Hreiðar og Magnús sakfelldir en Sigurður sýknaður í síðasta hrunmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. mars 2021 14:21 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, ásamt Herði Felixi Harðarsyni (til vinstri). Vísir/Vilhelm Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson fyrrverandi stjórnendur hjá Kaupþingi voru í Landsrétti í dag sakfelldir fyrir aðild sína að CLN-málinu. Þeim var þó ekki gerði refsing vegna fyrri dóma sem þeir hafa hlotið. Sýknudómur Sigurðar Einarssonar úr héraði var staðfestur. Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag. Hreiðar Már og Magnús voru dæmdir til að greiða verjendum sínum málsvarnarlaun, á sjöttu milljón í tilfelli Harðar Felixar Harðarsonar sem gætti hagsmuna Hreiðars Más en á fimmtu milljón í tilfelli Kristínar Edwald, verjanda Magnúsar. Ríkisstjóður var dæmdur til að greiða Gesti Jónssyni, verjanda Sigurðar, upp á tæplega fjórar milljónir króna. Síðasta hrunmálið Um er að ræða svokallað CLN-mál, síðasta hrunmálið sem rekið er fyrir dómstólum. Nema aðilar óski eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar er málaferlum í hrunmálununum svokölluðu lokið. Málið hefur velkst um í dómskerfinu í langan tíma. Héraðsdómur kvað fyrst upp dóm í málinu í janúar 2016 og sýknaði alla þrjá. Í málinu voru þremenningarnir ákærðir fyrir umboðssvik vegna lána sem hljóðuðu upp á 508 milljónir evra, tugi milljarða króna, frá því í ágúst til október 2008. Lán til vildarviðskiptavina Lánin fóru til tveggja félaga sem keyptu lánshæfistengd skuldabréf af Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingaálagi Kaupþings. Taldi ákæruvaldið markmiðið hafa verið að lækka skuldatryggingaálagið. Um var að ræða viðskiptavini í vild hjá bankanum sem þegar skulduðu bankanum háar fjárhæðir. Áhætta þeirra var engin en möguleiki fyrir þá að hagnast verulega á lánunum. Björn Þorvaldsson saksóknari krafðist sex ára refsingar í málinu. Blaðamaður Ríkisútvarpsins sat málsmeðferðina í Landsrétti og hafði eftir Birni að lánveitingarnar hefðu verið sambærilegar þeim í Al-Thani málinu og markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings þar sem þungir dómar féllu. Refsiramminn í málaflokknum er sex ár. Hreiðar Már, Sigurður og Magnús hafa allir þegar hlotið dóma og er kvótinn fullur í tilfelli þess fyrsta. Sigurður hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi og Magnús fjögurra og hálfs. Þar sem Hreiðar Már hefur þegar fyllt kvótann var honum ekki gerð refsing. Má telja að í ljósi fyrri dóma Magnúsar og þess hve langan tíma málið hefur tekið hafi Landsréttur talið að ekki bæri að gera honum refsingu. Fram og til baka Eftir sýknudóm í málinu í janúar 2016 áfrýjaði ákæruvaldið málinu til Hæstaréttar. Áður en málið var tekið fyrir hjá þeim dómstól komu fram nýjar upplýsingar varðandi það að Deutsche Bank hefði greitt þrotabúi Kaupþings stóran hlut upphæðarinnar sem lánuð var eða alls 425 milljónir evra. Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson. Hæstiréttur ómerkti dóminn og málsmeðferðina í héraði vegna þessara nýju upplýsinga þar sem ástæður greiðslunnar lágu ekki fyrir. Taldi Hæstiréttur því að rannsaka þyrfti þennan þátt málsins betur. Málið fór því aftur heim í hérað og tók ákæruvaldið til við að rannsaka málið að nýju. Þegar málið var svo flutt aftur fyrir héraðsdómi vísaði dómurinn málinu frá þar sem hann taldi ákæruvaldið ekki hafa rannsakað sem skyldi þau atriði sem Hæstiréttur hafði sagt að þyrfti að rannsaka betur. Sýknaðir í héraði Ákæruvaldið kærði frávísun héraðsdóms til Landsréttar sem úrskurðaði að héraðsdómi bæri að taka málið til efnislegrar meðferðar, meðal annars á grundvelli þess að ákæruvaldið taldi hvorki að samkomulagið um greiðsluna frá Deutsche Bank hefði þýðingu fyrir grundvöll málsins né við mat á því hvort skilyrði umboðssvika væru uppfyllt. Það var svo í júlí 2019 sem héraðsdómur sýknaði alla þrjá í málinu og dæmdi íslenska ríkið til að greiða málsvarnarlaun verjenda Hreiðars Más, Sigurðar og Magnúsar. Þau námu um fimm milljónum í tilfelli Harðar Felix