Viðskipti innlent

Halldór sagður hafa átt fund með Björgólfi Thor Björgólfssyni

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Halldór ku hafa leitað til Björgólfs Thors, „erkióvinar“ Róberts, í fyrra.
Halldór ku hafa leitað til Björgólfs Thors, „erkióvinar“ Róberts, í fyrra.

Halldór Kristmannsson, fyrrverandi yfirmaður samskiptamála hjá Alvogen og náinn samstarfsmaður Róberts Wessman til margra ára, átti fund með Björgólfi Thor Björgólfssyni, aðaleiganda Novator, í nóvember í fyrra.

Þetta segir Fréttablaðið koma fram í stefnu Alvogen á hendur Halldóri, sem var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar er fullyrt að samkvæmt Halldóri hafi tilgangur fundarins verið að „afla upplýsinga í því skyni að reyna að koma sér í aðstöðu sem gæti nýst honum til að gera kröfur á hendur félaginu um fjárhagslegt uppgjör sér til handa.“

Segir í stefnunni að samskiptin séu alvarlegt trúnaðarbrot og með öllu óeðlileg. Eins og Fréttablaðið bendir á, hafa Róbert og Björgólfur löngum eldað grátt silfur saman.

Alvogen krefst þess að viðurkennt verði með dómi að félaginu hafi verið heimilt að rifta ráðningarsamningi Halldórs fyrirvaralaust og þá er þess krafist að hann verði dæmdur til að greiða félaginu 8,5 milljónir. Þá vill fyrirtækið fá staðfesta skaðabótaskyldu Halldórs.

Stjórnendur Alvogen segja einnig að Halldór hafi brotið trúnaðar- og þagnarskyldu með því að senda upplýsingar á fjölmiðla áður en fyrirtækinu gafst tækifæri til að rannsaka ásakanir hans. Því geti hann ekki talist uppljóstrari í lagalegum skilningi.

Ítarlega er fjallað um málið í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Sakar stjórnir Alvogen og Alvotech um aðgerðarleysi og hvítþvott

Halldór Kristmannsson hefur sent stjórnum Alvogen og Alvotech nýja sáttartillögu, „þrátt fyrir að fyrirtækin hafi á einum og sama deginum rift ráðningarsamningi fyrirvaralaust, höfðað mál, lekið nafni hans í fjölmiðla og birt fréttatilkynningar, þar sem fram kom að enginn fótur væri fyrir ásökunum.“

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.