Heimila samrunann en setja spurningarmerki við yfirráð í Síldarvinnslunni Eiður Þór Árnason skrifar 25. febrúar 2021 17:13 Bæði Huginn og Bergur-Huginn gera út frá Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna dótturfélags Síldarvinnslunnar hf. og Bergs ehf. en greint var frá því í október að Bergur-Huginn ehf. hafi fest kaup á útgerðarfélaginu Bergi í Vestmannaeyjum. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er sú að kaupin leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist eða samruninn leiði til þess að samkeppni raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Er þar meðal annars horft til þess að hlutdeild Bergs í heildarúthlutun kvóta er óveruleg, að því er fram kemur á vef Samkeppniseftirlitsins. Bergur hefur gert út togarann Berg VE 44 frá árinu 2005 og eru aflaheimildir félagsins 0,36 prósent af heildarkvóta á fiskveiðiárinu 2020-2021 eða sem nemur 1.514 þorskígildistonnum. Rýndu í þétt tengsl félaganna Sem hluti af rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samrunanum var upplýsinga og sjónarmiða aflað um stjórnunar-, eignar- og viðskiptatengsl samstæðu Síldarvinnslunnar við Samherja hf. og Gjögur hf. en samanlagt eiga félögin og tengdir aðilar 82 prósent í Síldarvinnslunni. Þá eru þrír af fimm stjórnarmönnum Síldarvinnslunnar skipaðir af eða tengdir þessum aðilum. „Til viðbótar framangreindu eru vísbendingar um þétt stjórnunar- og eignatengsl milli Samherja, Gjögurs og Síldarvinnslunnar sem birtast m.a. í því að einn af stærstu eigendum Gjögurs hefur þar til nýverið gegnt starfi forstjóra Samherja, samhliða því að eiga eignarhlut í Síldarvinnslunni í gegnum eignarhaldsfélag sem jafnframt er í eigu Samherja. Þetta ásamt fleiru gefur til kynna veruleg tengsl á milli stórra hluthafa í Síldarvinnslunni,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Þá hafi samrunaaðilar gert grein fyrir áframhaldandi og viðvarandi viðskiptasambandi við Síldarvinnsluna, Samherja og Gjögur. Tóku ekki endanlega afstöðu „Af hálfu samrunaaðila er byggt á því að Síldarvinnslan muni við kaupin fara ein með yfirráð yfir Bergi, en í þeirri afstöðu felst að samrunaaðilar telja að ekki hafi stofnast til yfirráða stórra eigenda Síldarvinnslunnar yfir fyrirtækinu, sem tilkynna beri Samkeppniseftirlitinu,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Að sögn stofnunarinnar fela áðurnefndar upplýsingar þó í sér vísbendingar um að stofnast hafi til yfirráða í Síldarvinnslunni umfram það sem samrunaaðilar hafi gert grein fyrir. Þrátt fyrir það tekur eftirlitið ekki endanlega afstöðu til þess. Ástæðan fyrir því er að það telur ekki forsendur til íhlutunar í samrunann þótt að komist væri að niðurstöðu um hin mögulegu víðtækari yfirráð. „Í öðru lagi myndi endanleg úrlausn framangreindra yfirráða kalla á víðtækari gagnaöflun og rannsókn sem taka myndi til fleiri aðila. Ekki eru tök á því í þessu máli,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Hyggst stofnunin á síðari stigum taka afstöðu til þess hvort og þá með hvaða hætti beri að rannsaka nánar möguleg yfirráð og eftir atvikum samstarf hlutaðeigandi fyrirtækja. Sameina félögin á ný Fram kemur á vef Síldarvinnslunnar að saga Bergs og Bergs-Hugins sé samofin en stofnendur Bergs komu að stofnun þess síðarnefnda árið 1972. Árið 1983 dróg einn stofnenda sig svo út úr félaginu og hélt áfram útgerð undir merkjum Bergs. Bæði útgerðarfélögin gera út frá Vestmannaeyjum en árið 2012 festi Síldarvinnslan kaup á Bergi-Hugin sem rennur nú saman við Berg á ný. Að sögn Gunnþórs B. Ingvasonar, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar eru kaupin liður í að styrkja stoðir félagsins í Vestmannaeyjum. Síldarvinnslan stefnir nú á skráningu félagsins í Kauphöll Íslands. Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Samkeppnismál Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er sú að kaupin leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist eða samruninn leiði til þess að samkeppni raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Er þar meðal annars horft til þess að hlutdeild Bergs í heildarúthlutun kvóta er óveruleg, að því er fram kemur á vef Samkeppniseftirlitsins. Bergur hefur gert út togarann Berg VE 44 frá árinu 2005 og eru aflaheimildir félagsins 0,36 prósent af heildarkvóta á fiskveiðiárinu 2020-2021 eða sem nemur 1.514 þorskígildistonnum. Rýndu í þétt tengsl félaganna Sem hluti af rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samrunanum var upplýsinga og sjónarmiða aflað um stjórnunar-, eignar- og viðskiptatengsl samstæðu Síldarvinnslunnar við Samherja hf. og Gjögur hf. en samanlagt eiga félögin og tengdir aðilar 82 prósent í Síldarvinnslunni. Þá eru þrír af fimm stjórnarmönnum Síldarvinnslunnar skipaðir af eða tengdir þessum aðilum. „Til viðbótar framangreindu eru vísbendingar um þétt stjórnunar- og eignatengsl milli Samherja, Gjögurs og Síldarvinnslunnar sem birtast m.a. í því að einn af stærstu eigendum Gjögurs hefur þar til nýverið gegnt starfi forstjóra Samherja, samhliða því að eiga eignarhlut í Síldarvinnslunni í gegnum eignarhaldsfélag sem jafnframt er í eigu Samherja. Þetta ásamt fleiru gefur til kynna veruleg tengsl á milli stórra hluthafa í Síldarvinnslunni,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Þá hafi samrunaaðilar gert grein fyrir áframhaldandi og viðvarandi viðskiptasambandi við Síldarvinnsluna, Samherja og Gjögur. Tóku ekki endanlega afstöðu „Af hálfu samrunaaðila er byggt á því að Síldarvinnslan muni við kaupin fara ein með yfirráð yfir Bergi, en í þeirri afstöðu felst að samrunaaðilar telja að ekki hafi stofnast til yfirráða stórra eigenda Síldarvinnslunnar yfir fyrirtækinu, sem tilkynna beri Samkeppniseftirlitinu,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Að sögn stofnunarinnar fela áðurnefndar upplýsingar þó í sér vísbendingar um að stofnast hafi til yfirráða í Síldarvinnslunni umfram það sem samrunaaðilar hafi gert grein fyrir. Þrátt fyrir það tekur eftirlitið ekki endanlega afstöðu til þess. Ástæðan fyrir því er að það telur ekki forsendur til íhlutunar í samrunann þótt að komist væri að niðurstöðu um hin mögulegu víðtækari yfirráð. „Í öðru lagi myndi endanleg úrlausn framangreindra yfirráða kalla á víðtækari gagnaöflun og rannsókn sem taka myndi til fleiri aðila. Ekki eru tök á því í þessu máli,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Hyggst stofnunin á síðari stigum taka afstöðu til þess hvort og þá með hvaða hætti beri að rannsaka nánar möguleg yfirráð og eftir atvikum samstarf hlutaðeigandi fyrirtækja. Sameina félögin á ný Fram kemur á vef Síldarvinnslunnar að saga Bergs og Bergs-Hugins sé samofin en stofnendur Bergs komu að stofnun þess síðarnefnda árið 1972. Árið 1983 dróg einn stofnenda sig svo út úr félaginu og hélt áfram útgerð undir merkjum Bergs. Bæði útgerðarfélögin gera út frá Vestmannaeyjum en árið 2012 festi Síldarvinnslan kaup á Bergi-Hugin sem rennur nú saman við Berg á ný. Að sögn Gunnþórs B. Ingvasonar, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar eru kaupin liður í að styrkja stoðir félagsins í Vestmannaeyjum. Síldarvinnslan stefnir nú á skráningu félagsins í Kauphöll Íslands.
Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Samkeppnismál Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira