Viðskipti innlent

Stjórn Icelandair Group endurkjörin

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Aðalfundur Icelandair Group var haldinn í dag.
Aðalfundur Icelandair Group var haldinn í dag. Vísir/Vilhelm

Forstjóri Icelandair Group segir framtíð félagsins bjarta þrátt fyrir mikið tap á síðasta ári. Hann býst við að félagið verði búið að ná fyrri styrk árið 2024. Kjör í stjórn félagsins fór fram á aðalfundi þess í dag og verður stjórnin óbreytt.

Átta manns gáfu kost á sér í stjórn félagsins á aðalfundi í dag en fimm manns sitja í stjórn. Tilnefningarnefnd hafði áður lagt til að stjórnin yrði óbreytt. Afar sjaldgæft er að svo margir bjóði sig fram til stjórnar félagsins og fengu frambjóðendur tækifæri til að greina frá kostum sínum á fundinum áður en atkvæðagreiðsla fór fram.

Þau Guðmundur Hafsteinsson, John F. Thomas, Nina Johnsson, Svafa Grönfeldt og Úlfar Steindórsson munu sitja áfram í stjórn félagsins en þau Þórunn Reynisdóttir, Steinn Logi Björnsson og Sturla Ómarsson buðu sig fram í stjórn en hlutu ekki kjör.

Steinn Logi sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það hafi verið vonbrigði að hljóta ekki kjör í stjórn en það hafi ekki komið á óvart.

„Það var ljóst að það var á brattann að sækja þegar var ekki margfeldiskosning,“ sagði Steinn.

„Ég hef miklar taugar til félagsins, var þarna í tuttugu ár og þekki innviði þess mjög vel og umhverfi, og hef síðan verið í flugbransanum í 26 ár, þannig að ég taldi mig hafa ýmislegt fram að færa sem er ekki sjálfsagt í dag,“ sagði Steinn.


Tengdar fréttir

Er Steinn Logi það sem Icelandair vantar svo sárlega?

Fyrrum framkvæmdastjóri hjá Icelandair, Steinn Logi Björnsson, sækir nú stíft að vera kosinn í stjórn Icelandair Group. Steinn Logi segist þekkja vel til flugrekstrar og þess vegna þurfi eigendur Icelandair Group á þjónustu hans að halda.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,5
16
382.500
EIK
1,51
4
60.450
VIS
1,23
4
117.228
REGINN
1,22
3
41.950
SJOVA
1,08
8
73.387

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-2,8
21
82.182
ARION
-2
33
756.847
EIM
-0,35
1
16.877
MAREL
-0,23
5
99.720
HAGA
0
4
498.150
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.