Viðskipti erlent

Uppfært: Breyta ekki nafni banda­rísku starf­seminnar í Voltswa­gen

Atli Ísleifsson skrifar
Volt er mælieining rafspennu, táknuð með V, og nefnd eftir ítalska eðlisfræðingnum Alessandro Volta.
Volt er mælieining rafspennu, táknuð með V, og nefnd eftir ítalska eðlisfræðingnum Alessandro Volta. Volkswagen

Uppfært: Volkswa­gen laug til um nafna­breytingu. Volkswagen í Bandaríkjunum er ekki að fara að breyta nafni félagsins í Voltswagen líkt og kom fram í fréttum í gær. Um var að ræða markaðsbrellu.

Sjá nýja frétt hér: 

Upprunalega fréttin:

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur staðfest að starfsemi félagsins í Bandaríkjunum muni framvegis ganga undir nafninu „Voltswagen of America“. Með nafnabreytingunni er ætlunin að undirstrika þær áherslubreytingar að aukinn kraftur verði færður í framleiðslu rafbíla.

Nafnabreytingin mun taka gildi í maí, en tilkynning Volkswagen kemur í kjölfar þess að fjöldi fjölmiðla greindi frá því að drög að yfirlýsingu hafi fyrir mistök við birt á heimasíðu bílaframleiðandans þar sem þetta var tíundað.

„Það má vera að við breytum K-inu í T, en það sem við breytum ekki er skuldbinding okkar til að framleiða bestu bílana fyrir ökumenn og fólk alls staðar,“ er haft eftir Scott Keogh, forstjóra Volkswagen í Bandaríkjunum.

Framleiðandinn hefur lýst því yfir að hann ætli sér að selja milljón rafbíla fyrir árið 2025. Volkswagen mun áfram merkja bensíndrifna bíla sína með dökkbláu merki en merkið á rafbílunum verður ljósblátt.

Reuters segir frá því að Voltswagen muni standa á öllum rafbílum, en á bensín- og dísildrifnum bílum verði að finna hið hefðbundna VW merki.

Nafnabreytingin mun ekki hafa áhrif á önnur vörumerki Volkswagen, eins og Audi, Porsche eða Bentley. Volkswagen of America var stofnað árið 1955.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×