Körfubolti

Einn sá efni­legasti á­fram í Þor­láks­höfn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Styrmir Snær í leik gegn Stjörnunni fyrr í vetur.
Styrmir Snær í leik gegn Stjörnunni fyrr í vetur. vísir/elín

Styrmir Snær Þrastarson hefur samið við uppeldisfélag sitt Þór Þorlákshöfn og mun leika með liðinu næstu tvö árin allavega. Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Styrmir Snær hefur verið hreint út sagt magnaður í liði Þórs Þ. í Dominos-deild karla í körfubolta það sem af er leiktíð. Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar Körfuboltakvölds hafa vart haldið vatni yfir kauða í vetur og er ljóst að framtíðin er björt í Þorlákshöfn.

„Styrmir Snær hefur verið í stóru hlutverki á tímabilinu í meistaraflokki en hann er búinn að alast upp í öflugu barna og unglingastarfi deildarinnar og verið fasta maður í yngri landsliðum Íslands. Hann býr yfir mjög sterku hugarfari og leggur sig fram við æfingar sem hefur gert hann að einum fremsta körfuboltamanni landsins,“ segir í tilkynningu Þórs.

Bakvörðurinn ungi er að meðaltali með 15 stig í leik ásamt því að taka sex fráköst og gefa þrjár stoðsendingar.

Hann er ekki eini leikmaður Þórs sem er að eiga gott ár en liðið í öðru til þriðja sæti deildarinnar með 22 stig líkt og Stjarnan.

Styrmir Snær hefur skrifað undir samning við Þór Það er ánægjulegt að Styrmir hefur endurnýjað samning við...

Posted by Þór Þorlákshöfn on Thursday, March 25, 2021

Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×