Handbolti

Danski landsliðsþjálfarinn lifði á niðurgangslyfjum og sykurlausu kóki í fjóra daga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nikolaj Jacobsen var búinn á því eftir úrslitaleik HM í gær.
Nikolaj Jacobsen var búinn á því eftir úrslitaleik HM í gær. epa/KHALED ELFIQI

Magakveisa herjaði á danska hópinn á meðan heimsmeistaramótinu í handbolta stóð, meðal annars þjálfarann Nikolaj Jacobsen.

Danir vörðu heimsmeistaratitil sinn með því að vinna Svía, 26-24, í úrslitaleik í Kairó í gær. Í leikslok virtist Jacobsen algjörlega úrvinda sem er kannski ekki furða því hann hefur glímt við magakveisu undanfarna daga.

„Maginn á mér er ekki enn kominn í lag. Síðustu fjóra daga hef ég lifað á niðurgangslyfjum og sykurlausu kóki svo ég var þreyttur eftir leikinn. Mér hefur verið illt í maganum,“ sagði Jacobsen eftir úrslitaleikinn í gær.

Hann reyndi samt að leiða hugann ekki að magaverknum á meðan úrslitaleiknum stóð.

„Ég hugsaði ekki um þetta í leiknum. Ég var bara í minni litlu búbblu og reyna að finna lausnir,“ sagði Jacobsen. „Síðustu dagar hafa verið mjög krefjandi.“

Jacobsen hefur gert Dani tvisvar að heimsmeisturum en danska liðið tapaði hvorki leik á HM 2019 né HM 2021. Hann tók við danska landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni fyrir fjórum árum.


Tengdar fréttir

Handhafi sex af stærstu titlum handboltans

Það er löngu sannað að það er mikilvægt að vera með frábæran markvörð í handbolta. Þetta geta líka liðin hans Niklas Landin vottað.

Danir í skýjunum: „Ni-GULD-aj Ja-tak-ob­­sen“

Danir voru eðlilega himinlifandi með gullið á HM í Egyptalandi. Þeir unnu Svía í úrslitaleiknum í gær 26-24 eftir að leikar voru jafnir í hálfleik, 13-13. Niklas Landin og Mikkel Hansen fóru mikinn í liði Dana.

Danir vörðu heims­meistara­titilinn

Danmörk er heimsmeistari í handbolta og vörðu þar með titilinn frá því á heimavelli árið 2019. Þeir höfðu betur gegn grönnum sínum í Svíþjóð, 26-24, í úrslitaleiknum í Egyptalandi í dag eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik, 13-13.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×