Gjörólíkir öskudagar í Kringlunni og Smáralind Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2021 13:38 Frá Öskudeginum í Smáralind á síðasta ári. Vísir/Sigurjón Stjórnendur Kringlunnar stefna á að geta boðið börn í nammileit velkomin og vera með dagskrá fyrir þau á Öskudaginn sem haldinn er 17. febrúar í ár. Rekstraraðilar verslana í Kringlunni hafa í pósti verið hvattir til að vera með glaðninga þegar börnin mæta. Stjórnendur Smáralindar hafa hins vegar ákveðið að blása af hátíðahöldin að þessu sinni vegna heimsfaraldursins. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir í samtali við Vísi að þó að stefnt sé að því að vera með dagskrá verði farið að öllu með gát. „Við tökum náttúrulega einn dag í einu og fylgjumst grannt með öllum fréttum og því sem tengist veirumálum. En við viljum að sjálfsögðu vera með eitthvað fyrir börnin á þessum degi og erum með plön uppi á borðunum. En það er enn hálfur mánuður í þetta og það sama á við í dag og hefur verið síðasta árið – það sem á við í dag á ekki endilega við á morgun,“ segir Baldvina. Hún segir að leitast hafi verið eftir því við verslanir að vera klárar á þessum degi, sýnist stjórnendum svo að öruggt sé að vera með dagskrá og bjóða börnum upp á glaðninga. Kringlan hefur á síðustu árum fyllst af börnum á Öskudeginum.Vísir/Sigurjón Í pósti stjórnenda Kringlunnar til rekstraraðila segir að þá langi mikið til að gleðja börnin á þessum degi og vera með dagskrá líkt og í fyrra þegar við boðið var upp á viðburð á Blómatorgi – að slá köttinn úr tunnunni. Nú gangi áætlunin út á að skipta dagskránni á tvö til þrjú svæði til að dreifa þátttakendum. Þá verði ítrustu sóttvarna beitt. Smáralind tekur þetta með enn meiri stæl að ári Aðra sögu er að segja af Smáralind þar sem hátíðahöld vegna Öskudagsins hafi þegar verið blásin af. Tinna Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar, segir vilja til að tryggja öflugar sóttvarnir í húsinu og í ljósi sóttvarnareglna og samkomutakmarkana sé ekki talið rétt að halda Öskudaginn hátíðlegan að þessu sinni. „Við kappkostum að vera örugg hérna húsinu. Hingað koma fleiri þúsund börn þennan dag, mikið líf og fjör í húsinu. Svo við teljum það ekki vera rétt að hvetja til þess að verslanir séu með glaðninga fyrir börnin að þessu sinni. Við gerum þetta með enn meiri stæl að ári þegar við höldum þennan og fleiri daga hátíðlega,“ segir Tinna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Öskudagur Kringlan Reykjavík Smáralind Kópavogur Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir í samtali við Vísi að þó að stefnt sé að því að vera með dagskrá verði farið að öllu með gát. „Við tökum náttúrulega einn dag í einu og fylgjumst grannt með öllum fréttum og því sem tengist veirumálum. En við viljum að sjálfsögðu vera með eitthvað fyrir börnin á þessum degi og erum með plön uppi á borðunum. En það er enn hálfur mánuður í þetta og það sama á við í dag og hefur verið síðasta árið – það sem á við í dag á ekki endilega við á morgun,“ segir Baldvina. Hún segir að leitast hafi verið eftir því við verslanir að vera klárar á þessum degi, sýnist stjórnendum svo að öruggt sé að vera með dagskrá og bjóða börnum upp á glaðninga. Kringlan hefur á síðustu árum fyllst af börnum á Öskudeginum.Vísir/Sigurjón Í pósti stjórnenda Kringlunnar til rekstraraðila segir að þá langi mikið til að gleðja börnin á þessum degi og vera með dagskrá líkt og í fyrra þegar við boðið var upp á viðburð á Blómatorgi – að slá köttinn úr tunnunni. Nú gangi áætlunin út á að skipta dagskránni á tvö til þrjú svæði til að dreifa þátttakendum. Þá verði ítrustu sóttvarna beitt. Smáralind tekur þetta með enn meiri stæl að ári Aðra sögu er að segja af Smáralind þar sem hátíðahöld vegna Öskudagsins hafi þegar verið blásin af. Tinna Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar, segir vilja til að tryggja öflugar sóttvarnir í húsinu og í ljósi sóttvarnareglna og samkomutakmarkana sé ekki talið rétt að halda Öskudaginn hátíðlegan að þessu sinni. „Við kappkostum að vera örugg hérna húsinu. Hingað koma fleiri þúsund börn þennan dag, mikið líf og fjör í húsinu. Svo við teljum það ekki vera rétt að hvetja til þess að verslanir séu með glaðninga fyrir börnin að þessu sinni. Við gerum þetta með enn meiri stæl að ári þegar við höldum þennan og fleiri daga hátíðlega,“ segir Tinna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Öskudagur Kringlan Reykjavík Smáralind Kópavogur Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira