Ekki komið fleiri nýjar íbúðir á markaðinn frá árinu 2007 Eiður Þór Árnason skrifar 3. mars 2021 13:54 Mikið hefur verið byggt á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Vísir/Vilhelm Mun meira var byggt af nýju húsnæði á síðasta ári en bráðabirgðatölur og spár gerðu ráð fyrir. Tæplega fjögur þúsund fullbúnar íbúðir skiluðu sér á fasteignamarkaðinn í fyrra samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands sem er mesti fjöldi á stöku ári síðan 2007. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Ólíklegt er að mikill skortur sé á húsnæði í ljósi þess að stærð húsnæðisstofnsins miðað við mannfjölda er nú nokkuð yfir meðallagi að sögn hagfræðideildar bankans. „Uppbyggingin núna er áþekk því sem sást á árunum 2005-2008 og er það mat margra greiningaraðila að of mikið hafi verið fjárfest á þeim árum með þeim afleiðingum að offramboð myndaðist á árunum sem á eftir fylgdu. Að því sögðu verður að teljast ólíklegt að skortur sé verulega mikill á húsnæði um þessar mundir, m.a. í ljósi þess að hægt hefur á mannfjöldaaukningu vegna minni fjölgunar aðfluttra umfram brottflutta til landsins.“ Næst mesta uppbyggingarár frá árinu 2007 12% aukning var í íbúðafjárfestingu á fjórða ársfjórðungi 2020. Í nýútgefnum þjóðhagsreikningum voru eldri tölur endurskoðaðar og kom þá í ljós að samdrátturinn fyrr á árinu var minni en áður birtar tölur gáfu til kynna. Það sem áður var talinn vera samdráttur upp á 7% milli ára á þriðja ársfjórðungi breyttist í 1% aukningu og 19% samdráttur á öðrum ársfjórðungi breyttist í 12% samdrátt. Svo virðist sem tímatafir í gagnaskilum opinberra aðila hafi þar haft áhrif að sögn hagfræðideildar Landsbankans. Í október spáði bankinn því að 16% samdráttur hafi orðið í íbúðafjárfestingu á síðasta ári þegar vísbendingar voru uppi um að farið væri að hægja á íbúðauppyggingu.„Nú kemur í ljós að íbúðafjárfesting dróst aðeins saman um 1% milli ára og var því svipuð að umfangi og árið 2019 sem var mesta ár uppbyggingar síðan 2007.“ Þó tölur Hagstofunnar sýni að ekki hafi fleiri fullbúnar íbúðir skilað sér á markað á einu ári frá 2007 mælist samdráttur í fjölda íbúða sem eru á fyrri byggingastigum. Því gerir hagfræðideild Landsbankans ráð fyrir áframhaldandi sveiflum í fjölgun nýrra íbúða á næstu árum. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Ólíklegt er að mikill skortur sé á húsnæði í ljósi þess að stærð húsnæðisstofnsins miðað við mannfjölda er nú nokkuð yfir meðallagi að sögn hagfræðideildar bankans. „Uppbyggingin núna er áþekk því sem sást á árunum 2005-2008 og er það mat margra greiningaraðila að of mikið hafi verið fjárfest á þeim árum með þeim afleiðingum að offramboð myndaðist á árunum sem á eftir fylgdu. Að því sögðu verður að teljast ólíklegt að skortur sé verulega mikill á húsnæði um þessar mundir, m.a. í ljósi þess að hægt hefur á mannfjöldaaukningu vegna minni fjölgunar aðfluttra umfram brottflutta til landsins.“ Næst mesta uppbyggingarár frá árinu 2007 12% aukning var í íbúðafjárfestingu á fjórða ársfjórðungi 2020. Í nýútgefnum þjóðhagsreikningum voru eldri tölur endurskoðaðar og kom þá í ljós að samdrátturinn fyrr á árinu var minni en áður birtar tölur gáfu til kynna. Það sem áður var talinn vera samdráttur upp á 7% milli ára á þriðja ársfjórðungi breyttist í 1% aukningu og 19% samdráttur á öðrum ársfjórðungi breyttist í 12% samdrátt. Svo virðist sem tímatafir í gagnaskilum opinberra aðila hafi þar haft áhrif að sögn hagfræðideildar Landsbankans. Í október spáði bankinn því að 16% samdráttur hafi orðið í íbúðafjárfestingu á síðasta ári þegar vísbendingar voru uppi um að farið væri að hægja á íbúðauppyggingu.„Nú kemur í ljós að íbúðafjárfesting dróst aðeins saman um 1% milli ára og var því svipuð að umfangi og árið 2019 sem var mesta ár uppbyggingar síðan 2007.“ Þó tölur Hagstofunnar sýni að ekki hafi fleiri fullbúnar íbúðir skilað sér á markað á einu ári frá 2007 mælist samdráttur í fjölda íbúða sem eru á fyrri byggingastigum. Því gerir hagfræðideild Landsbankans ráð fyrir áframhaldandi sveiflum í fjölgun nýrra íbúða á næstu árum.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra Sjá meira