Í beinni: MK og MH berjast um sæti í úrslitaleik Framhaldsskólaleikanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. apríl 2021 18:30 Kristján Einar Kristjánsson, Egill Ploder, Króli og Donna Cruz sjá um umfjöllun frá Framhaldsskólaleikunum í rafíþróttum. Seinni undanúrslitaviðureign Framhaldsskólaleikanna í rafíþróttum fer fram í kvöld. Þá mætast Menntaskólinn í Kópavogi og Menntaskólinn við Hamrahlíð. Sigurvegarinn mætir Tækniskólanum í úrslitaleiknum sem fer fram eftir viku. Tækniskólinn sigraði Verslunarskóla Íslands í fyrri undanúrslitaviðureigninni. Keppt verður í þremur tölvuleikjum: FIFA 21, Rocket League og CS:GO. Til að komast í úrslit þarf lið að fá tvö stig, eða með öðrum orðum að vinna tvær af þremur viðureignum. Í skotleiknum CS:GO eru fimm saman í liði, í fótboltakappakstursleiknum Rocket League þrír saman í liði og í fótboltaleiknum FIFA 21 eru tveir saman í liði. Í undankeppninni fékk MH samtals nítján stig en MK fimmtán. Bein útsending frá viðureign MK og MH hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 eSport. Kristján Einar Kristjánsson lýsir og þau Egill Ploder, Króli og Donna Cruz verða sérfræðingar. Einnig má fylgjast með í beinni útsendingu á Twitch-síðu leikanna hér að neðan. Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti
Sigurvegarinn mætir Tækniskólanum í úrslitaleiknum sem fer fram eftir viku. Tækniskólinn sigraði Verslunarskóla Íslands í fyrri undanúrslitaviðureigninni. Keppt verður í þremur tölvuleikjum: FIFA 21, Rocket League og CS:GO. Til að komast í úrslit þarf lið að fá tvö stig, eða með öðrum orðum að vinna tvær af þremur viðureignum. Í skotleiknum CS:GO eru fimm saman í liði, í fótboltakappakstursleiknum Rocket League þrír saman í liði og í fótboltaleiknum FIFA 21 eru tveir saman í liði. Í undankeppninni fékk MH samtals nítján stig en MK fimmtán. Bein útsending frá viðureign MK og MH hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 eSport. Kristján Einar Kristjánsson lýsir og þau Egill Ploder, Króli og Donna Cruz verða sérfræðingar. Einnig má fylgjast með í beinni útsendingu á Twitch-síðu leikanna hér að neðan.
Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti