Einkunnagjöf Íslands á móti Þýskalandi: Sverrir bestur hjá íslenska liðinu Íþróttadeild skrifar 25. mars 2021 22:07 Sverrir Ingi Ingason var eins og fleiri í íslenska liðinu mjög ósáttur með að fá á sig tvö mörk í upphafi leiks. EPA-EFE/Friedemann Vogel Íslenska landsliðið tapaði 3-0 á móti Þjóðverjum í kvöld í fyrsta leik sínum í undankeppni HM sem var kannski vel sloppið miðað við mjög erfiða byrjun. Vísir hefur gefið leikmönnum íslenska liðsins einkunn. Skelfileg byrjun íslenska liðsins réði örlögum íslensku strákanna í Duisburg í kvöld. Þjóðverjar voru komnir með tveggja marka forystu eftir aðeins sjö mínútna leik og fengu í raun forgjöf í þessum leik sem var eitthvað sem íslenska liðið hafði ekki efni á í leik gegn einu besta landsliði heims. Íslenska liðið tók varla þátt í leiknum fram að fyrsta markinu og fyrstu tuttugu mínúturnar voru algjörlega eign þýska liðsins. Eftir mjög dapran fyrri hálfleik var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik. Íslenska liðið varðist þá betur og gekk einnig betur að halda boltanum og sækja. Íslenska liðið pressaði framar og tók meiri þátt í leiknum.Þýska liðið var í lykilstöðu eftir draumabyrjun og úrslitin svo gott sem ráðin. Íslenska liðið gafst hins vegar ekki upp og leyfði Þjóðverjum ekki að keyra yfir sig.Hér fyrir neðan má sjá hvernig íslensku strákarnir stóðu sig. Einkunnagjöf Íslands fyrir Þýskaland - Ísland Byrjunarlið: Hannes Þór Halldórsson, markvörður 5 Gat lítið gert við tveimur fyrstu mörkunum sem voru frí skot úr vítateignum en gat mögulegt gert betur í þriðja markinu. Stóð vaktina annars vel og gerði engin mistök. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 4 Það er engin draumabyrjun að byrja á móti leikmanni eins og Leroy Sané í fyrsta leik á stóra sviðinu og byrjunin var vissulega mjög erfið. Baráttuandinn og viljinn voru til staðar og engin uppgjöf þrátt fyrir slæma byrjun. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 5 Sverrir var besti maður íslensku varnarinnar. Gaf ekki þumlung eftir, vann öll návígi og átti líka nokkur góð upphlaup sem meðal annars skilaði gulu spjaldi á Kai Havertz. Kári Árnason, miðvörður 4 Kári spilaði að venju af skynsemi og nýtti sér reynsluna. Hann er aftur á móti ekki í neinni leikæfingu og missti nokkrum sinnum af mönnum sem við erum ekki vön að sjá til hans. Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 4 Mjög grimmur og tapaði ekki mörgum návígum. Þjóðverjar komust lítið áleðis á móti honum í þessum leik. Hefði mátt gera betur sóknarlega ekki síst í aukaspyrnu í seinni hálfleik. Sendingarnar verða að vera betri. Arnór Ingvi Traustason, hægri vængmaður 4 Alveg týndur í byrjun og var slakur framan af leik. Komst ekki í boltann og hjálpaði Alfons ekki nógu mikið í varnarleiknum. Gerði vel í að komast í skot í seinni hálfleik en skotið var lélegt. Eftir var allt annað að sjá til hans. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 4 Mjög duglegur inn á miðjunni, vann návígi og stóð fyrir sínu varnarlega. Átti hins vegar stundum í erfiðleikum með að koma boltanum almennilega frá sér og hjálpaði ekki liðinu nógu mikið að halda boltanum og létta af pressunni. Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 4 Var nálægt því að skora mark á 27. mínútu en skot hans fór af varnarmanni og rétt framhjá. Fékk högg á andlitið snemma leiks og reyndi að harka af sér en varð að fara út af 40. mínútu. Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 4 Spilaði á milli tveggja fjögurra manna lína og var augljóslega ekki búinn að finna rétta stöðu í upphafi leiks sem átti án efa þátt í slökum varnarleik í byrjun. Kröfurnar og ábyrgðin er mikil á fyrirliðanum en við höfum oft séð hann hafa meiri áhrif inn á vellinum. Birkir Bjarnason, vinstri vængmaður 4 Birkir nýtti íslenska liðinu lítið sem ekkert út á kanti í þessum leik en gekk aðeins betur þegar hann var kominn inn á miðjuna. Gerði ekki nógu vel í þeim sóknum þar sem möguleiki var að gera meira. Jón Daði Böðvarsson, framherji 4 Var ekki öfundsverður af því hlutverki að vera einn upp á topp og fékk bæði lítið að sjá af boltanum sem og litla hjálp í boltapressunni. Gerði mjög vel í að leggja upp færi fyrir Rúnar Már í fyrri hálfleik. Varamenn: Albert Guðmundsson kom inn á fyrir Rúnars Már á 40. mínútu 5 Lífgaði mikið upp á sóknarleik íslenska liðsins. Þorði að halda boltanum og búa eitthvað til sem sást lítið framan af. Arnór Sigurðsson kom inn á fyrir Arnór Ingva á 71. mínútu