Viðskipti innlent

3,7 milljarðar í tekjufallsstyrki síðustu tvær vikur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fámenni í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi til er ein birtingarmynd kórónuveirufaraldursins.
Fámenni í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi til er ein birtingarmynd kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm

Undanfarnar tvær vikur hafa um 3,7 milljarðar króna verið greiddir í tekjufallsstyrki til rekstraraðila sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

Skatturinn fer með framkvæmd úrræðisins en styrkirnir sem þegar hafa verið greiddir út renna til um 540 aðila. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

„Tekjufallsstyrkir nýtast fjölmörgum rekstraraðilum sem hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli vegna faraldursins og er markmiðið að styðja þau fyrirtæki og einyrkja þar sem tekjufall er meira en 40%,“ segir í tilkynningunni.

Tugir þúsunda nýtt úrræðin

Fram kemur að síðustu mánuði hafi á fjórða þúsund rekstraraðilar og tugþúsundir einstaklinga nýtt sér ýmis úrræði stjórnvalda sem eru á annan tug talsins – styrki, lán, gjaldfresti og annan stuðning. Þannig hafa um 1.450 rekstraraðilar fengið lokunarstyrki fyrir rúmlega 1,8 milljarða króna.

„Hjá Skattinum er unnið að því að opna fyrir umsóknir um viðspyrnustyrki sem ætlað er að tryggja að fyrirtæki geti viðhaldið nauðsynlegri lágmarksstarfsemi á meðan áhrifa faraldursins gætir og tryggt viðbúnað þegar úr rætist. Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu er enn fremur til skoðunar að leggja til breytingar á afborgunartíma stuðningslána.“

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,9
82
106.936
ICESEA
0,41
2
6.086
VIS
0,32
9
191.838
ORIGO
0,24
3
1.239
BRIM
0
5
2.969

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-1,57
32
267.439
ARION
-1,24
25
511.397
HAGA
-1,24
10
421.666
SIMINN
-1,19
5
124.815
EIK
-1,13
3
4.919
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.