Handbolti

Viktor Gísli öflugur í í naumum sigri sem og Gísli Þor­geir er Mag­deburg vann Ís­­lendinga­slaginn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viktor Gísli átti flotan leik í kvöld.
Viktor Gísli átti flotan leik í kvöld. GOG

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG unnu nauman simur á Trimo Trebnje í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Magdeburg vann stórsigur á Alingsås og lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar hjá Kadetten unnu Tatabánya KC á útivelli.

Í D-riðli var Trimo Trebnje frá Slóveníu í heimsókn hjá GOG í Danmörku. Úr varð hörkuleikur þar sem GOG rétt marði eins marks sigur, lokatölur 32-31 í hörkuleik.

Viktor Gísli átti mjög góðan leik í marki danska liðsins og varði 14 skot eða alls 32 prósent þeirra skota sem rötuðu á markið.

Eftir sigur kvöldsins er GOG með tíu stig í öðru sæti, líkt og Kadetten en bæði lið hafa leikið átta leiki. Rhein-Neckar Löwen er á toppi riðilsins með 15 stig. Kadetten vann tveggja marka sigur í Ungverjalandi þar sem liðið heimsótti Tatabánya KC, lokatölur 32-30 lærisveinum Aðalsteins í vil.

Í C-riðli var Íslendingaslagur þar sem Magdeburg tók á móti Alingsås. Lokatölur leiksins hreint út sagt ótrúlegar eftir jafnan fyrri hálfleik, staðan að honum loknum 18-15 Magdeburg í vil. Í síðari hálfleik skoruðu gestirnir aðeins sex mörk og Magdeburg vann leikinn með fimmtán marka mun, lokatölur 36-21.

Gísli Þorgeir Kristjánsson fór mikinn í liði heimamanna. Skoraði hann tvö mörk ásamt því að gefa fimm stoðsendingar. Ómar Ingi Magnússon skoraði einnig tvö mörk. Þá skoraði Aron Dagur Pálsson þrjú mörk í liði Alingsås.

Magdeburg er á toppi C-riðils með 14 stig en sænska félagið er fimmta og næstneðsta sæti riðilsins með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.