Skoðun

Á­fram öflugt og sterkt VR undir for­ystu Ragnars Þórs Ingólfs­sonar

Guðrún B Hallbjörnsdóttir skrifar

Ég átti því láni að fagna að vera kjörin stjórnarmaður í VR um nokkurra ára skeið. Þegar ég var kosin árið 2017 var Ragnar Þór Ingólfsson kjörinn formaður félagsins. Undir forystu Ragnars Þórs hefur stjórn VR komið að mörgum þörfum framfaramálum fyrir félagsmenn sem snúa að kjaramálum. Stjórn VR hefur á þessum árum jafnframt beitt sér margvíslega á öðrum vettvangi eins og til dæmis með öflugum stuðningi við Neytendasamtökin sem hafa beitt sér gegn smálánum á okurvöxtum og er líka bakhjarl Gráa hersins í lögsókn gegn ríkinu vegna skerðinga á lífeyri. Með undirritun Lífskjarasamnings 2019 var stigið stórt skref í víðtækum kjarabótum með hækkun á lágmarkslaunum og breytingum á skattkerfinu sem lækka tekjuskatt hjá öllum. Stytting vinnuvikunnar eru miklar kjarabætur sem auka lífsgæði og lækkun vaxta sem var eitt af samningsmarkmiðum hefur leitt af sér lægri húsnæðiskostnað. Stjórn VR og trúnaðaráð félagsins kom að gerð Lífskjarasamningsins á öllum stigum þegar hann var í vinnslu og ég gef formanni félagsins mín bestu meðmæli og hvet félagsmenn VR til þess að styðja Ragnar Þór Ingólfsson í formannskjöri og gefa honum áframhaldandi umboð til að halda áfram að vinna af krafti að bættum hagsmunum allra félagsmanna VR.

Höfundur er tryggingaráðgjafi og fyrrverandi stjórnarkona í VR. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×