Viðskipti innlent

Fram­tíð ferða­þjónustunnar: Sig­mundur Davíð ræðir stöðu og horfur

Atli Ísleifsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. SAF

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins er næsti gestur í þættinum Samtal við stjórnmálin sem Samtök ferðaþjónustunnar stendur að.

Þættirnir hafa verið sýndir á miðvikudögum en þar er rætt við leiðtoga og fulltrúa stjórnmálaflokkanna um stöðu og horfur í ferðaþjónustu.

Sigmundur Davíð verður þar gestur Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra SAF, í fimmta þætti sem fer í loftið í dag klukkan 9.15.

Hægt verður að fylgjast með í spilaranum að neðan. 

Klippa: Fram­tíð ferða­þjónustunnar - Sig­mundur Davíð fer yfir stöðu og horfur

„Fólk í ferðaþjónustu hefur brennandi áhuga á að heyra afstöðu einstakra stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna til atvinnugreinarinnar. Í þáttunum verður reynt að leiða fram þá sýn sem flokkarnir hafa gagnvart viðspyrnu og framtíð atvinnugreinarinnar og efnahagslífsins inn í næstu mánuði og næsta kjörtímabil. Hvernig sjá þau framtíð greinarinnar fyrir sér?

Hvernig ætla þau að styðja við endurreisn hennar og hvaða breytingar þarf að gera á rekstrarumhverfinu? Hvert verður hlutverk ferðaþjónustu í verðmætasköpun og gjaldeyrisöflun á næstu árum og áratugum?“ segir í tilkynningu frá SAF, en fylgjast má með þættinum í spilaranum að ofan.

Hægt er sjá fyrri þætti hér.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
3,38
10
349.172
EIK
1,51
4
60.450
VIS
1,23
4
117.228
SJOVA
1,08
7
64.846
REGINN
1,02
2
29.550

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,15
12
76.572
ARION
-1,2
6
276.378
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.