Viðskipti innlent

Bein útsending: Ársfundur Samorku

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Páll Erland er framkvæmdastjóri Samorku.
Páll Erland er framkvæmdastjóri Samorku. samorka/skjáskot

Opinn ársfundur Samorku 2021 fer fram klukkan 13 í dag og fjallar um nýsköpun.

Nýsköpunarverðlaun Samorku verða afhent í fyrsta sinn á fundinum, en sex fyrirtæki eru tilnefnd: Atmonia, GeoSilica, Icelandic Glacial, Laki Power, Pure North Recycling og Sidewind.

Dagskrá fundarins:

  • Ávarp formanns Samorku - Berglind Rán Ólafsdóttir.
  • Ávarp ráðherra - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
  • Sprotar vaxa í frjóum jarðvegi - Hildigunnur G. Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Þróunar hjá OR og Ríkarður Ríkarðsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun.
  • Let's Talk Energy and Innovation - David Wallerstein, CXO hjá Tencent Holdings.
  • Nýsköpunarverðlaun Samorku - Þórdís Kolbrún og Páll Erland afhenda verðlaunin.

Fundarstjóri er Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×