Viðskipti innlent

Selja hús­næðið sem hýsti Hlemm Square

Eiður Þór Árnason skrifar
Hvíta húsið stendur beint fyrir aftan Hlemm Mathöll.
Hvíta húsið stendur beint fyrir aftan Hlemm Mathöll. Vísir/Vilhelm

Húsnæðið á Laugavegi 105, sem áður hýsti Hlemm Square, hefur verið auglýst til sölu. Þar mátti lengi finna gistiheimili, hótelherbergi, veitingahús og bar en Hlemmur Square hætti rekstri í nóvember síðastliðnum.

Í auglýsingu Mikluborgar er húsinu lýst sem einu af kennileitum miðborgar Reykjavíkur og bent á að þar séu öll tilskilin leyfi til staðar fyrir áframhaldandi gisti- og veitingarekstri. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá auglýsingunni en 1. hæð, 3. til 5. hæð og kjallari hússins er nú til sölu.

Fram kom í janúar að eigendur húsnæðisins hafi óskað eftir því að fá að útbúa þar íbúðir en samkvæmt fasteignaauglýsingunni liggur fyrir jákvæð umsögn skipulagsyfirvalda um að breyta öllu húsnæðinu á Laugavegi 105 í litlar- og meðalstórar íbúðir, alls 46 til 48 talsins.

Fóru fram á að húsnæðið yrði boðið upp 

Þjóðverjinn Klaus Ortlieb, sem var í forsvari fyrir Hlemm Square frá stofnun árið 2013, greindi frá því í nóvember að kórónuveirufaraldurinn hafi reynst rekstrinum erfið og ekki væri unnt að halda honum áfram.

Ríkisskattstjóri fór í upphafi síðasta árs fram á að húsnæði félagsins Hostel LV 105 ehf. sem rak Hlemm Square og fleiri eignir þess yrðu settar á nauðungarsölu.

Fram kom í fyrri umfjöllun Viðskiptablaðsins að Hostel LV 105 hafi tapað 45 milljónum árið 2018 og 34 milljónum árið áður. Félagið er að langstærstum hluta í eigu félagsins 105 Management Limited en Auðunn Már Guðmundsson fjárfestir á 10% í félaginu.

Fréttin hefur verið leiðrétt: Í upphaflegri útgáfu sagði að Ríkisskattstjóri hafi farið fram á nauðungarsölu á eignum Hostel LV 105 ehf. í upphafi þessa árs. Hið rétta er að það var í janúar 2020.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,11
39
31.363
EIK
0,73
2
14.648
HAGA
0,54
2
112.843
MAREL
0,11
5
11.696
TM
0
2
1.477

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
-1,88
5
30.000
VIS
-1,62
4
68.710
BRIM
-1,3
1
30
REITIR
-1,08
5
64.708
KVIKA
-0,92
12
152.657
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.