Lék of lítiðKolbeinn Sigþórsson kom inn á fyrir Jón Daða á 88. mínútu Lék of lítiðAri Freyr Skúlason kom inn á fyrir Guðlaug Victor á 88. mínútu Lék of lítið HM 2022 í Katar Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Skelfileg byrjun íslenska liðsins réði örlögum íslensku strákanna í Duisburg í kvöld. Þjóðverjar voru komnir með tveggja marka forystu eftir aðeins sjö mínútna leik og fengu í raun forgjöf í þessum leik sem var eitthvað sem íslenska liðið hafði ekki efni á í leik gegn einu besta landsliði heims. Íslenska liðið tók varla þátt í leiknum fram að fyrsta markinu og fyrstu tuttugu mínúturnar voru algjörlega eign þýska liðsins. Eftir mjög dapran fyrri hálfleik var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik. Íslenska liðið varðist þá betur og gekk einnig betur að halda boltanum og sækja. Íslenska liðið pressaði framar og tók meiri þátt í leiknum.Þýska liðið var í lykilstöðu eftir draumabyrjun og úrslitin svo gott sem ráðin. Íslenska liðið gafst hins vegar ekki upp og leyfði Þjóðverjum ekki að keyra yfir sig.Hér fyrir neðan má sjá hvernig íslensku strákarnir stóðu sig. Einkunnagjöf Íslands fyrir Þýskaland - Ísland Byrjunarlið: Hannes Þór Halldórsson, markvörður 5 Gat lítið gert við tveimur fyrstu mörkunum sem voru frí skot úr vítateignum en gat mögulegt gert betur í þriðja markinu. Stóð vaktina annars vel og gerði engin mistök. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 4 Það er engin draumabyrjun að byrja á móti leikmanni eins og Leroy Sané í fyrsta leik á stóra sviðinu og byrjunin var vissulega mjög erfið. Baráttuandinn og viljinn voru til staðar og engin uppgjöf þrátt fyrir slæma byrjun. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 5 Sverrir var besti maður íslensku varnarinnar. Gaf ekki þumlung eftir, vann öll návígi og átti líka nokkur góð upphlaup sem meðal annars skilaði gulu spjaldi á Kai Havertz. Kári Árnason, miðvörður 4 Kári spilaði að venju af skynsemi og nýtti sér reynsluna. Hann er aftur á móti ekki í neinni leikæfingu og missti nokkrum sinnum af mönnum sem við erum ekki vön að sjá til hans. Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 4 Mjög grimmur og tapaði ekki mörgum návígum. Þjóðverjar komust lítið áleðis á móti honum í þessum leik. Hefði mátt gera betur sóknarlega ekki síst í aukaspyrnu í seinni hálfleik. Sendingarnar verða að vera betri. Arnór Ingvi Traustason, hægri vængmaður 4 Alveg týndur í byrjun og var slakur framan af leik. Komst ekki í boltann og hjálpaði Alfons ekki nógu mikið í varnarleiknum. Gerði vel í að komast í skot í seinni hálfleik en skotið var lélegt. Eftir var allt annað að sjá til hans. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 4 Mjög duglegur inn á miðjunni, vann návígi og stóð fyrir sínu varnarlega. Átti hins vegar stundum í erfiðleikum með að koma boltanum almennilega frá sér og hjálpaði ekki liðinu nógu mikið að halda boltanum og létta af pressunni. Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 4 Var nálægt því að skora mark á 27. mínútu en skot hans fór af varnarmanni og rétt framhjá. Fékk högg á andlitið snemma leiks og reyndi að harka af sér en varð að fara út af 40. mínútu. Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 4 Spilaði á milli tveggja fjögurra manna lína og var augljóslega ekki búinn að finna rétta stöðu í upphafi leiks sem átti án efa þátt í slökum varnarleik í byrjun. Kröfurnar og ábyrgðin er mikil á fyrirliðanum en við höfum oft séð hann hafa meiri áhrif inn á vellinum. Birkir Bjarnason, vinstri vængmaður 4 Birkir nýtti íslenska liðinu lítið sem ekkert út á kanti í þessum leik en gekk aðeins betur þegar hann var kominn inn á miðjuna. Gerði ekki nógu vel í þeim sóknum þar sem möguleiki var að gera meira. Jón Daði Böðvarsson, framherji 4 Var ekki öfundsverður af því hlutverki að vera einn upp á topp og fékk bæði lítið að sjá af boltanum sem og litla hjálp í boltapressunni. Gerði mjög vel í að leggja upp færi fyrir Rúnar Már í fyrri hálfleik. Varamenn: Albert Guðmundsson kom inn á fyrir Rúnars Már á 40. mínútu 5 Lífgaði mikið upp á sóknarleik íslenska liðsins. Þorði að halda boltanum og búa eitthvað til sem sást lítið framan af. Arnór Sigurðsson kom inn á fyrir Arnór Ingva á 71. mínútu Lék of lítiðKolbeinn Sigþórsson kom inn á fyrir Jón Daða á 88. mínútu Lék of lítiðAri Freyr Skúlason kom inn á fyrir Guðlaug Victor á 88. mínútu Lék of lítið
HM 2022 í Katar Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn