„Þvílíka fyrirmyndin fyrir alla strákana“ Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2021 11:17 Alexander Petersson sækir á vörn Portúgals á HM. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Bjarni Fritzson lofaði Alexander Petersson, fyrrverandi samherja sinn í landsliðinu, í hástert í HM-útgáfu af Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. Alexander, sem verður 41 árs í sumar, lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland árið 2005 eða fyrir 16 árum. Hann hefur látið til sín taka á HM í Egyptalandi þar sem framundan er slagur við Sviss í dag kl. 14.30. „Lexi spilar miklar vörn og gerir það vel. Mér finnst svo flott að sjá hann, svona fullorðinn, reynslumikinn stjörnuleikmann, sætta sig við sitt hlutverk og gera það bara frábærlega. Það sýnir bara hvað hann er mikill fagmaður og liðsmaður,“ sagði Bjarni, hrifinn af því hve greinilegt stolt Alexanders væri enn af því að spila fyrir landsliðið og fórnfýsin eftir því. „Mér finnst það svo geggjað. Þvílíka fyrirmyndin fyrir alla strákana sem eru með honum inni á vellinum. Það er það sem stendur upp úr fyrir mér. Við vitum allir hvað hann getur. Hann er náttúrulega súper leikmaður. Með algjör gæði. En að fórna sér í þetta hlutverk, fara til Egyptalands… hann er bara svo stoltur af að spila fyrir landsliðið. Mér finnst það svo kúl,“ sagði Bjarni. Theodór Ingi Pálmason tók í sama streng og var ánægður með framlag Alexanders: „Þegar Lexi hefur komið inn hefur hann komið með kraft í liðið, bæði varnarlega og sóknarlega. Þrátt fyrir að vera fertugur gerir hann allt af svo miklum krafti og það er ótrúlega gaman að fylgjast með því,“ sagði Theodór á meðan að sérfræðingarnir fylgdust með myndum af Alexander stela boltanum af sóknarmönnum andstæðinganna, en innslagið má sjá hér að neðan. „Hann er þjófóttur, gerði þetta nokkrum sinnum líka á móti Portúgal og svo gegn Alsír. Hann er bara fyrirbæri þessi maður,“ sagði Theodór. Klippa: Seinni bylgjan - Alexander magnaður Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Markmiðinu náð í Los Angeles og Svisslendingar saltaðir í Skövde Ísland mætir Sviss í fyrsta leik sínum í milliriðli III á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í Egyptalandi í dag. Leikurinn hefst klukkan 14:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 20. janúar 2021 11:01 Elvar verður lærisveinn Guðmundar í Þýskalandi Landsliðsmaðurinn Elvar Örn Jónsson heldur til Þýskalands eftir yfirstandandi keppnistímabil en hann hefur samið við Melsungen. 20. janúar 2021 10:10 Hættulegur leikur fyrir Íslendinga: „Hann er þeirra Óli Stef“ „Þessi leikur verður hættulegur fyrir Íslendinga. Ef allir eru heilir og frískir hjá Svisslendingum eru þeir til alls líklegir,“ segir Aðalsteinn Eyjólfsson sem þekkir afskaplega vel til mótherja Íslands á HM í handbolta í dag. 20. janúar 2021 09:46 Bjarni: Ég held að við séum hálfnaðir í maraþonhlaupi Gumma Ísland mætir Sviss á HM í handbolta klukkan 14.30 í dag. Bjarni Fritzon fór yfir stöðu mála hjá íslenska liðinu en Bjarni er nýjasti sérfræðingur Seinni bylgjunnar sem er á dagskrá Stöð 2 Sport. 20. janúar 2021 09:00 Gummi lá yfir gamla lærisveininum í alla nótt „Andy Schmid er náttúrulega frábær leikmaður og einn sá besti sem ég hef nokkurn tímann þjálfað. Ég veit alveg hvað hann getur og allir leikmennirnir mínir líka. Það verður hörkuverkefni að eiga við hann.“ 19. janúar 2021 16:30 Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Alexander, sem verður 41 árs í sumar, lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland árið 2005 eða fyrir 16 árum. Hann hefur látið til sín taka á HM í Egyptalandi þar sem framundan er slagur við Sviss í dag kl. 14.30. „Lexi spilar miklar vörn og gerir það vel. Mér finnst svo flott að sjá hann, svona fullorðinn, reynslumikinn stjörnuleikmann, sætta sig við sitt hlutverk og gera það bara frábærlega. Það sýnir bara hvað hann er mikill fagmaður og liðsmaður,“ sagði Bjarni, hrifinn af því hve greinilegt stolt Alexanders væri enn af því að spila fyrir landsliðið og fórnfýsin eftir því. „Mér finnst það svo geggjað. Þvílíka fyrirmyndin fyrir alla strákana sem eru með honum inni á vellinum. Það er það sem stendur upp úr fyrir mér. Við vitum allir hvað hann getur. Hann er náttúrulega súper leikmaður. Með algjör gæði. En að fórna sér í þetta hlutverk, fara til Egyptalands… hann er bara svo stoltur af að spila fyrir landsliðið. Mér finnst það svo kúl,“ sagði Bjarni. Theodór Ingi Pálmason tók í sama streng og var ánægður með framlag Alexanders: „Þegar Lexi hefur komið inn hefur hann komið með kraft í liðið, bæði varnarlega og sóknarlega. Þrátt fyrir að vera fertugur gerir hann allt af svo miklum krafti og það er ótrúlega gaman að fylgjast með því,“ sagði Theodór á meðan að sérfræðingarnir fylgdust með myndum af Alexander stela boltanum af sóknarmönnum andstæðinganna, en innslagið má sjá hér að neðan. „Hann er þjófóttur, gerði þetta nokkrum sinnum líka á móti Portúgal og svo gegn Alsír. Hann er bara fyrirbæri þessi maður,“ sagði Theodór. Klippa: Seinni bylgjan - Alexander magnaður Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Markmiðinu náð í Los Angeles og Svisslendingar saltaðir í Skövde Ísland mætir Sviss í fyrsta leik sínum í milliriðli III á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í Egyptalandi í dag. Leikurinn hefst klukkan 14:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 20. janúar 2021 11:01 Elvar verður lærisveinn Guðmundar í Þýskalandi Landsliðsmaðurinn Elvar Örn Jónsson heldur til Þýskalands eftir yfirstandandi keppnistímabil en hann hefur samið við Melsungen. 20. janúar 2021 10:10 Hættulegur leikur fyrir Íslendinga: „Hann er þeirra Óli Stef“ „Þessi leikur verður hættulegur fyrir Íslendinga. Ef allir eru heilir og frískir hjá Svisslendingum eru þeir til alls líklegir,“ segir Aðalsteinn Eyjólfsson sem þekkir afskaplega vel til mótherja Íslands á HM í handbolta í dag. 20. janúar 2021 09:46 Bjarni: Ég held að við séum hálfnaðir í maraþonhlaupi Gumma Ísland mætir Sviss á HM í handbolta klukkan 14.30 í dag. Bjarni Fritzon fór yfir stöðu mála hjá íslenska liðinu en Bjarni er nýjasti sérfræðingur Seinni bylgjunnar sem er á dagskrá Stöð 2 Sport. 20. janúar 2021 09:00 Gummi lá yfir gamla lærisveininum í alla nótt „Andy Schmid er náttúrulega frábær leikmaður og einn sá besti sem ég hef nokkurn tímann þjálfað. Ég veit alveg hvað hann getur og allir leikmennirnir mínir líka. Það verður hörkuverkefni að eiga við hann.“ 19. janúar 2021 16:30 Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Markmiðinu náð í Los Angeles og Svisslendingar saltaðir í Skövde Ísland mætir Sviss í fyrsta leik sínum í milliriðli III á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í Egyptalandi í dag. Leikurinn hefst klukkan 14:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 20. janúar 2021 11:01
Elvar verður lærisveinn Guðmundar í Þýskalandi Landsliðsmaðurinn Elvar Örn Jónsson heldur til Þýskalands eftir yfirstandandi keppnistímabil en hann hefur samið við Melsungen. 20. janúar 2021 10:10
Hættulegur leikur fyrir Íslendinga: „Hann er þeirra Óli Stef“ „Þessi leikur verður hættulegur fyrir Íslendinga. Ef allir eru heilir og frískir hjá Svisslendingum eru þeir til alls líklegir,“ segir Aðalsteinn Eyjólfsson sem þekkir afskaplega vel til mótherja Íslands á HM í handbolta í dag. 20. janúar 2021 09:46
Bjarni: Ég held að við séum hálfnaðir í maraþonhlaupi Gumma Ísland mætir Sviss á HM í handbolta klukkan 14.30 í dag. Bjarni Fritzon fór yfir stöðu mála hjá íslenska liðinu en Bjarni er nýjasti sérfræðingur Seinni bylgjunnar sem er á dagskrá Stöð 2 Sport. 20. janúar 2021 09:00
Gummi lá yfir gamla lærisveininum í alla nótt „Andy Schmid er náttúrulega frábær leikmaður og einn sá besti sem ég hef nokkurn tímann þjálfað. Ég veit alveg hvað hann getur og allir leikmennirnir mínir líka. Það verður hörkuverkefni að eiga við hann.“ 19. janúar 2021 16:30