Milljónamarkaður ferðaþjónustunnar - keyrum þetta í gang Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar 22. febrúar 2021 12:00 Enn strangari sóttvarnaraðgerðir tóku gildi á landamærunum 19. febrúar s.l. Þetta hefur glumið í fjölmiðlum og sjónum beint að því hversu ómögulegt það er fyrir fólk að ferðast milli landa nú á tímum. En heimsfaraldurinn er í rénun því fjöldi nýrra smita er hratt á niðurleið. Bóluefnin eru komin í dreifingu og það er líka jákvætt. Ekki ætla ég að gera lítið úr þeirri gríðarlegu kreppu sem ferðaþjónusta á Íslandi glímir nú við og það hryggir mig að sjá svo marga af mínum góðu vinum og fyrrum samstarfsfólki í fluginu vera atvinnulaust og í óvissu með framtíðina. En nú hlýtur að fara verða lag til að bretta upp ermar og hætta stöðugt að horfa á þetta neikvæða og leggjum áherslu á tækifærin sem eru til staðar. Vissulega er búið að herða takmarkanir á landamærunum þannig að upplifun fólks er sú að þau séu harðlokuð. En það er samt ekki alveg lokað og sá hópur sem getur ferðast hingað til lands fer sístækkandi. Ástæðan er sú að sá hópur sem þegar hefur greinst með veiruna og hefur jafnað sig, ásamt þeim sem hafa verið bólusettir, stækkar mjög hratt og þennan hóp má bjóða velkominn hingað til lands og sleppa honum við skimun og sóttkví. Nú þegar þetta er skrifað hafa meira en 110 milljónir manna verið greind með staðfest smit af Covid 19 í heiminum. Dánartíðni er sem betur fer lág þannig að sá stóri hópur sem hefur greinst og náð bata má ferðast til Íslands. Ef við skoðum nokkur nágrannalönd okkar eins og t.d. Bretland þá eru þar yfir 4 milljónir greindra smita. Meira en 600 þúsund manns hafa greinst í Svíþjóð, yfir 200 þúsund manns í Danmörku og nærri 70 þúsund í Noregi. Þetta er nú þegar stór markaður til að bjóða velkomna hingað til lands. Bretar voru fyrstir Evrópuþjóða til að hefja bólusetningu og því er sá hópur ört stækkandi líka, bæði í Bretlandi og í öðrum löndum. Allur þessi hópur má ferðast hingað og af honum stafar engin sérstök hætta. En veit fólkið það? Í umræðunni finnst mér við einblína um of á að loka landamærunum í stað þess að fókusa á þann fjölda fólks sem nú þegar er opið fyrir. Þessu til áréttingar segir á vef stjórnarráðsins: „Þeir sem framvísa gildum bólusetningarvottorðum eru undanskildir kröfu um tvöfalda skimun á landamærum og þurfa heldur ekki að skila vottorði um neikvætt PCR-próf. Sama máli gegnir um þá sem framvísa gildu vottorði vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19.“ Á Íslandi eru um 6000 manns sem greinst hafa með veiruna og náð bata og eru í kjörstöðu til að ferðast að vild ásamt þeim rúmlega 10 þúsund einstaklingum sem þegar eru komnir með bólusetningu. Ef fram heldur sem horfir þá náum við yfirhöndinni yfir faraldrinum og stöðugt fleiri munu geta ferðast milli landa. Því fyrr sem við setjum okkur að grípa tækifærin og efla ferðaþjónustuna á nýjan leik, því fyrr náum við að komast út úr þessari kreppu og minnka atvinnuleysi og bæta hag fólks. Með von um betri tíð og blóm í haga. Höfundur er flugmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Enn strangari sóttvarnaraðgerðir tóku gildi á landamærunum 19. febrúar s.l. Þetta hefur glumið í fjölmiðlum og sjónum beint að því hversu ómögulegt það er fyrir fólk að ferðast milli landa nú á tímum. En heimsfaraldurinn er í rénun því fjöldi nýrra smita er hratt á niðurleið. Bóluefnin eru komin í dreifingu og það er líka jákvætt. Ekki ætla ég að gera lítið úr þeirri gríðarlegu kreppu sem ferðaþjónusta á Íslandi glímir nú við og það hryggir mig að sjá svo marga af mínum góðu vinum og fyrrum samstarfsfólki í fluginu vera atvinnulaust og í óvissu með framtíðina. En nú hlýtur að fara verða lag til að bretta upp ermar og hætta stöðugt að horfa á þetta neikvæða og leggjum áherslu á tækifærin sem eru til staðar. Vissulega er búið að herða takmarkanir á landamærunum þannig að upplifun fólks er sú að þau séu harðlokuð. En það er samt ekki alveg lokað og sá hópur sem getur ferðast hingað til lands fer sístækkandi. Ástæðan er sú að sá hópur sem þegar hefur greinst með veiruna og hefur jafnað sig, ásamt þeim sem hafa verið bólusettir, stækkar mjög hratt og þennan hóp má bjóða velkominn hingað til lands og sleppa honum við skimun og sóttkví. Nú þegar þetta er skrifað hafa meira en 110 milljónir manna verið greind með staðfest smit af Covid 19 í heiminum. Dánartíðni er sem betur fer lág þannig að sá stóri hópur sem hefur greinst og náð bata má ferðast til Íslands. Ef við skoðum nokkur nágrannalönd okkar eins og t.d. Bretland þá eru þar yfir 4 milljónir greindra smita. Meira en 600 þúsund manns hafa greinst í Svíþjóð, yfir 200 þúsund manns í Danmörku og nærri 70 þúsund í Noregi. Þetta er nú þegar stór markaður til að bjóða velkomna hingað til lands. Bretar voru fyrstir Evrópuþjóða til að hefja bólusetningu og því er sá hópur ört stækkandi líka, bæði í Bretlandi og í öðrum löndum. Allur þessi hópur má ferðast hingað og af honum stafar engin sérstök hætta. En veit fólkið það? Í umræðunni finnst mér við einblína um of á að loka landamærunum í stað þess að fókusa á þann fjölda fólks sem nú þegar er opið fyrir. Þessu til áréttingar segir á vef stjórnarráðsins: „Þeir sem framvísa gildum bólusetningarvottorðum eru undanskildir kröfu um tvöfalda skimun á landamærum og þurfa heldur ekki að skila vottorði um neikvætt PCR-próf. Sama máli gegnir um þá sem framvísa gildu vottorði vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19.“ Á Íslandi eru um 6000 manns sem greinst hafa með veiruna og náð bata og eru í kjörstöðu til að ferðast að vild ásamt þeim rúmlega 10 þúsund einstaklingum sem þegar eru komnir með bólusetningu. Ef fram heldur sem horfir þá náum við yfirhöndinni yfir faraldrinum og stöðugt fleiri munu geta ferðast milli landa. Því fyrr sem við setjum okkur að grípa tækifærin og efla ferðaþjónustuna á nýjan leik, því fyrr náum við að komast út úr þessari kreppu og minnka atvinnuleysi og bæta hag fólks. Með von um betri tíð og blóm í haga. Höfundur er flugmaður.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar