson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Gunnar Tryggvason. Á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfundinn var Jónas Þór Guðmundsson endurkjörinn formaður stjórnar og Álfheiður Ingadóttir endurkjörin varaformaður. Tekjur lækkuðu um sjö milljarða króna Fram kemur í ársreikningi Landsvirkjunar að rekstrartekjur samstæðunnar lækkuðu um 56,1 milljón Bandaríkjadala á síðasta ári eða 7.141 milljón íslenskra króna. Námu tekjur 453,5 milljónum Bandaríkjadala samanborið við 509,6 milljónir árið 2019. Rekstrargjöld námu 256,2 milljónum Bandaríkjadala á árinu 2020 en voru 265,9 milljónir Bandaríkjadala árið 2019. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins var því 197,4 milljónir Bandaríkjadala á árinu 2020 samanborið við 243,7 milljónir árið á undan. Eigið fé stóð í stað og nam 2.235,1 milljón Bandaríkjadala í árslok 2020 en 2.235,4 milljónum í árslok 2019 samkvæmt efnahagsreikningi. Orkuverð lækkað á mörkuðum Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar segir í ársskýrslu fyrirtækisins fyrir árið 2020 að rekstur og afkoma Landsvirkjunar hafi óhjákvæmilega litast af áhrifum heimsfaraldursins. „Viðskiptavinir okkar drógu margir úr framleiðslu vegna minnkandi eftirspurnar og lækkandi afurðaverðs, auk þess sem orkuverð lækkaði mjög á mörkuðum, þótt sú þróun hafi að nokkru gengið til baka síðla árs. Hluti raforkusamninga Landsvirkjunar er tengdur álverði og verði á raforku á Nord Pool-markaði.“ Þá hafi Landsvirkjun veitt viðskiptavinum sínum tímabundinn afslátt af rafmagnsverði til að koma til móts við stöðu þeirra og tekið þátt í átaki fyrir efnahagslífið með því að ráðast í ýmsar framkvæmdir og verkefni víðs vegar um landið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Orkumál Landsvirkjun Tengdar fréttir Landsvirkjun og Norðurál birta orkusamninga Norðurál og Landsvirkjun hafa aflétt trúnaði af raforkusamningum fyrirtækjanna. Báðir aðilar segjast vonast til að birtingin styðji við og auki upplýsta umræðu um orkumál á Íslandi. 2. mars 2021 11:54 Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Landsvirkjun og Norðurál birta orkusamninga Norðurál og Landsvirkjun hafa aflétt trúnaði af raforkusamningum fyrirtækjanna. Báðir aðilar segjast vonast til að birtingin styðji við og auki upplýsta umræðu um orkumál á Íslandi. 2. mars 2021 11:54
Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50