Golf

McIl­roy komst ekki í gegnum niður­skurðinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rory náði sér ekki á strik og er úr leik.
Rory náði sér ekki á strik og er úr leik. Mike Ehrmann/Getty Images

Rory McIlroy er úr leik á Players meistaramótinu sem fer fram á TPC Sawgrass. Úrslit sem eru mikil vonbrigði fyrir þann norður írska.

Rory McIlroy, sem er í ellefta sæti heimslistans, spilaði á 79 höggum fyrsta daginn og þó að spilamennskan hafi skánað aðeins náði hann ekki í gegnum niðurskurðinn.

Hann spilaði annan hringinn á 75 höggum en hann endaði á tíu höggum yfir pari. Ríkjandi meistarinn er því úr leik en hann vann mótið 2019. Árið 2020 fór mótið svo ekki fram.

Lee Westwood fór á kostum í gær. Hann spilaði á 66 höggum - sex höggum undir pari.

Westwood fékk ekki einn skolla á hringnum og er höggi á undan Matt Fitzpatrick og tveimur höggum á undan Sergio Garcia og Chris Kirk.

Útsending frá öðrum deginum hefst á Stöð 2 Golf klukkan 18.00 en bein útsending frá lokahringnum hefst á morgun klukkan 17.00.


Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×