Selja húsnæðið sem hýsti Hlemm Square Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2021 12:26 Hvíta húsið stendur beint fyrir aftan Hlemm Mathöll. Vísir/Vilhelm Húsnæðið á Laugavegi 105, sem áður hýsti Hlemm Square, hefur verið auglýst til sölu. Þar mátti lengi finna gistiheimili, hótelherbergi, veitingahús og bar en Hlemmur Square hætti rekstri í nóvember síðastliðnum. Í auglýsingu Mikluborgar er húsinu lýst sem einu af kennileitum miðborgar Reykjavíkur og bent á að þar séu öll tilskilin leyfi til staðar fyrir áframhaldandi gisti- og veitingarekstri. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá auglýsingunni en 1. hæð, 3. til 5. hæð og kjallari hússins er nú til sölu. Fram kom í janúar að eigendur húsnæðisins hafi óskað eftir því að fá að útbúa þar íbúðir en samkvæmt fasteignaauglýsingunni liggur fyrir jákvæð umsögn skipulagsyfirvalda um að breyta öllu húsnæðinu á Laugavegi 105 í litlar- og meðalstórar íbúðir, alls 46 til 48 talsins. Fóru fram á að húsnæðið yrði boðið upp Þjóðverjinn Klaus Ortlieb, sem var í forsvari fyrir Hlemm Square frá stofnun árið 2013, greindi frá því í nóvember að kórónuveirufaraldurinn hafi reynst rekstrinum erfið og ekki væri unnt að halda honum áfram. Ríkisskattstjóri fór í upphafi síðasta árs fram á að húsnæði félagsins Hostel LV 105 ehf. sem rak Hlemm Square og fleiri eignir þess yrðu settar á nauðungarsölu. Fram kom í fyrri umfjöllun Viðskiptablaðsins að Hostel LV 105 hafi tapað 45 milljónum árið 2018 og 34 milljónum árið áður. Félagið er að langstærstum hluta í eigu félagsins 105 Management Limited en Auðunn Már Guðmundsson fjárfestir á 10% í félaginu. Fréttin hefur verið leiðrétt: Í upphaflegri útgáfu sagði að Ríkisskattstjóri hafi farið fram á nauðungarsölu á eignum Hostel LV 105 ehf. í upphafi þessa árs. Hið rétta er að það var í janúar 2020. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Í auglýsingu Mikluborgar er húsinu lýst sem einu af kennileitum miðborgar Reykjavíkur og bent á að þar séu öll tilskilin leyfi til staðar fyrir áframhaldandi gisti- og veitingarekstri. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá auglýsingunni en 1. hæð, 3. til 5. hæð og kjallari hússins er nú til sölu. Fram kom í janúar að eigendur húsnæðisins hafi óskað eftir því að fá að útbúa þar íbúðir en samkvæmt fasteignaauglýsingunni liggur fyrir jákvæð umsögn skipulagsyfirvalda um að breyta öllu húsnæðinu á Laugavegi 105 í litlar- og meðalstórar íbúðir, alls 46 til 48 talsins. Fóru fram á að húsnæðið yrði boðið upp Þjóðverjinn Klaus Ortlieb, sem var í forsvari fyrir Hlemm Square frá stofnun árið 2013, greindi frá því í nóvember að kórónuveirufaraldurinn hafi reynst rekstrinum erfið og ekki væri unnt að halda honum áfram. Ríkisskattstjóri fór í upphafi síðasta árs fram á að húsnæði félagsins Hostel LV 105 ehf. sem rak Hlemm Square og fleiri eignir þess yrðu settar á nauðungarsölu. Fram kom í fyrri umfjöllun Viðskiptablaðsins að Hostel LV 105 hafi tapað 45 milljónum árið 2018 og 34 milljónum árið áður. Félagið er að langstærstum hluta í eigu félagsins 105 Management Limited en Auðunn Már Guðmundsson fjárfestir á 10% í félaginu. Fréttin hefur verið leiðrétt: Í upphaflegri útgáfu sagði að Ríkisskattstjóri hafi farið fram á nauðungarsölu á eignum Hostel LV 105 ehf. í upphafi þessa árs. Hið rétta er að það var í janúar 2020.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira