Handbolti

Teitur Örn frá­bær í dramatískum sigri Kristian­stad

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Teitur Örn var frábær í kvöld.
Teitur Örn var frábær í kvöld. EPA-EFE/Piotr Augustyniak

Kristianstad frá Svíþjóð vann gríðar mikilvægan sigur á útivelli gegn Dinamo Búkarest í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, lokatölur 29-28 sænska liðinu í vil. Teitur Örn Einarsson for mikinn í liði gestanna.

Leikurinn var hörku skemmtun en það voru heimamenn sem höfðu yfirhöndina í hálfleik. Báðar varnir voru sterkar og ekki var mikið skorað framan af leik, staðan í hálfleik 14-12 heimamönnum í vil.

Sóknarleikur beggja liða skánaði örlítið í síðari hálfleik en heimamenn voru áfram með yfirhöndina, það er þangað til undir lok leiks. Heimamenn voru tveimur mörkum yfir þegar fjórar mínútur lifðu leiks. Teitur Örn minnkaði í muninn í 28-27 og í kjölfarið fylgdu tvö mörk frá gestunum sem unnu leikinn eftir ótrúlegar lokamínútur.

Lokatölur 28-29 í Rúmeníu og sigurinn því Kristianstad. Teitur Örn skoraði sex mörk í sænska liðinu og Ólafur Andrés Guðmundsson gerði tvö.

Sigurinn þýðir að Kristianstad er nú jafnt Füchse Berlin á toppi B-riðils með tíu stig en þýska liðið á tvo leiki til góða. Þá á Nimes sem situr í þriðja sætinu, einu stigi á eftir toppliðunum, einnig leik til góða á Kristianstad.

Ólafur Andrés er fyrirliði Kristianstad.@ehfel_official



Fleiri fréttir

Sjá meira


×