Harðarsonar sem gætti hagsmuna Hreiðars Más, en tæplega fjögurra milljóna í tilfelli Kristínar Edwald og Gests Jónssonar sem gættu hagsmuna Magnúsar og Sigurðar. Dómur Landsréttar hefur verið birtur á vef Landsréttar . CLN-málið Dómsmál Hrunið Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag. Hreiðar Már og Magnús voru dæmdir til að greiða verjendum sínum málsvarnarlaun, á sjöttu milljón í tilfelli Harðar Felixar Harðarsonar sem gætti hagsmuna Hreiðars Más en á fimmtu milljón í tilfelli Kristínar Edwald, verjanda Magnúsar. Ríkisstjóður var dæmdur til að greiða Gesti Jónssyni, verjanda Sigurðar, upp á tæplega fjórar milljónir króna. Síðasta hrunmálið Um er að ræða svokallað CLN-mál, síðasta hrunmálið sem rekið er fyrir dómstólum. Nema aðilar óski eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar er málaferlum í hrunmálununum svokölluðu lokið. Málið hefur velkst um í dómskerfinu í langan tíma. Héraðsdómur kvað fyrst upp dóm í málinu í janúar 2016 og sýknaði alla þrjá. Í málinu voru þremenningarnir ákærðir fyrir umboðssvik vegna lána sem hljóðuðu upp á 508 milljónir evra, tugi milljarða króna, frá því í ágúst til október 2008. Lán til vildarviðskiptavina Lánin fóru til tveggja félaga sem keyptu lánshæfistengd skuldabréf af Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingaálagi Kaupþings. Taldi ákæruvaldið markmiðið hafa verið að lækka skuldatryggingaálagið. Um var að ræða viðskiptavini í vild hjá bankanum sem þegar skulduðu bankanum háar fjárhæðir. Áhætta þeirra var engin en möguleiki fyrir þá að hagnast verulega á lánunum. Björn Þorvaldsson saksóknari krafðist sex ára refsingar í málinu. Blaðamaður Ríkisútvarpsins sat málsmeðferðina í Landsrétti og hafði eftir Birni að lánveitingarnar hefðu verið sambærilegar þeim í Al-Thani málinu og markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings þar sem þungir dómar féllu. Refsiramminn í málaflokknum er sex ár. Hreiðar Már, Sigurður og Magnús hafa allir þegar hlotið dóma og er kvótinn fullur í tilfelli þess fyrsta. Sigurður hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi og Magnús fjögurra og hálfs. Þar sem Hreiðar Már hefur þegar fyllt kvótann var honum ekki gerð refsing. Má telja að í ljósi fyrri dóma Magnúsar og þess hve langan tíma málið hefur tekið hafi Landsréttur talið að ekki bæri að gera honum refsingu. Fram og til baka Eftir sýknudóm í málinu í janúar 2016 áfrýjaði ákæruvaldið málinu til Hæstaréttar. Áður en málið var tekið fyrir hjá þeim dómstól komu fram nýjar upplýsingar varðandi það að Deutsche Bank hefði greitt þrotabúi Kaupþings stóran hlut upphæðarinnar sem lánuð var eða alls 425 milljónir evra. Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson. Hæstiréttur ómerkti dóminn og málsmeðferðina í héraði vegna þessara nýju upplýsinga þar sem ástæður greiðslunnar lágu ekki fyrir. Taldi Hæstiréttur því að rannsaka þyrfti þennan þátt málsins betur. Málið fór því aftur heim í hérað og tók ákæruvaldið til við að rannsaka málið að nýju. Þegar málið var svo flutt aftur fyrir héraðsdómi vísaði dómurinn málinu frá þar sem hann taldi ákæruvaldið ekki hafa rannsakað sem skyldi þau atriði sem Hæstiréttur hafði sagt að þyrfti að rannsaka betur. Sýknaðir í héraði Ákæruvaldið kærði frávísun héraðsdóms til Landsréttar sem úrskurðaði að héraðsdómi bæri að taka málið til efnislegrar meðferðar, meðal annars á grundvelli þess að ákæruvaldið taldi hvorki að samkomulagið um greiðsluna frá Deutsche Bank hefði þýðingu fyrir grundvöll málsins né við mat á því hvort skilyrði umboðssvika væru uppfyllt. Það var svo í júlí 2019 sem héraðsdómur sýknaði alla þrjá í málinu og dæmdi íslenska ríkið til að greiða málsvarnarlaun verjenda Hreiðars Más, Sigurðar og Magnúsar. Þau námu um fimm milljónum í tilfelli Harðar Felix Harðarsonar sem gætti hagsmuna Hreiðars Más, en tæplega fjögurra milljóna í tilfelli Kristínar Edwald og Gests Jónssonar sem gættu hagsmuna Magnúsar og Sigurðar. Dómur Landsréttar hefur verið birtur á vef Landsréttar .
CLN-málið Dómsmál Hrunið Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira