Handbolti

Kristinn: Koma hans sýnir metnaðinn í klúbbnum

Einar Kárason skrifar
Kristinn Guðmundsson er þjálfari ÍBV.
Kristinn Guðmundsson er þjálfari ÍBV. vísir/bára

,,Það var mjög flott rúll á þessu og menn að gefa sig alla í verkefnið" sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir sigurinn gegn ÍR. ,,Þrátt fyrir að við séum að lenda í brottföllum og að tapa leikjum illa eftir að hafa barist eins og ljón þá höldum við haus og það er það sem er frábært."

Eyjamenn unnu leikinn með 9 marka mun en leikurinn var þó ekki jafn auðveldur og úrslit segja til um.

,,ÍR'ingar eru búnir að vera hættulegir upp á síðkastið þannig ég var ekkert rólegur. Þetta var virkilega góður sigur. Við erum að fá fullt út úr sóknarleiknum sem er mestmegnis góður. Dagur (arnarsson) og Kári (Kristján Kristjánsson) eru að skapa vítaköst og við fáum fullt af þægilegum mörkum."

Rúnar Kárason á leið til ÍBV

Rúnar í leik með íslenska landsliðinu.vísir/getty

Fyrir leikinn var tilkynnt að Rúnar Kárason, sem er margreyndur landsliðsmaður Íslands, væri á leið til félagsins frá Danmörku. ,,Það er frábært að hann sé að koma og það sýnir metnaðinn í klúbbnum. Hann er frábær leikmaður og frábært að hann skuli hafa áhuga á að taka þátt í þessu handboltapartýi sem er hér í Vestmannaeyjum. Ég hlakka rosalega til að sjá hann á gólfinu."

Hópurinn að stækka

Sigtryggur Daði Rúnarsson er mættur til starfa að nýju eftir meiðsli og er Kristinn hæstánægður með það. ,,Það er búið að vera gríðarlega mikið álag á okkur og menn að spila mikið fram og til baka. Það reynir mikið á, leik eftir leik. Hver auka hönd í þetta er gríðarlega mikilvæg," sagði Kristinn að lokum.


Tengdar fréttir

Rúnar til Eyj

Rúnar Kárason hefur samið við ÍBV en hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×