Körfubolti

NBA: Utah með áttunda sigurinn í röð og þríeykið í Nets aftur á sigurbraut

Ísak Hallmundarson skrifar
Kevin Durant, James Harden og Kyrie Irving.
Kevin Durant, James Harden og Kyrie Irving. getty/ Jason Miller

Það fóru sjö leikir fram í NBA-deildinni í nótt.

Utah Jazz vann 127-108 sigur á Golden State, Donovan Mitchell var stigahæstur í liði Utah en alls voru sex leikmenn Utah með tíu stig eða meira. Steph Curry átti fínan leik fyrir Golden State, skoraði 24 stig, tók sjö fráköst og gaf sjö stoðsendingar.

LA Lakers unnu Chicago sannfærandi, 101-90, þar sem Anthony Davis skoraði 37 stig. LeBron James skoraði 17 stig, tók 11 fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Stjörnum prýtt lið Brooklyn Nets vann 128-124 sigur á Miami Heat. Kevin Durant var fremstur í flokki hjá Nets með 31 stig, Kyrie Irving skoraði 28 stig og Joe Harris setti niður sjö þriggja stiga skot og skoraði 23 stig. James Harden var rólegur í stigaskoruninni með 12 stig en gaf ellefu stoðsendingar. Bam Adebayo átti frábæran leik fyrir Miami og skoraði 41 stig.

Öll úrslit næturinnar:

Detroit 110-114 Philadelphia

Brooklyn 128-124 Miami

Minnesota 120-110 New Orleans

Utah 127-108 Golden State

Chicago 90-101 LA Lakers

Dallas 108-133 Houston

Phoenix 112-120 Denver

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.