Körfubolti

Systurnar mæta á gamla heima­völlinn í kvöld: „Mjög spennt“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Systurnar spila nú saman á nýjan leik.
Systurnar spila nú saman á nýjan leik. vísir/sigurjón

Systurnar Sara Rún og Bríet Sif Hinriksdóttur leika nú báðar með Haukum í Domino’s deild kvenna. Þær mæta uppeldisfélaginu, Keflavík, í sjónvarpsleik umferðarinnar í kvöld.

Svava Kristín Grétarsdóttir hitti systurnar í dag þar sem hún ræddi við þær í húsakynnum Keflavíkur þær sem þær leika í kvöld en báðar eru þær uppaldar í Keflavík.

„Við búum hérna og við ólumst upp hérna. Þetta er heimavöllurinn en það þýðir ekki að maður getur ekki spilað með öðrum liðum hérna,“ sagði Sara Rún.

„Ég er búin að gera það nokkrum sinnum og þetta er kannski annað fyrir hana,“ sagði Bríet Sif og gaf systur sinni orðið á ný:

„Ég hef aldrei spilað fyrir annað lið en Keflavík svo ég var að hugsa það í morgun að sitja hinu megin á vellinum. Að sitja þar sem útiliðið. Ég veit ekki alveg hvernig það verður en ég er mjög spennt.“

Sara Sif gekk í raðir Hauka á dögunum, eftir veru í Englandi, og hún er spennt fyrir komandi tímum.

„Ég er mjög spennt að spila með þessu Haukaliði. Þetta er sterkur hópur og vonandi get ég lagt mitt af mörkum og styrkt það enn meira,“ sagði Sara.

Bríet var spurð hvort að systir sín gæti hjálpað Hauka-liðinu og það lá ekki á svörum:

„Ég hef ekki trú á neinu öðru.“

Allt innslagið má sjá hér að neðan en leikurinn sjálfur hefst klukkan 20.15 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Klippa: Sportpakkinn - Hinriksdætur

Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.