Viðskipti erlent

Ríkasti maður Tékk­lands fórst í þyrlu­slysi

Atli Ísleifsson skrifar
Auðævi Kellners voru metin á 17,5 milljarða Bandaríkjadala samkvæmt tímaritinu Forbes.
Auðævi Kellners voru metin á 17,5 milljarða Bandaríkjadala samkvæmt tímaritinu Forbes. PPF

Milljarðamæringurinn Petr Kellner, ríkasti maður Tékklands, var í hópi fimm manna sem fórust í þyrluslysi við Knik-jöklulinn í Alaska á laugardaginn. Kellner, sem var stofnandi og meirihlutaeigandi í PPF Group, varð 56 ára gamall.

Reuters segir að greint hafi verið frá andlátinu í tilkynningu frá PPF Group sem hefur meðal annars unnið að fjárfestingum í fjármálageiranum, fjarskiptum, líftækni, fasteignum og fleiru í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum.

Voru auðævi Kellners metin á 17,5 milljarða Bandaríkjadala samkvæmt tímaritinu Forbes.

Rannsókn er hafin á orsökum slyssins, en Kellner ku hafa verið í Alaska í skíðaferðalagi. Einn komst lífs af úr slysinu og dvelur hann nú á sjúkrahúsi í Anchorage. Tveir Tékkar og þrír Bandaríkjamenn fórust í slysinu, þar með taldir tveir leiðsögumenn frá Tordrillo fjallakofanum.

AP segir Kellner hafa verið tíður gestur í Tordrillo fjallakofanum, sem er að finna nokkru austur af Anchorage.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×