Raunveruleikaþáttur MTV fékk 312 milljónir endurgreiddar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2021 12:27 Keppendur í þættinum við íslenska strönd. Framleiðslukostnaður raunveruleikasjónvarpsþáttarins The Challenge nam á annan milljarð króna. Öll serían var tekin upp á Íslandi í september en Pegasus sá um verkefnið fyrir hönd MTV-sjónvarpsstöðvarinnar. Kostnaðinn má lesa út úr yfirlitstöflu yfir endurgreiðslur á vef Kvikmyndamiðstöðvar. RÚV greindi fyrst frá. Endurgreiðslan hljóðar upp á 25 prósent af framleiðslukostnaði og fékk Pegasus endurrgeiddar 312 milljónir króna. Framleiðslukostnaður sem sótt var um endurgreiðslu fyrir hefur því numið um 1250 milljónum króna. Nafn þáttarins hljómar sennilega ekki kunnuglega í eyrum Íslendinga, en uppruni hans ætti að vera kunnur þeim sem höfðu aðgang að MTV á fjölvarpi Stöðvar 2 í lok síðustu aldar. The Challenge er afleggjari af The Real World, sem var feykivinsæll á MTV allt frá því að hann hóf göngu sína árið 1992, og er reyndar enn í gangi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem The Challenge heimsækir Ísland, því hluti 22. þáttaraðar var tekinn upp hér á landi, sú sería bar undirtitilinn Battle of the Exes. Þar voru fyrrum pör, með tengingu við raunveruleikaþætti, látin keppa á móti hvort öðru. Hér má sjá brot úr fyrsta þættinum sem sýndur var í desember. Af öðrum sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum sem fengu endurgreiddan framleiðslukostnað Alls fengu 66 verkefni fjórðung framleiðslukostnaðar endurgreiddan fyrir árið 2019 en átján hafa fengið endurgreidd fyrir árið 2020 það sem af er ári 2021. Meðal annarra verkefna má nefna Kappsmál hjá RÚV sem fékk 18 milljónir endurgreiddar og Áramótaskaupið sem fékk 13 milljónir. Þessi verkefni hafa fengið endurgreidd 25 prósent af framleiðslukostnaði. Ummerki, Bibba flýgur og Kjötætur óskast, sem sýnd voru á Stöð 2 en framleidd af Orca films, 101 Productions og Lóu Productions fengu endurgreiddar þrjár til sex milljónir króna. Hækkun rána, umtöluð heimildarmynd um efnilegar körfuboltastelpur sem vilja fá að keppa við stráka og sýnd var í Sjónvarpi Símans, fékk þrettán milljónir endurgreiddar. Framleiðslukostnaður við myndina hefur því numið rúmum fimmtíu milljónum. Listann í heild má sjá að ofan en fleiri verkefni gætu bæst við eftir því sem líður á árið. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Skattar og tollar Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Kostnaðinn má lesa út úr yfirlitstöflu yfir endurgreiðslur á vef Kvikmyndamiðstöðvar. RÚV greindi fyrst frá. Endurgreiðslan hljóðar upp á 25 prósent af framleiðslukostnaði og fékk Pegasus endurrgeiddar 312 milljónir króna. Framleiðslukostnaður sem sótt var um endurgreiðslu fyrir hefur því numið um 1250 milljónum króna. Nafn þáttarins hljómar sennilega ekki kunnuglega í eyrum Íslendinga, en uppruni hans ætti að vera kunnur þeim sem höfðu aðgang að MTV á fjölvarpi Stöðvar 2 í lok síðustu aldar. The Challenge er afleggjari af The Real World, sem var feykivinsæll á MTV allt frá því að hann hóf göngu sína árið 1992, og er reyndar enn í gangi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem The Challenge heimsækir Ísland, því hluti 22. þáttaraðar var tekinn upp hér á landi, sú sería bar undirtitilinn Battle of the Exes. Þar voru fyrrum pör, með tengingu við raunveruleikaþætti, látin keppa á móti hvort öðru. Hér má sjá brot úr fyrsta þættinum sem sýndur var í desember. Af öðrum sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum sem fengu endurgreiddan framleiðslukostnað Alls fengu 66 verkefni fjórðung framleiðslukostnaðar endurgreiddan fyrir árið 2019 en átján hafa fengið endurgreidd fyrir árið 2020 það sem af er ári 2021. Meðal annarra verkefna má nefna Kappsmál hjá RÚV sem fékk 18 milljónir endurgreiddar og Áramótaskaupið sem fékk 13 milljónir. Þessi verkefni hafa fengið endurgreidd 25 prósent af framleiðslukostnaði. Ummerki, Bibba flýgur og Kjötætur óskast, sem sýnd voru á Stöð 2 en framleidd af Orca films, 101 Productions og Lóu Productions fengu endurgreiddar þrjár til sex milljónir króna. Hækkun rána, umtöluð heimildarmynd um efnilegar körfuboltastelpur sem vilja fá að keppa við stráka og sýnd var í Sjónvarpi Símans, fékk þrettán milljónir endurgreiddar. Framleiðslukostnaður við myndina hefur því numið rúmum fimmtíu milljónum. Listann í heild má sjá að ofan en fleiri verkefni gætu bæst við eftir því sem líður á árið.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Skattar og tollar Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira