Volkswagen laug til um nafnabreytingu Atli Ísleifsson skrifar 31. mars 2021 09:37 Fréttaveiturnar AP og AFP, auk USA Today, CNBC og Washington Post voru í hópi þeirra miðla sem sögðu frá breytingunni. Getty Volkswagen í Bandaríkjunum laug að fjölmiðlum þegar sendar voru út fréttatilkynningar á mánudag og þriðjudag um að til stæði að breyta nafni starfseminnar úr „Volkswagen of America“ í „Voltswagen of America“. Var það sagt gert til að undirstrika aukna áherslu á rafbílaframleiðslu félagsins. Vísir sagði frá málinu í gær, en síðdegis staðfesti fulltrúi Volkswagen í Bandaríkjunum að málið væri gabb og kynningarbrella. Volkswagen mun halda nafninu og ekki breyta nafninu í Voltswagen, segir talsmaðurinn Mark Gillies. Fréttaveiturnar AP og AFP, auk USA Today, CNBC og Washington Post voru í hópi þeirra miðla sem sögðu frá nafnabreytingunni í gær. Bandarískir fjölmiðlar spurðu fulltrúa framleiðendans ítrekað um hvort nafnabreytingin væri sannarlega sönn og fengu þau svör að svo væri. „Við ætluðum ekki að plata neinn. Málið var kynningarbrella til að fá fólk til að tala um [rafbílinn] ID.4,“ sagði talsmaður Volkswagen við Wall Street Journal. Fréttatilkynningin hefur nú verið fjarlægð af heimasíðu Volkswagen í Bandaríkjunum. Nú hluti af falsfréttavandanum Nathan Bomey, viðskiptablaðamaður USA Today, er allt annað ánægður með framferði Volkswagen og segir félagið nú vera hluta af vandamálinu þegar komi að falsfréttum í heiminum. Dear Volkswagen: You lied to me. You lied to AP, CNBC, Reuters and various trade pubs. This was not a joke. It was deception. In case you hadn t noticed, we have a misinformation problem in this country. Now you re part of it. Why should anyone trust you again? https://t.co/1rcKT7p0u5— Nathan Bomey (@NathanBomey) March 30, 2021 Lauren Easton hjá AP segir fréttaveituna hafa fengið ítrekaðar staðfestingar frá Volkswagen um að til stæði að breyta nafninu og AP hafi komið þeim upplýsingum á framfæri. „Nú vitum við að þetta var ekki satt. Við höfum leitétt grein okkar og birt nýja eftir játningar fyrirtækisins. Þetta og allar birtingar falskra upplýsinga koma niður á góðri fréttamennsku og bitna á hagsmunum almennings.“ Í tengslum við lygar og kynningarmál Volkswagen hafa nú verið rifjaðar upp fyrri lygar félagsins um útblástur bíla fyrirtækisins þar sem sérstökum búnaði hafi verið komið fyrir í bílunum til að svindla á útblástursmælingum. Varð hneykslið kallað „Dieselgate“ og neyddist bílaframleiðandinn til að greiða milljarða króna í sekt. Bílar Bandaríkin Þýskaland Auglýsinga- og markaðsmál Útblásturshneyksli Volkswagen Fjölmiðlar Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Vísir sagði frá málinu í gær, en síðdegis staðfesti fulltrúi Volkswagen í Bandaríkjunum að málið væri gabb og kynningarbrella. Volkswagen mun halda nafninu og ekki breyta nafninu í Voltswagen, segir talsmaðurinn Mark Gillies. Fréttaveiturnar AP og AFP, auk USA Today, CNBC og Washington Post voru í hópi þeirra miðla sem sögðu frá nafnabreytingunni í gær. Bandarískir fjölmiðlar spurðu fulltrúa framleiðendans ítrekað um hvort nafnabreytingin væri sannarlega sönn og fengu þau svör að svo væri. „Við ætluðum ekki að plata neinn. Málið var kynningarbrella til að fá fólk til að tala um [rafbílinn] ID.4,“ sagði talsmaður Volkswagen við Wall Street Journal. Fréttatilkynningin hefur nú verið fjarlægð af heimasíðu Volkswagen í Bandaríkjunum. Nú hluti af falsfréttavandanum Nathan Bomey, viðskiptablaðamaður USA Today, er allt annað ánægður með framferði Volkswagen og segir félagið nú vera hluta af vandamálinu þegar komi að falsfréttum í heiminum. Dear Volkswagen: You lied to me. You lied to AP, CNBC, Reuters and various trade pubs. This was not a joke. It was deception. In case you hadn t noticed, we have a misinformation problem in this country. Now you re part of it. Why should anyone trust you again? https://t.co/1rcKT7p0u5— Nathan Bomey (@NathanBomey) March 30, 2021 Lauren Easton hjá AP segir fréttaveituna hafa fengið ítrekaðar staðfestingar frá Volkswagen um að til stæði að breyta nafninu og AP hafi komið þeim upplýsingum á framfæri. „Nú vitum við að þetta var ekki satt. Við höfum leitétt grein okkar og birt nýja eftir játningar fyrirtækisins. Þetta og allar birtingar falskra upplýsinga koma niður á góðri fréttamennsku og bitna á hagsmunum almennings.“ Í tengslum við lygar og kynningarmál Volkswagen hafa nú verið rifjaðar upp fyrri lygar félagsins um útblástur bíla fyrirtækisins þar sem sérstökum búnaði hafi verið komið fyrir í bílunum til að svindla á útblástursmælingum. Varð hneykslið kallað „Dieselgate“ og neyddist bílaframleiðandinn til að greiða milljarða króna í sekt.
Bílar Bandaríkin Þýskaland Auglýsinga- og markaðsmál Útblásturshneyksli Volkswagen Fjölmiðlar Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira