„Liðið er að skrifa sig í sögubækurnar fyrir austan“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2021 10:31 Farið var yfir magnaðan 25 stiga sigur Hattar á Þór Akureyri í Dominos Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið. Höttur vann leikinn 95-70 og eru á góðu skriði eftir tvo sigurleiki í röð, eitthvað sem hefur aldrei gerst í úrvalsdeildinni áður. „Viðar Örn [Hafsteinsson, þjálfari Hattar] er með gott lið í höndunum og liðið er að skrifa sig í sögubækurnar fyrir austan, svona verður þetta til. Stærsti sigur Hattar í sögunni,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson er farið var í skilti sem sýndi að aldrei hefur Höttur unnið neinn leik með jafn miklum mun og þeir gerðu gegn Þór Akureyri á dögunum. Liðið vann ÍR með 23 stigum árið 2016 en gerði gott betur gegn Þór Ak. og vann með 25 stiga mun. „Ánægjulegt að sjá Viðar búinn að ná svona góðum takti,“ bætti Kjartan við áður en umræðan færðist að Michael A. Mallory II. „Man bara þegar ég sá hann á móti KR, þeir voru við það að vinna þann leik. Hann breytir þessu liði frá fyrsta degi all svakalega. Hafa verið óheppnir að klára ekki suma leiki en nú eru þeir búnir að klára tvo leiki þannig það verður fróðlegt að sjá næstu skref hjá þeim. Hvort þeir stigi næstu skref upp sem lið eða hvort þetta fari í „status quo“ og við fáum Viðar aftur brjálaðan,“ sagði Hermann Hauksson um Mallory. „Hafa þeir oft unnið tvo leiki í röð?“ spurði Teitur Örlygsson og fékk svar frá bæði Hermanni og Kjartani Atla: „Aldrei.“ „Kúl,“ svaraði Teitur sem leiddi til mikils hláturs hjá bæði Kjartani Atla og Hermanni. Nú er bara að bíða og sjá hvort gott gengi Hattar haldi áfram og þeir slái enn eitt metið í næsta leik. Þeir mæta Þór Þorlákshöfn, öðru sjóðandi heitu liði, á morgun, sunnudaginn 7. febrúar. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Höttur Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Múlaþing Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Þór Ak. 95 - 70 | Klaufalegir Þórsarar töpuðu stórt á Egilsstöðum Höttur vann 95-70 sigur á Þór Akureyri þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Hattarar nýttu sér klaufagang og lánleysi gestanna til hins ýtrasta. 4. febrúar 2021 20:15 Viðar Örn: Höttur hefur aldrei verið með betra lið Öflugur varnarleikur var það sem lagði grunninn að öðrum sigri Hattar á heimavelli í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, en liðið vann Þór Akureyri 95-70 á heimavelli í kvöld. Höttur hefur ekki áður unnið tvo heimaleiki í röð í úrvalsdeild, en liðið leikur þar nú í fjórða sinn. 4. febrúar 2021 21:21 Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Sjá meira
„Viðar Örn [Hafsteinsson, þjálfari Hattar] er með gott lið í höndunum og liðið er að skrifa sig í sögubækurnar fyrir austan, svona verður þetta til. Stærsti sigur Hattar í sögunni,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson er farið var í skilti sem sýndi að aldrei hefur Höttur unnið neinn leik með jafn miklum mun og þeir gerðu gegn Þór Akureyri á dögunum. Liðið vann ÍR með 23 stigum árið 2016 en gerði gott betur gegn Þór Ak. og vann með 25 stiga mun. „Ánægjulegt að sjá Viðar búinn að ná svona góðum takti,“ bætti Kjartan við áður en umræðan færðist að Michael A. Mallory II. „Man bara þegar ég sá hann á móti KR, þeir voru við það að vinna þann leik. Hann breytir þessu liði frá fyrsta degi all svakalega. Hafa verið óheppnir að klára ekki suma leiki en nú eru þeir búnir að klára tvo leiki þannig það verður fróðlegt að sjá næstu skref hjá þeim. Hvort þeir stigi næstu skref upp sem lið eða hvort þetta fari í „status quo“ og við fáum Viðar aftur brjálaðan,“ sagði Hermann Hauksson um Mallory. „Hafa þeir oft unnið tvo leiki í röð?“ spurði Teitur Örlygsson og fékk svar frá bæði Hermanni og Kjartani Atla: „Aldrei.“ „Kúl,“ svaraði Teitur sem leiddi til mikils hláturs hjá bæði Kjartani Atla og Hermanni. Nú er bara að bíða og sjá hvort gott gengi Hattar haldi áfram og þeir slái enn eitt metið í næsta leik. Þeir mæta Þór Þorlákshöfn, öðru sjóðandi heitu liði, á morgun, sunnudaginn 7. febrúar. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Höttur Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Múlaþing Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Þór Ak. 95 - 70 | Klaufalegir Þórsarar töpuðu stórt á Egilsstöðum Höttur vann 95-70 sigur á Þór Akureyri þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Hattarar nýttu sér klaufagang og lánleysi gestanna til hins ýtrasta. 4. febrúar 2021 20:15 Viðar Örn: Höttur hefur aldrei verið með betra lið Öflugur varnarleikur var það sem lagði grunninn að öðrum sigri Hattar á heimavelli í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, en liðið vann Þór Akureyri 95-70 á heimavelli í kvöld. Höttur hefur ekki áður unnið tvo heimaleiki í röð í úrvalsdeild, en liðið leikur þar nú í fjórða sinn. 4. febrúar 2021 21:21 Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Þór Ak. 95 - 70 | Klaufalegir Þórsarar töpuðu stórt á Egilsstöðum Höttur vann 95-70 sigur á Þór Akureyri þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Hattarar nýttu sér klaufagang og lánleysi gestanna til hins ýtrasta. 4. febrúar 2021 20:15
Viðar Örn: Höttur hefur aldrei verið með betra lið Öflugur varnarleikur var það sem lagði grunninn að öðrum sigri Hattar á heimavelli í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, en liðið vann Þór Akureyri 95-70 á heimavelli í kvöld. Höttur hefur ekki áður unnið tvo heimaleiki í röð í úrvalsdeild, en liðið leikur þar nú í fjórða sinn. 4. febrúar 2021 21:21