„Hélt að Arnar Daði væri einhver kjáni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2021 10:30 Arnar Daði Arnarsson fór upp með Gróttu á síðustu leiktíð og nýliðarnir hafa bitið frá sér í vetur. vísir/hulda margrét Olís deild karla í handbolta fékk sviðsljósið í nýjasta þættinum af Sportinu í dag hlaðvarpinu á Vísi. Meðal annars var rætt um nýliða Gróttu og þjálfara þeirra. Henry Birgir Gunnarsson fékk til sín þá Einar Andra Einarsson og Jóhann Gunnar Einarsson í tilefni af deildarkeppnin í Olís deildinni er rúmlega hálfnuð. Eitt af þeim liðum sem hafa vakið mikla athygli í deildinni í vetur er lið Gróttu á Seltjarnarnesi. Gróttuliðið er reyndar í tíunda sætinu en liðið er fimm stigum frá fallsæti og aðeins fjórum stigum á eftir Eyjamönnum. „Gróttan hefur eiginlega farið langt fram úr væntingum eiginlega allra og Grótta er með þannig lið að það getur tekið punkta á móti lunganum af liðunum í deildinni. Við erum alltaf að fara sjá fleiri stig hjá Gróttu, er það ekki bara klárt,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. „Það kæmi manni verulega á óvart ef þeir myndu missa tökin á öllu því sem þeir eru búnir að gera. Það eru bara örfáir leikir í vetur þar sem þeir hafa verið spilaðir út úr leikjunum,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Bara í Hafnarfirðinum, útileikir á Ásvöllum og í Krikanum. Annars hefur verið leikur,“ skaut Henry inn í. „Þeir gætu fræðilega verið með fleiri stig. Þeir hefðu getað náð jafntefli í síðustu umferð og töpuðu með einu marki á móti Haukum á heimavelli. Mér finnst eiginlega að Grótta ætti að vera með fleiri stig en færri,“ sagði Einar Andri. „Jói er Arnar Daði einn af þjálfurum ársins,“ spurði Henry Birgir Jóhann Gunnar Einarsson hreint út. „Hann er ein af óvæntu sögum þessa móts finnst mér. Persónulega hélt ég að þetta væri einhver kjáni og ég fer ekkert í grafgötur með það svona eftir að hafa fylgst með honum á Twitter,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Hann var bara að þjálfa yngri flokka og þetta er svolítið stökk að fara beint í meistaraflokksþjálfun. Hann hefur heldur betur látið mig skipta um skoðun því hann er að gera mjög flotta hluti,“ sagði Jóhann Gunnar. „Vissulega eru þeir í töflunni þar sem maður bjóst við þeim því það er enginn rosalegur árangur að vera fyrir ofan ÍR og Þór. Þeir eru út úr úrslitakeppninni eins og er og þetta er því ekki eitthvað ævintýri. Þetta eru hins vegar alltaf leikir hjá þeim og maður er ánægður með að lið sem koma upp úr Grill deildinni verða samkeppnishæf,“ sagði Jóhann Gunnar. Það má hlusta á allan þáttinn af Sportinu í dag hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Olís-deild karla Grótta Sportið í dag Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson fékk til sín þá Einar Andra Einarsson og Jóhann Gunnar Einarsson í tilefni af deildarkeppnin í Olís deildinni er rúmlega hálfnuð. Eitt af þeim liðum sem hafa vakið mikla athygli í deildinni í vetur er lið Gróttu á Seltjarnarnesi. Gróttuliðið er reyndar í tíunda sætinu en liðið er fimm stigum frá fallsæti og aðeins fjórum stigum á eftir Eyjamönnum. „Gróttan hefur eiginlega farið langt fram úr væntingum eiginlega allra og Grótta er með þannig lið að það getur tekið punkta á móti lunganum af liðunum í deildinni. Við erum alltaf að fara sjá fleiri stig hjá Gróttu, er það ekki bara klárt,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. „Það kæmi manni verulega á óvart ef þeir myndu missa tökin á öllu því sem þeir eru búnir að gera. Það eru bara örfáir leikir í vetur þar sem þeir hafa verið spilaðir út úr leikjunum,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Bara í Hafnarfirðinum, útileikir á Ásvöllum og í Krikanum. Annars hefur verið leikur,“ skaut Henry inn í. „Þeir gætu fræðilega verið með fleiri stig. Þeir hefðu getað náð jafntefli í síðustu umferð og töpuðu með einu marki á móti Haukum á heimavelli. Mér finnst eiginlega að Grótta ætti að vera með fleiri stig en færri,“ sagði Einar Andri. „Jói er Arnar Daði einn af þjálfurum ársins,“ spurði Henry Birgir Jóhann Gunnar Einarsson hreint út. „Hann er ein af óvæntu sögum þessa móts finnst mér. Persónulega hélt ég að þetta væri einhver kjáni og ég fer ekkert í grafgötur með það svona eftir að hafa fylgst með honum á Twitter,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Hann var bara að þjálfa yngri flokka og þetta er svolítið stökk að fara beint í meistaraflokksþjálfun. Hann hefur heldur betur látið mig skipta um skoðun því hann er að gera mjög flotta hluti,“ sagði Jóhann Gunnar. „Vissulega eru þeir í töflunni þar sem maður bjóst við þeim því það er enginn rosalegur árangur að vera fyrir ofan ÍR og Þór. Þeir eru út úr úrslitakeppninni eins og er og þetta er því ekki eitthvað ævintýri. Þetta eru hins vegar alltaf leikir hjá þeim og maður er ánægður með að lið sem koma upp úr Grill deildinni verða samkeppnishæf,“ sagði Jóhann Gunnar. Það má hlusta á allan þáttinn af Sportinu í dag hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Olís-deild karla Grótta Sportið í dag Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira