Körfubolti

Clippers hafði betur í stórleik helgarinnar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hart barist í NBA í nótt.
Hart barist í NBA í nótt. vísir/Getty

Tvö af bestu liðum NBA deildarinnar um þessar mundir mættust í Los Angeles í nótt þegar Los Angeles Clippers tók á móti Philadelphia 76ers.

Paul George og Kawhi Leonard stóðu fyrir sínu í liði Clippers og skoruðu samtals 52 stig í tíu stiga sigri, 122-112. 

Sixers léku án Joel Embiid og var Tobias Harris atkvæðamestur gestanna með 29 stig.

Zion Williamson leiddi New Orleans Pelicans til sigurs gegn Dallas Mavericks þar sem Zion hlóð í 38 stig.

Gregg Popovich kom sér í hóp merkra manna þegar San Antonio Spurs lagði Chicago Bulls en þetta sigur númer 1300 hjá þessum magnaða þjálfara og er hann þriðji þjálfarinn í sögunni sem nær svona mörgum sigrum sem þjálfari.

Úrslit næturinnar

Washington Wizards - Detroit Pistons 106-92

Milwaukee Bucks - New York Knicks 96-102

Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 107-129

San Antonio Spurs - Chicago Bulls 120-104

New Orleans Pelicans - Dallas Mavericks 112-103

Oklahoma City Thunder - Boston Celtics 94-111

Utah Jazz - Memphis Grizzlies 126-110

Los Angeles Clippers - Philadelphia 76ers 122-112

Sacramento Kings - Cleveland Cavaliers 100-98


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.