Viðskipti innlent

Edda nýr fram­kvæmda­stjóri hjá BYKO

Atli Ísleifsson skrifar
Edda Blumenstein.
Edda Blumenstein. Aðsend

Edda Blumenstein hefur verið ráðin framkvæmdastjóri framþróunar verslunar og viðskiptavina hjá BYKO.

Í tilkynningu segir að um sé að ræða nýtt svið hjá fyrirtækinu þar sem áhersla verði lögð á heildarupplifun viðskiptavina (Omni Channel), að nýta stafræn tækifæri og vinna að langtíma vexti og leiðandi stöðu fyrirtækisins á markaði í takt við framtíðarsýn.

„Edda er doktor frá Leeds University Business School í Omnichannel Retail Transformation, með meistaragráðu frá Leeds University Design School og B.Sc gráðu í alþjóða markaðsfræði frá HR. Edda stofnaði ráðgjafafyrirtækið beOmni sem hefur aðstoðað íslensk verslunarfyrirtæki í Omnichannel stefnumótun og hefur einnig stýrt Rannsóknarsetri verslunarinnar síðustu mánuði. 

Edda hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða um heildarupplifun viðskiptavina í verslun og skrifað kennsluefni fyrir alþjóðlegt vef-fræðslufyrirtæki. Hún var áður framkvæmdastjóri Smáratívolís, deildarstjóri markaðs og viðskiptaþróunar Icepharma og vörumerkjastjóri Coca-Cola Íslandi.

Edda er einnig stjórnarformaður stafræns faghóps innan Samtaka verslunar og þjónustu. Edda er gift Árna Inga Pjeturssyni, framkvæmdastjóra Nike Team í Bretlandi, og eiga þau 4 börn á aldrinum 4 til 19 ára,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
2,25
40
729.472
ARION
1,96
37
969.226
EIM
1,63
10
152.881
FESTI
1,56
14
545.770
REITIR
1,14
30
316.723

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-1,23
14
98.248
SYN
-0,46
2
14.261
ICEAIR
-0,32
91
135.973
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.