Hafa greitt út fimm milljarða í tekjufallsstyrki Eiður Þór Árnason skrifar 3. febrúar 2021 15:03 Styrkirnir eru hluti af aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við neikvæðum efnahagsáhrifum heimsfaraldursins. Vísir/vilhelm Um fimm milljarðar króna hafa verið greiddir í tekjufallsstyrki undanfarnar þrjár vikur til 822 rekstraraðila, að sögn stjórnvalda. Styrkirnir nýtast fyrirtækjum, félögum og einstaklingum sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi og hafa orðið fyrir minnst 40% tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Um vika er liðin frá því að stjórnvöld tilkynntu að 3,7 milljarðar króna hafi verið greiddir í slíka styrki. Skatturinn hefur nú alls afgreitt um fjögur þúsund umsóknir vegna tekjufalls- og lokunarstyrkja auk stuðnings við fyrirtæki við greiðslu launa á uppsagnarfresti. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Auk þess sé unnið að því að opna fyrir umsóknir um svokallaða viðspyrnustyrki sem voru samþykktir á Alþingi fyrir jól. Er þeim ætlað að gera fyrirtækjum kleift að viðhalda lágmarksstarfsemi meðan áhrifa faraldursins gætir og bjóðast rekstraraðilum sem hafa orðið fyrir minnst 60% tekjufalli vegna faraldursins. Stefnir Skatturinn að því að hefja móttöku umsókna um viðspyrnustyrki í lok febrúar. Miklar tafir á greiðslu styrkja „Síðustu mánuði hafa á fjórða þúsund rekstraraðilar og tugþúsundir einstaklinga nýtt sér ýmis úrræði stjórnvalda sem eru á annan tug talsins – styrki, lán, gjaldfresti og annan stuðning. Nefna má að búið er að afgreiða allar umsóknir sem borist hafa um greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, alls 1.521 talsins og greiddir hafa verið út styrkir fyrir 12 milljarða króna til rekstraraðila,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Lög um tekjufallsstyrki voru samþykkt í nóvember en samkvæmt þeim eiga fyrirtæki og einyrkjar sem hafa orðið fyrir 40-70% tekjufalli í faraldrinum rétt á styrk úr ríkissjóði fyrir hvert stöðugildi upp að tilteknu marki. Bæði rekstraraðilar og stjórnarandstaðan hafa gagnrýnt seinagang við veitingu styrkjanna og sagt að stór hluti rekstraraðila hafi ekki enn fengið greitt. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði því á Alþingi í gær að það væru vonbrigði að greiðsla hafi tafist jafn lengi og raun ber vitni. Þrátt fyrir það hafi kraftur verið settur í undirbúning og afgreiðslu umsókna. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir 3,7 milljarðar í tekjufallsstyrki síðustu tvær vikur Undanfarnar tvær vikur hafa um 3,7 milljarðar króna verið greiddir í tekjufallsstyrki til rekstraraðila sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. 26. janúar 2021 16:37 Vísa óánægðum kráareigendum á heilbrigðisráðuneytið Sóttvarnarlæknir segir í höndum heilbrigðisráðuneytisins að setja sóttvarnartillögur sínar í regluform. Ef ef kráraeigendur telji jafnræðisreglu brotna á sér vísi hann þangað. Hann bendir á að þriðja bylga faraldursins hafi byrjað á krám og börum. 2. febrúar 2021 14:00 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Um vika er liðin frá því að stjórnvöld tilkynntu að 3,7 milljarðar króna hafi verið greiddir í slíka styrki. Skatturinn hefur nú alls afgreitt um fjögur þúsund umsóknir vegna tekjufalls- og lokunarstyrkja auk stuðnings við fyrirtæki við greiðslu launa á uppsagnarfresti. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Auk þess sé unnið að því að opna fyrir umsóknir um svokallaða viðspyrnustyrki sem voru samþykktir á Alþingi fyrir jól. Er þeim ætlað að gera fyrirtækjum kleift að viðhalda lágmarksstarfsemi meðan áhrifa faraldursins gætir og bjóðast rekstraraðilum sem hafa orðið fyrir minnst 60% tekjufalli vegna faraldursins. Stefnir Skatturinn að því að hefja móttöku umsókna um viðspyrnustyrki í lok febrúar. Miklar tafir á greiðslu styrkja „Síðustu mánuði hafa á fjórða þúsund rekstraraðilar og tugþúsundir einstaklinga nýtt sér ýmis úrræði stjórnvalda sem eru á annan tug talsins – styrki, lán, gjaldfresti og annan stuðning. Nefna má að búið er að afgreiða allar umsóknir sem borist hafa um greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, alls 1.521 talsins og greiddir hafa verið út styrkir fyrir 12 milljarða króna til rekstraraðila,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Lög um tekjufallsstyrki voru samþykkt í nóvember en samkvæmt þeim eiga fyrirtæki og einyrkjar sem hafa orðið fyrir 40-70% tekjufalli í faraldrinum rétt á styrk úr ríkissjóði fyrir hvert stöðugildi upp að tilteknu marki. Bæði rekstraraðilar og stjórnarandstaðan hafa gagnrýnt seinagang við veitingu styrkjanna og sagt að stór hluti rekstraraðila hafi ekki enn fengið greitt. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði því á Alþingi í gær að það væru vonbrigði að greiðsla hafi tafist jafn lengi og raun ber vitni. Þrátt fyrir það hafi kraftur verið settur í undirbúning og afgreiðslu umsókna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir 3,7 milljarðar í tekjufallsstyrki síðustu tvær vikur Undanfarnar tvær vikur hafa um 3,7 milljarðar króna verið greiddir í tekjufallsstyrki til rekstraraðila sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. 26. janúar 2021 16:37 Vísa óánægðum kráareigendum á heilbrigðisráðuneytið Sóttvarnarlæknir segir í höndum heilbrigðisráðuneytisins að setja sóttvarnartillögur sínar í regluform. Ef ef kráraeigendur telji jafnræðisreglu brotna á sér vísi hann þangað. Hann bendir á að þriðja bylga faraldursins hafi byrjað á krám og börum. 2. febrúar 2021 14:00 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
3,7 milljarðar í tekjufallsstyrki síðustu tvær vikur Undanfarnar tvær vikur hafa um 3,7 milljarðar króna verið greiddir í tekjufallsstyrki til rekstraraðila sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. 26. janúar 2021 16:37
Vísa óánægðum kráareigendum á heilbrigðisráðuneytið Sóttvarnarlæknir segir í höndum heilbrigðisráðuneytisins að setja sóttvarnartillögur sínar í regluform. Ef ef kráraeigendur telji jafnræðisreglu brotna á sér vísi hann þangað. Hann bendir á að þriðja bylga faraldursins hafi byrjað á krám og börum. 2. febrúar 2021 14:00