Viðskipti innlent

Sigur­jón tekur við af Ey­björgu hjá SFV

Atli Ísleifsson skrifar
Sigurjón Norberg Kjærnested.
Sigurjón Norberg Kjærnested. SFV

Sigurjón Norberg Kjærnested hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Hann hefur störf í júní.

Í tilkynningu kemur fram að Sigurjón sé verkfræðingur sem komi til SFV eftir níu ár hjá Samorku – samtökum orku- og veitufyrirtækja, þar sem hann var forstöðumaður og staðgengill framkvæmdastjóra. Þá var Sigurjón áður formaður innflytjendaráðs í velferðarráðuneytinu og varaþingmaður.

Sigurjón tekur við stöðunni af Eybjörgu Hauksdóttur, sem ráðin hefur verið sem framkvæmdastjóri hjá Eir.

„Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu eru hagsmunasamtök fyrirtækja sem starfa við velferðarþjónustu og eru sjálfseignarstofnanir, í eigu félagasamtaka, einkaaðila eða opinberra aðila. Mörg aðildarfélaganna eru öldrunarstofnanir, en einnig fyrirtæki með aðra starfsemi eins og dagþjálfun, áfengismeðferð, endurhæfingu o.fl.,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
5,33
12
19.164
BRIM
4,76
17
260.514
ORIGO
2,41
18
252.150
VIS
2,21
6
57.872
EIM
2,05
2
15.025

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,2
70
49.732
HAGA
-1,01
8
100.242
ARION
-0,79
23
160.956
MAREL
-0,68
12
30.098
LEQ
-0,43
2
5.475
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.