Hallast frekar að sigri Fram í stórleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. febrúar 2021 11:00 Fram og Valur, liðin í 2. og 3. sæti Olís-deildar kvenna, eigast við í Safamýrinni í dag. vísir/bára Fram og Valur mætast í stórleik 9. umferðar Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Þorgerður Anna Atladóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, á von á mjög jöfnum leik þar sem vörn og markvarsla muni gera gæfumuninn. Fram og Valur hafa verið í sérflokki undanfarin ár og skipt stóru titlunum á milli sín. Samkeppnin er hins vegar meiri í ár en til marks um það er KA/Þór á toppi Olís-deildarinnar. Sigurliðið í leik Fram og Vals kemst á topp deildarinnar, allavega um stundarsakir, en KA/Þór mætir Stjörnunni seinna um daginn. „Ég held að þetta verði mjög spennandi leikur og held að það sé allt í lagi að gera ráð fyrir því að hann verði frekar hraður,“ sagði Þorgerður Anna um stórleik dagsins. Hún hallast frekar að sigri Fram. „Mér finnst mjög erfitt að spá fyrir um sigurvegara en myndi tippa á Fram. En þetta gæti farið á alla vegu. Liðin eru búin að vera svo jöfn í deildinni.“ Valur vann fyrri leikinn gegn Fram, 28-24, sem fór fram 18. september í fyrra, eða fyrir heilum fimm mánuðum síðan. Þorgerður segir lítið hægt að lesa í þann leik. „Ýmislegt hefur breyst síðan þá. Mér finnst eiginlega ekki hægt að taka mið af því sem gerðist fyrir nokkrum mánuðum.“ Hökt á Val en Fram á uppleið Valskonur hafa hikstað aðeins upp á síðkastið og gert jafntefli í síðustu þremur leikjum sínum. „Þær hafa ekki verið upp á sitt allra besta í síðustu leikjum. En svo er möguleiki á að Valsstelpurnar komi enn betur stemmdar til leiks þar sem það hefur ekki gengið jafn vel og þær vilja. Ég held að þetta verði hörkuspenna,“ sagði Þorgerður. Fram hefur unnið síðustu tvo leiki sína eftir að hafa tapað fyrir KA/Þór fyrir norðan 30. janúar. „Þær hafa verið upp og niður en mér finnst þeirra leikur fara batnandi. Þær hafa sýnt sitt rétta andlit á köflum,“ sagði Þorgerður. Markvarslan mikilvæg Öfugt við síðustu ár hefur markvarslan hjá Fram og Val verið misjöfn í vetur, sérstaklega hjá Fram. Samkvæmt tölfræði HBStatz eru aðeins FH og HK með verri hlutfallsmarkvörslu í Olís-deildinni en Fram (29,1 prósent). Valur er hins vegar í 3. sæti á listanum yfir bestu hlutfallsmarkvörsluna. „Katrín [Ósk Magnúsdóttir, markvörður Fram] hefur reyndar átt flotta leiki undanfarið, sérstaklega gegn Stjörnunni. Ef vörnin er sterk kemur markvarslan með og þær geta nýtt þessi hraðaupphlaup sem þær eru svo góðar í. Vörnin og markvarslan mun ráða úrslitum. Það leiðir af sér fleiri auðveld mörk. Þetta er ekkert rosalega flókið. Það er spurning hvort liðið hittir á sinn besta leik,“ sagði Þorgerður. Deildin ekki verið jafn spennandi í mörg ár Eins og áður sagði er KA/Þór á toppi deildarinnar og Fram og Valur ekki með sömu yfirburði og síðustu ár. Þorgerður fagnar því og segir langt síðan deildin hafi verið jafn sterk. „Deildin hefur ekki verið svona spennandi í mörg ár. Það er fáránlega skemmtilegt og ég held að spennan eigi bara eftir að aukast eftir því sem líður á,“ sagði Þorgerður en aðeins sex umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Eftir hana tekur við sex liða úrslitakeppni. Leikur Fram og Vals hefst klukkan 15:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikur FH og Hauka, sem hefst klukkan 13:30, verður einnig sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Fram Valur Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Sjá meira
Fram og Valur hafa verið í sérflokki undanfarin ár og skipt stóru titlunum á milli sín. Samkeppnin er hins vegar meiri í ár en til marks um það er KA/Þór á toppi Olís-deildarinnar. Sigurliðið í leik Fram og Vals kemst á topp deildarinnar, allavega um stundarsakir, en KA/Þór mætir Stjörnunni seinna um daginn. „Ég held að þetta verði mjög spennandi leikur og held að það sé allt í lagi að gera ráð fyrir því að hann verði frekar hraður,“ sagði Þorgerður Anna um stórleik dagsins. Hún hallast frekar að sigri Fram. „Mér finnst mjög erfitt að spá fyrir um sigurvegara en myndi tippa á Fram. En þetta gæti farið á alla vegu. Liðin eru búin að vera svo jöfn í deildinni.“ Valur vann fyrri leikinn gegn Fram, 28-24, sem fór fram 18. september í fyrra, eða fyrir heilum fimm mánuðum síðan. Þorgerður segir lítið hægt að lesa í þann leik. „Ýmislegt hefur breyst síðan þá. Mér finnst eiginlega ekki hægt að taka mið af því sem gerðist fyrir nokkrum mánuðum.“ Hökt á Val en Fram á uppleið Valskonur hafa hikstað aðeins upp á síðkastið og gert jafntefli í síðustu þremur leikjum sínum. „Þær hafa ekki verið upp á sitt allra besta í síðustu leikjum. En svo er möguleiki á að Valsstelpurnar komi enn betur stemmdar til leiks þar sem það hefur ekki gengið jafn vel og þær vilja. Ég held að þetta verði hörkuspenna,“ sagði Þorgerður. Fram hefur unnið síðustu tvo leiki sína eftir að hafa tapað fyrir KA/Þór fyrir norðan 30. janúar. „Þær hafa verið upp og niður en mér finnst þeirra leikur fara batnandi. Þær hafa sýnt sitt rétta andlit á köflum,“ sagði Þorgerður. Markvarslan mikilvæg Öfugt við síðustu ár hefur markvarslan hjá Fram og Val verið misjöfn í vetur, sérstaklega hjá Fram. Samkvæmt tölfræði HBStatz eru aðeins FH og HK með verri hlutfallsmarkvörslu í Olís-deildinni en Fram (29,1 prósent). Valur er hins vegar í 3. sæti á listanum yfir bestu hlutfallsmarkvörsluna. „Katrín [Ósk Magnúsdóttir, markvörður Fram] hefur reyndar átt flotta leiki undanfarið, sérstaklega gegn Stjörnunni. Ef vörnin er sterk kemur markvarslan með og þær geta nýtt þessi hraðaupphlaup sem þær eru svo góðar í. Vörnin og markvarslan mun ráða úrslitum. Það leiðir af sér fleiri auðveld mörk. Þetta er ekkert rosalega flókið. Það er spurning hvort liðið hittir á sinn besta leik,“ sagði Þorgerður. Deildin ekki verið jafn spennandi í mörg ár Eins og áður sagði er KA/Þór á toppi deildarinnar og Fram og Valur ekki með sömu yfirburði og síðustu ár. Þorgerður fagnar því og segir langt síðan deildin hafi verið jafn sterk. „Deildin hefur ekki verið svona spennandi í mörg ár. Það er fáránlega skemmtilegt og ég held að spennan eigi bara eftir að aukast eftir því sem líður á,“ sagði Þorgerður en aðeins sex umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Eftir hana tekur við sex liða úrslitakeppni. Leikur Fram og Vals hefst klukkan 15:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikur FH og Hauka, sem hefst klukkan 13:30, verður einnig sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Fram Valur Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Sjá meira