Milljónamarkaður ferðaþjónustunnar - keyrum þetta í gang Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar 22. febrúar 2021 12:00 Enn strangari sóttvarnaraðgerðir tóku gildi á landamærunum 19. febrúar s.l. Þetta hefur glumið í fjölmiðlum og sjónum beint að því hversu ómögulegt það er fyrir fólk að ferðast milli landa nú á tímum. En heimsfaraldurinn er í rénun því fjöldi nýrra smita er hratt á niðurleið. Bóluefnin eru komin í dreifingu og það er líka jákvætt. Ekki ætla ég að gera lítið úr þeirri gríðarlegu kreppu sem ferðaþjónusta á Íslandi glímir nú við og það hryggir mig að sjá svo marga af mínum góðu vinum og fyrrum samstarfsfólki í fluginu vera atvinnulaust og í óvissu með framtíðina. En nú hlýtur að fara verða lag til að bretta upp ermar og hætta stöðugt að horfa á þetta neikvæða og leggjum áherslu á tækifærin sem eru til staðar. Vissulega er búið að herða takmarkanir á landamærunum þannig að upplifun fólks er sú að þau séu harðlokuð. En það er samt ekki alveg lokað og sá hópur sem getur ferðast hingað til lands fer sístækkandi. Ástæðan er sú að sá hópur sem þegar hefur greinst með veiruna og hefur jafnað sig, ásamt þeim sem hafa verið bólusettir, stækkar mjög hratt og þennan hóp má bjóða velkominn hingað til lands og sleppa honum við skimun og sóttkví. Nú þegar þetta er skrifað hafa meira en 110 milljónir manna verið greind með staðfest smit af Covid 19 í heiminum. Dánartíðni er sem betur fer lág þannig að sá stóri hópur sem hefur greinst og náð bata má ferðast til Íslands. Ef við skoðum nokkur nágrannalönd okkar eins og t.d. Bretland þá eru þar yfir 4 milljónir greindra smita. Meira en 600 þúsund manns hafa greinst í Svíþjóð, yfir 200 þúsund manns í Danmörku og nærri 70 þúsund í Noregi. Þetta er nú þegar stór markaður til að bjóða velkomna hingað til lands. Bretar voru fyrstir Evrópuþjóða til að hefja bólusetningu og því er sá hópur ört stækkandi líka, bæði í Bretlandi og í öðrum löndum. Allur þessi hópur má ferðast hingað og af honum stafar engin sérstök hætta. En veit fólkið það? Í umræðunni finnst mér við einblína um of á að loka landamærunum í stað þess að fókusa á þann fjölda fólks sem nú þegar er opið fyrir. Þessu til áréttingar segir á vef stjórnarráðsins: „Þeir sem framvísa gildum bólusetningarvottorðum eru undanskildir kröfu um tvöfalda skimun á landamærum og þurfa heldur ekki að skila vottorði um neikvætt PCR-próf. Sama máli gegnir um þá sem framvísa gildu vottorði vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19.“ Á Íslandi eru um 6000 manns sem greinst hafa með veiruna og náð bata og eru í kjörstöðu til að ferðast að vild ásamt þeim rúmlega 10 þúsund einstaklingum sem þegar eru komnir með bólusetningu. Ef fram heldur sem horfir þá náum við yfirhöndinni yfir faraldrinum og stöðugt fleiri munu geta ferðast milli landa. Því fyrr sem við setjum okkur að grípa tækifærin og efla ferðaþjónustuna á nýjan leik, því fyrr náum við að komast út úr þessari kreppu og minnka atvinnuleysi og bæta hag fólks. Með von um betri tíð og blóm í haga. Höfundur er flugmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Sjá meira
Enn strangari sóttvarnaraðgerðir tóku gildi á landamærunum 19. febrúar s.l. Þetta hefur glumið í fjölmiðlum og sjónum beint að því hversu ómögulegt það er fyrir fólk að ferðast milli landa nú á tímum. En heimsfaraldurinn er í rénun því fjöldi nýrra smita er hratt á niðurleið. Bóluefnin eru komin í dreifingu og það er líka jákvætt. Ekki ætla ég að gera lítið úr þeirri gríðarlegu kreppu sem ferðaþjónusta á Íslandi glímir nú við og það hryggir mig að sjá svo marga af mínum góðu vinum og fyrrum samstarfsfólki í fluginu vera atvinnulaust og í óvissu með framtíðina. En nú hlýtur að fara verða lag til að bretta upp ermar og hætta stöðugt að horfa á þetta neikvæða og leggjum áherslu á tækifærin sem eru til staðar. Vissulega er búið að herða takmarkanir á landamærunum þannig að upplifun fólks er sú að þau séu harðlokuð. En það er samt ekki alveg lokað og sá hópur sem getur ferðast hingað til lands fer sístækkandi. Ástæðan er sú að sá hópur sem þegar hefur greinst með veiruna og hefur jafnað sig, ásamt þeim sem hafa verið bólusettir, stækkar mjög hratt og þennan hóp má bjóða velkominn hingað til lands og sleppa honum við skimun og sóttkví. Nú þegar þetta er skrifað hafa meira en 110 milljónir manna verið greind með staðfest smit af Covid 19 í heiminum. Dánartíðni er sem betur fer lág þannig að sá stóri hópur sem hefur greinst og náð bata má ferðast til Íslands. Ef við skoðum nokkur nágrannalönd okkar eins og t.d. Bretland þá eru þar yfir 4 milljónir greindra smita. Meira en 600 þúsund manns hafa greinst í Svíþjóð, yfir 200 þúsund manns í Danmörku og nærri 70 þúsund í Noregi. Þetta er nú þegar stór markaður til að bjóða velkomna hingað til lands. Bretar voru fyrstir Evrópuþjóða til að hefja bólusetningu og því er sá hópur ört stækkandi líka, bæði í Bretlandi og í öðrum löndum. Allur þessi hópur má ferðast hingað og af honum stafar engin sérstök hætta. En veit fólkið það? Í umræðunni finnst mér við einblína um of á að loka landamærunum í stað þess að fókusa á þann fjölda fólks sem nú þegar er opið fyrir. Þessu til áréttingar segir á vef stjórnarráðsins: „Þeir sem framvísa gildum bólusetningarvottorðum eru undanskildir kröfu um tvöfalda skimun á landamærum og þurfa heldur ekki að skila vottorði um neikvætt PCR-próf. Sama máli gegnir um þá sem framvísa gildu vottorði vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19.“ Á Íslandi eru um 6000 manns sem greinst hafa með veiruna og náð bata og eru í kjörstöðu til að ferðast að vild ásamt þeim rúmlega 10 þúsund einstaklingum sem þegar eru komnir með bólusetningu. Ef fram heldur sem horfir þá náum við yfirhöndinni yfir faraldrinum og stöðugt fleiri munu geta ferðast milli landa. Því fyrr sem við setjum okkur að grípa tækifærin og efla ferðaþjónustuna á nýjan leik, því fyrr náum við að komast út úr þessari kreppu og minnka atvinnuleysi og bæta hag fólks. Með von um betri tíð og blóm í haga. Höfundur er flugmaður.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun