Viðar: Ef hann myndi neyða mig til að fara úr að ofan þá yrði ég að gera það Smári Jökull Jónsson skrifar 7. febrúar 2021 19:28 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar. Vísir „Þórsararnir sóttu á okkur og við vorum í smá eltingaleik. Í fyrri hálfleik vorum svo svolítið flatir og orkulitlir. Svo þegar við vinnum okkur til baka kostar það orku. Þessi skot sem við vorum að klikka á í fjórða leikhluta voru kannski frekar óskynsamleg og það er dýrt á móti svona góðu liði,“ sagði Viðar Hafsteinsson þjálfari Hattar eftir tap gegn Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. „Þeir voru bara aðeins betri en við heilt yfir í kvöld og áttu sigurinn skilið þó svo að við höfum reynt að berjast,“ en Hattarmenn mættu í leikinn eftir tvo sigurleiki í Domino´s deildinni í röð sem aldrei áður hafði gerst í sögu þeirra í efstu deild. Hattarmenn náðu að koma sér vel inn í leikinn eftir fremur flatan fyrri hálfleik og náðu að jafna á tímabili í síðari hálfleiknum. „Leikurinn er náttúrulega 40 mínútur og þegar við vorum búnir að koma okkur yfir þá fáum við möguleika og hendum frá okkur bolta að óþörfu. Larry var okkur virkilega erfiður, það hitnaði á honum þarna á kafla og ég myndi segja að þeir séu besta liðið sem við erum búnir að spila við hingað til,“ bætti Viðar við en Larry Thomas var magnaður í liði Þórsara í kvöld. Viðar sagði að hann hefði rætt um það við sitt lið í hálfleik að þeir þyrftu að hækka orkustigið og einbeitinguna. „Við vorum að henda frá okkur óþarfa boltum og lokum fyrsta leikhlutanum skelfilega. Rútínan okkar í dag var allt öðruvísi en hún hefur verið alla aðra leiki á tímabilinu, svona ef maður á að fara að leita í afsökunarbókina og vera einhver ræfill.“ „Þeir voru bara betri en við og við hittum ekki á góðar 40 mínútur, vorum lengi í gang og þeir áttu sigurinn skilinn.“ Viðar og Davíð Tómas Tómasson dómari áttu í áhugaverðum samskiptum í seinni hálfleiknum skömmu eftir að bekkur Hattarmanna fékk tæknivillu. Davíð vildi að Matej Karlovic myndi fá sér sæti á bekknum í staðinn fyrir að standa. Viðar sagði hann meiddan og ætti erfitt með að sitja. Þá bað Davíð um læknisvottorð og svaraði Viðar því að þá myndi hann ekki spila meira í leiknum. Davíð var sá sem hafði betur og Karlovic settist. „Leikmennirnir eiga að sitja samkvæmt reglunum. Við höfum rætt við dómarana um að við séum með menn sem eru tæpir, annar með bak og hinn í hæl og hásin og þeir verða að standa og halda sér heitum.“ „Bæði ég og mínir leikmenn voru kannski búnir að vera full grimmir og ósáttir með marga dóma og enduðum á að fá tæknivillu. Þá fauk í Dabba T og hann stjórnar og við verðum bara að hlýða því.“ „Mér fannst vera dæmt á einhvern tittlingaskít hér og þar en ég er náttúrulega bullandi litaður. Hann stjórnar og þá verða menn að sitja. Ef hann myndi neyða mig til að fara úr að ofan þá yrði ég að gera það,“ sagði Viðar Hafsteinsson að lokum. Dominos-deild karla Höttur Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Höttur 97-89 | Sigurgöngu Hattar lauk í Þorlákshöfn Þór Þorlákshöfn vann góðan sigur á nýliðum Hattar í hörkuleik í Dominos deild karla í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 18:45 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Ráðist með uppnefnum og hótunum að samskiptaráðgjafa Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sjá meira
„Þeir voru bara aðeins betri en við heilt yfir í kvöld og áttu sigurinn skilið þó svo að við höfum reynt að berjast,“ en Hattarmenn mættu í leikinn eftir tvo sigurleiki í Domino´s deildinni í röð sem aldrei áður hafði gerst í sögu þeirra í efstu deild. Hattarmenn náðu að koma sér vel inn í leikinn eftir fremur flatan fyrri hálfleik og náðu að jafna á tímabili í síðari hálfleiknum. „Leikurinn er náttúrulega 40 mínútur og þegar við vorum búnir að koma okkur yfir þá fáum við möguleika og hendum frá okkur bolta að óþörfu. Larry var okkur virkilega erfiður, það hitnaði á honum þarna á kafla og ég myndi segja að þeir séu besta liðið sem við erum búnir að spila við hingað til,“ bætti Viðar við en Larry Thomas var magnaður í liði Þórsara í kvöld. Viðar sagði að hann hefði rætt um það við sitt lið í hálfleik að þeir þyrftu að hækka orkustigið og einbeitinguna. „Við vorum að henda frá okkur óþarfa boltum og lokum fyrsta leikhlutanum skelfilega. Rútínan okkar í dag var allt öðruvísi en hún hefur verið alla aðra leiki á tímabilinu, svona ef maður á að fara að leita í afsökunarbókina og vera einhver ræfill.“ „Þeir voru bara betri en við og við hittum ekki á góðar 40 mínútur, vorum lengi í gang og þeir áttu sigurinn skilinn.“ Viðar og Davíð Tómas Tómasson dómari áttu í áhugaverðum samskiptum í seinni hálfleiknum skömmu eftir að bekkur Hattarmanna fékk tæknivillu. Davíð vildi að Matej Karlovic myndi fá sér sæti á bekknum í staðinn fyrir að standa. Viðar sagði hann meiddan og ætti erfitt með að sitja. Þá bað Davíð um læknisvottorð og svaraði Viðar því að þá myndi hann ekki spila meira í leiknum. Davíð var sá sem hafði betur og Karlovic settist. „Leikmennirnir eiga að sitja samkvæmt reglunum. Við höfum rætt við dómarana um að við séum með menn sem eru tæpir, annar með bak og hinn í hæl og hásin og þeir verða að standa og halda sér heitum.“ „Bæði ég og mínir leikmenn voru kannski búnir að vera full grimmir og ósáttir með marga dóma og enduðum á að fá tæknivillu. Þá fauk í Dabba T og hann stjórnar og við verðum bara að hlýða því.“ „Mér fannst vera dæmt á einhvern tittlingaskít hér og þar en ég er náttúrulega bullandi litaður. Hann stjórnar og þá verða menn að sitja. Ef hann myndi neyða mig til að fara úr að ofan þá yrði ég að gera það,“ sagði Viðar Hafsteinsson að lokum.
Dominos-deild karla Höttur Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Höttur 97-89 | Sigurgöngu Hattar lauk í Þorlákshöfn Þór Þorlákshöfn vann góðan sigur á nýliðum Hattar í hörkuleik í Dominos deild karla í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 18:45 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Ráðist með uppnefnum og hótunum að samskiptaráðgjafa Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sjá meira
Leik lokið: Þór Þorl. - Höttur 97-89 | Sigurgöngu Hattar lauk í Þorlákshöfn Þór Þorlákshöfn vann góðan sigur á nýliðum Hattar í hörkuleik í Dominos deild karla í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 18:45
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins