Selja húsnæðið sem hýsti Hlemm Square Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2021 12:26 Hvíta húsið stendur beint fyrir aftan Hlemm Mathöll. Vísir/Vilhelm Húsnæðið á Laugavegi 105, sem áður hýsti Hlemm Square, hefur verið auglýst til sölu. Þar mátti lengi finna gistiheimili, hótelherbergi, veitingahús og bar en Hlemmur Square hætti rekstri í nóvember síðastliðnum. Í auglýsingu Mikluborgar er húsinu lýst sem einu af kennileitum miðborgar Reykjavíkur og bent á að þar séu öll tilskilin leyfi til staðar fyrir áframhaldandi gisti- og veitingarekstri. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá auglýsingunni en 1. hæð, 3. til 5. hæð og kjallari hússins er nú til sölu. Fram kom í janúar að eigendur húsnæðisins hafi óskað eftir því að fá að útbúa þar íbúðir en samkvæmt fasteignaauglýsingunni liggur fyrir jákvæð umsögn skipulagsyfirvalda um að breyta öllu húsnæðinu á Laugavegi 105 í litlar- og meðalstórar íbúðir, alls 46 til 48 talsins. Fóru fram á að húsnæðið yrði boðið upp Þjóðverjinn Klaus Ortlieb, sem var í forsvari fyrir Hlemm Square frá stofnun árið 2013, greindi frá því í nóvember að kórónuveirufaraldurinn hafi reynst rekstrinum erfið og ekki væri unnt að halda honum áfram. Ríkisskattstjóri fór í upphafi síðasta árs fram á að húsnæði félagsins Hostel LV 105 ehf. sem rak Hlemm Square og fleiri eignir þess yrðu settar á nauðungarsölu. Fram kom í fyrri umfjöllun Viðskiptablaðsins að Hostel LV 105 hafi tapað 45 milljónum árið 2018 og 34 milljónum árið áður. Félagið er að langstærstum hluta í eigu félagsins 105 Management Limited en Auðunn Már Guðmundsson fjárfestir á 10% í félaginu. Fréttin hefur verið leiðrétt: Í upphaflegri útgáfu sagði að Ríkisskattstjóri hafi farið fram á nauðungarsölu á eignum Hostel LV 105 ehf. í upphafi þessa árs. Hið rétta er að það var í janúar 2020. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Í auglýsingu Mikluborgar er húsinu lýst sem einu af kennileitum miðborgar Reykjavíkur og bent á að þar séu öll tilskilin leyfi til staðar fyrir áframhaldandi gisti- og veitingarekstri. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá auglýsingunni en 1. hæð, 3. til 5. hæð og kjallari hússins er nú til sölu. Fram kom í janúar að eigendur húsnæðisins hafi óskað eftir því að fá að útbúa þar íbúðir en samkvæmt fasteignaauglýsingunni liggur fyrir jákvæð umsögn skipulagsyfirvalda um að breyta öllu húsnæðinu á Laugavegi 105 í litlar- og meðalstórar íbúðir, alls 46 til 48 talsins. Fóru fram á að húsnæðið yrði boðið upp Þjóðverjinn Klaus Ortlieb, sem var í forsvari fyrir Hlemm Square frá stofnun árið 2013, greindi frá því í nóvember að kórónuveirufaraldurinn hafi reynst rekstrinum erfið og ekki væri unnt að halda honum áfram. Ríkisskattstjóri fór í upphafi síðasta árs fram á að húsnæði félagsins Hostel LV 105 ehf. sem rak Hlemm Square og fleiri eignir þess yrðu settar á nauðungarsölu. Fram kom í fyrri umfjöllun Viðskiptablaðsins að Hostel LV 105 hafi tapað 45 milljónum árið 2018 og 34 milljónum árið áður. Félagið er að langstærstum hluta í eigu félagsins 105 Management Limited en Auðunn Már Guðmundsson fjárfestir á 10% í félaginu. Fréttin hefur verið leiðrétt: Í upphaflegri útgáfu sagði að Ríkisskattstjóri hafi farið fram á nauðungarsölu á eignum Hostel LV 105 ehf. í upphafi þessa árs. Hið rétta er að það var í janúar 2020.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira