Danir framlágir eftir meistarafögnuðinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. febrúar 2021 16:00 Danir fögnuðu heimsmeistaratitlinum vel og innilega. epa/KHALED ELFIQI Danir slettu ærlega úr klaufunum eftir að þeir urðu heimsmeistarar í handbolta í gær. Þeir voru hins vegar ekki jafn hressir í dag. Danmörk sigraði Svíþjóð, 26-24, í úrslitaleik HM í gær. Þetta var annar heimsmeistaratitill Dana í röð og þeir fögnuðu honum að sjálfsögðu með stæl. Danir voru hins vegar nokkuð framlágir í morgunsárið, áður en þeir héldu heim eftir tæplega mánaðardvöl í Egyptalandi. „Þetta var flott. Maður finnur líka fyrir því í dag,“ sagði hornamaðurinn Magnus Landin. „Þetta var virkilega gott partí. Hávær tónlist, góður andi, mikið af bjór og víni,“ sagði annar hornamaður, Magnus Bramming. „Akkúrat núna hlakka ég ekki mikið til þess að fara í langt flug til Danmerkur og síðan í lest til Holstebro. Sem betur fer verða nokkrir aðrir þar svo vonandi getum við haldið áfram að gleðjast.“ Vegna samkomutakmarkana verður engin móttaka fyrir danska liðið á Kastrup eða á ráðhústorginu eins og þegar þeir urðu heimsmeistarar fyrir tveimur árum. HM 2021 í handbolta Danski handboltinn Tengdar fréttir Danski landsliðsþjálfarinn lifði á niðurgangslyfjum og sykurlausu kóki í fjóra daga Magakveisa herjaði á danska hópinn á meðan heimsmeistaramótinu í handbolta stóð, meðal annars þjálfarann Nikolaj Jacobsen. 1. febrúar 2021 14:15 Handhafi sex af stærstu titlum handboltans Það er löngu sannað að það er mikilvægt að vera með frábæran markvörð í handbolta. Þetta geta líka liðin hans Niklas Landin vottað. 1. febrúar 2021 10:30 Danir í skýjunum: „Ni-GULD-aj Ja-tak-obsen“ Danir voru eðlilega himinlifandi með gullið á HM í Egyptalandi. Þeir unnu Svía í úrslitaleiknum í gær 26-24 eftir að leikar voru jafnir í hálfleik, 13-13. Niklas Landin og Mikkel Hansen fóru mikinn í liði Dana. 1. febrúar 2021 07:01 Internetið fór á hliðina í Danmörku Það var mikil gleði í Danmörku eftir að handboltalandsliðið tryggði sér annan heimsmeistaratitilinn í röð eftir sigur á Svíþjóð. 31. janúar 2021 20:24 Tveir Danir en þrír Svíar í úrvalsliðinu IHF hefur gefið út hvaða sjö leikmenn voru valdir í úrvalsliðið á HM í handbolta sem lauk með sigri Dana á Svíum í úrslitaleiknum nú síðdegis. 31. janúar 2021 19:26 Hansen valinn verðmætastur annað mótið í röð Mikkel Hansen var valinn mikilvægasti leikmaðurinn á HM í Egyptalandi en hann varð í kvöld heimsmeistari með Dönum. 31. janúar 2021 19:01 Danir vörðu heimsmeistaratitilinn Danmörk er heimsmeistari í handbolta og vörðu þar með titilinn frá því á heimavelli árið 2019. Þeir höfðu betur gegn grönnum sínum í Svíþjóð, 26-24, í úrslitaleiknum í Egyptalandi í dag eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik, 13-13. 31. janúar 2021 17:58 Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Sjá meira
Danmörk sigraði Svíþjóð, 26-24, í úrslitaleik HM í gær. Þetta var annar heimsmeistaratitill Dana í röð og þeir fögnuðu honum að sjálfsögðu með stæl. Danir voru hins vegar nokkuð framlágir í morgunsárið, áður en þeir héldu heim eftir tæplega mánaðardvöl í Egyptalandi. „Þetta var flott. Maður finnur líka fyrir því í dag,“ sagði hornamaðurinn Magnus Landin. „Þetta var virkilega gott partí. Hávær tónlist, góður andi, mikið af bjór og víni,“ sagði annar hornamaður, Magnus Bramming. „Akkúrat núna hlakka ég ekki mikið til þess að fara í langt flug til Danmerkur og síðan í lest til Holstebro. Sem betur fer verða nokkrir aðrir þar svo vonandi getum við haldið áfram að gleðjast.“ Vegna samkomutakmarkana verður engin móttaka fyrir danska liðið á Kastrup eða á ráðhústorginu eins og þegar þeir urðu heimsmeistarar fyrir tveimur árum.
HM 2021 í handbolta Danski handboltinn Tengdar fréttir Danski landsliðsþjálfarinn lifði á niðurgangslyfjum og sykurlausu kóki í fjóra daga Magakveisa herjaði á danska hópinn á meðan heimsmeistaramótinu í handbolta stóð, meðal annars þjálfarann Nikolaj Jacobsen. 1. febrúar 2021 14:15 Handhafi sex af stærstu titlum handboltans Það er löngu sannað að það er mikilvægt að vera með frábæran markvörð í handbolta. Þetta geta líka liðin hans Niklas Landin vottað. 1. febrúar 2021 10:30 Danir í skýjunum: „Ni-GULD-aj Ja-tak-obsen“ Danir voru eðlilega himinlifandi með gullið á HM í Egyptalandi. Þeir unnu Svía í úrslitaleiknum í gær 26-24 eftir að leikar voru jafnir í hálfleik, 13-13. Niklas Landin og Mikkel Hansen fóru mikinn í liði Dana. 1. febrúar 2021 07:01 Internetið fór á hliðina í Danmörku Það var mikil gleði í Danmörku eftir að handboltalandsliðið tryggði sér annan heimsmeistaratitilinn í röð eftir sigur á Svíþjóð. 31. janúar 2021 20:24 Tveir Danir en þrír Svíar í úrvalsliðinu IHF hefur gefið út hvaða sjö leikmenn voru valdir í úrvalsliðið á HM í handbolta sem lauk með sigri Dana á Svíum í úrslitaleiknum nú síðdegis. 31. janúar 2021 19:26 Hansen valinn verðmætastur annað mótið í röð Mikkel Hansen var valinn mikilvægasti leikmaðurinn á HM í Egyptalandi en hann varð í kvöld heimsmeistari með Dönum. 31. janúar 2021 19:01 Danir vörðu heimsmeistaratitilinn Danmörk er heimsmeistari í handbolta og vörðu þar með titilinn frá því á heimavelli árið 2019. Þeir höfðu betur gegn grönnum sínum í Svíþjóð, 26-24, í úrslitaleiknum í Egyptalandi í dag eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik, 13-13. 31. janúar 2021 17:58 Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Sjá meira
Danski landsliðsþjálfarinn lifði á niðurgangslyfjum og sykurlausu kóki í fjóra daga Magakveisa herjaði á danska hópinn á meðan heimsmeistaramótinu í handbolta stóð, meðal annars þjálfarann Nikolaj Jacobsen. 1. febrúar 2021 14:15
Handhafi sex af stærstu titlum handboltans Það er löngu sannað að það er mikilvægt að vera með frábæran markvörð í handbolta. Þetta geta líka liðin hans Niklas Landin vottað. 1. febrúar 2021 10:30
Danir í skýjunum: „Ni-GULD-aj Ja-tak-obsen“ Danir voru eðlilega himinlifandi með gullið á HM í Egyptalandi. Þeir unnu Svía í úrslitaleiknum í gær 26-24 eftir að leikar voru jafnir í hálfleik, 13-13. Niklas Landin og Mikkel Hansen fóru mikinn í liði Dana. 1. febrúar 2021 07:01
Internetið fór á hliðina í Danmörku Það var mikil gleði í Danmörku eftir að handboltalandsliðið tryggði sér annan heimsmeistaratitilinn í röð eftir sigur á Svíþjóð. 31. janúar 2021 20:24
Tveir Danir en þrír Svíar í úrvalsliðinu IHF hefur gefið út hvaða sjö leikmenn voru valdir í úrvalsliðið á HM í handbolta sem lauk með sigri Dana á Svíum í úrslitaleiknum nú síðdegis. 31. janúar 2021 19:26
Hansen valinn verðmætastur annað mótið í röð Mikkel Hansen var valinn mikilvægasti leikmaðurinn á HM í Egyptalandi en hann varð í kvöld heimsmeistari með Dönum. 31. janúar 2021 19:01
Danir vörðu heimsmeistaratitilinn Danmörk er heimsmeistari í handbolta og vörðu þar með titilinn frá því á heimavelli árið 2019. Þeir höfðu betur gegn grönnum sínum í Svíþjóð, 26-24, í úrslitaleiknum í Egyptalandi í dag eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik, 13-13. 31. janúar 2021 17:58