Viðskipti innlent

Magnús Magnús­son fram­kvæmda­stjóri stefnu­mótunar og rekstrar hjá Högum

Eiður Þór Árnason skrifar
Hagar reka meðal annars verslanir undir merkjum Bónuss, Hagkaups og Útilífs, auk þess að eiga Olís. 
Hagar reka meðal annars verslanir undir merkjum Bónuss, Hagkaups og Útilífs, auk þess að eiga Olís.  Samsett

Magnús Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum og mun hefja störf þann 1. febrúar. Guðrún Eva Gunnarsdóttir mun samhliða því taka við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Haga.

Fram kemur í tilkynningu frá smásölufyrirtækinu að Guðrún þekki vel til starfsins en hún gegndi stöðunni fram til ársins 2019. Hún hefur síðan þá starfað sem framkvæmdastjóri rekstrar og samstæðu Haga.

Framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar er ný staða innan Haga sem meðal annars ber ábyrgð á stefnumótun og eftirfylgni, viðskiptaþróun og rekstrargreiningum, þar með talið stuðningi við dótturfélög er varðar greiningar og umbótaverkefni. 

Að sögn Haga hefur mikil vinna hefur átt sér stað síðastliðna mánuði við skilgreiningu á áherslum í rekstri og stefnu fyrirtækisins til lengri tíma. Lykilverkefni framkvæmdastjóra stefnumótunar og rekstrar verður að styðja við framhald þessarar vinnu.

Verið samstæðunni innan handar frá því í sumar

Magnús hefur mikla reynslu af stefnumótun og almennum rekstri, bæði hérlendis og erlendis. Hann hefur undanfarið ár starfað sem sjálfstæður ráðgjafi, eftir að hafa leitt stefnumótunarteymi Marel árin þar á undan. 

Þar áður starfaði Magnús sem ráðgjafi hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu McKinsey & Company þar sem Magnús aðstoðaði fjölda alþjóðlegra fyrirtækja með stefnumótun, rekstrarumbætur og stærri umbreytingar, og enn áður hjá hugbúnaðarfyrirtækinu AGR Dynamics. Magnús er með M.Eng. gráðu í iðnaðarverkfræði og aðgerðagreiningu frá UC Berkeley í Kaliforníu, og B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.

Finnur Oddsson, forstjóri Haga segir Magnús hafa starfað náið með Högum og dótturfélögum en hann hefur verið í hlutverki ráðgjafa frá því í sumar. 

„Magnús þekkir vel til allrar okkar starfsemi og þess sem framundan er og býr að dýrmætri reynslu úr fyrri störfum við að koma á breytingum sem skila viðskiptavinum og eigendum ávinningi. Við bjóðum Magnús sérstaklega velkominn í hópinn og væntum mikils af samstarfinu,” er haft eftir Finni í tilkynningu. 


Tengdar fréttir

„Núna get ég allavega verslað í Krónunni án samviskubits“

Særúnu Ósk Pálmadóttur hefur verið sagt upp störfum sem samskiptastjóri Haga en staða hennar hjá verslunarfyrirtækinu hefur verið lögð niður. Særún er um leið fyrsti og síðasti samskiptastjóri Haga en fyrir hennar tíð hafði enginn gegnt þeirri stöðu hjá smásölurisanum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
3,11
15
217.788
EIM
1,92
10
107.905
REGINN
1,9
31
684.749
REITIR
1,41
34
848.959
MAREL
0,9
29
199.922

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-5,94
124
221.051
ARION
-1,83
41
1.221.282
LEQ
-1,65
3
29.763
SKEL
-1,43
1
5.900
VIS
-1,42
14
98.123
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.