Viðskipti innlent

Ráðinn nýr for­seti við­skipta­deildar Há­skólans á Bif­röst

Atli Ísleifsson skrifar
Stefan Wendt hefur starfað við HR síðustu árin.
Stefan Wendt hefur starfað við HR síðustu árin. Háskólinn á Bifröst

Dr. Stefan Wendt hefur verið ráðinn deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst.

Frá þessu segir í tilkynningu frá skólanum. Þar segir að Stefan sé með meistarapróf í viðskiptafræði frá háskólanum í Bamberg í Þýskalandi og hafi lokið doktorsprófum frá sama skóla árin 2010 og 2017.

„Stefan starfaði við rannsóknir og kennslu við háskólann í Bamberg frá 2005-2015 en hefur síðan starfað við Háskólann í Reykjavík. Hann er nú dósent og forstöðumaður meistaranáms í viðskiptafræði við þar.

Rannsóknir dr. Stefans hafa einkum verið á sviði fjármála fyrirtækja og fjármálamarkaða.

Stefan Wendt tekur til starfa í sumar og býður Háskólinn á Bifröst hann velkominn í sínar raðir,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×