Handbolti

Alfredo Quintana látinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfredo Quintana var 32 ára þegar hann lést.
Alfredo Quintana var 32 ára þegar hann lést. epa/Ole Martin Wold

Alfredo Quintana, landsliðsmarkvörður Portúgals, er látinn. Porto tilkynnti um andlát hans í dag. Quintana var 32 ára.

Quintana fékk hjartastopp á æfingu með Porto á mánudaginn. Hann var í kjölfarið fluttur á Sao Joao sjúkrahúsið þar sem hann lést í dag.

Íslendingar fengu að kynnast Quintana vel í síðasta mánuði þegar Ísland og Portúgal mættust þrisvar sinnum, tvisvar sinnum í undankeppni EM og svo á HM í Egyptalandi.

Quintana fæddist á Kúbu en fluttist seinna til Portúgals og fékk portúgalskan ríkisborgararétt.

Hann lék um sjötíu landsleiki fyrir Portúgal og var í portúgalska liðinu sem endaði í 6. sæti á EM 2020 og 10. sæti á HM 2021.

Quintana gekk í raðir Porto 2010 og varð sex sinnum portúgalskur meistari með liðinu og einu sinni bikarmeistari.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.