Sagði fjarveru Arons geta snúist um samningamál eða litla möguleika Íslands á verðlaunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2021 08:01 Tomas Svensson og íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson. Samsett/Getty&Vilhelm Tomas Svensson ræddi meiðsli Arons Pálmarssonar í sænsku hlaðvarpi á dögunum en nú vitum við betur um hvað það var nákvæmlega sem aðstoðarmaður Guðmundar Guðmundsson landsliðsþjálfara sagði um mál Arons Pálmarssonar við gamla landsliðsfélaga sinn Staffan Olsson. Tomas Svensson er markmannsþjálfari íslenska landsliðsins. Hann hefur beðist afsökunar á orðum sínum í viðtalinu en nú vitum við betur hvað aðstoðarmaður Guðmundar Guðmundssonar sagði í viðtalinu. Svensson fór í Zoom-viðtal hjá stórskyttunni fyrrverandi Staffani Olsson, gamla liðsfélaga sínum í sænska landsliðinu. Johan Flinck, blaðamaður á Aftobladet, var að vísa í þetta viðtal í Twitter færslu sinni. Tomas fer í upphafi viðtalsins yfir leiki íslenska landsliðsins til þessa og þar á meðal leikina þrjá á móti Portúgal sem fóru fram í þremur mismunandi löndum. Ísland mætti Portúgal í tveimur leikjum í undankeppni EM áður en liðin mættust í fyrsta leik þjóðanna á HM í Egyptalandi. Tomas talar síðan um það að íslenska liðið sakni Arons Pálmarssonar sem hann segir hafa afboðað sig í þetta verkefni. Staffon Olsson spyr þá: „Aron gaf ekki kost á sér vegna meiðsla, ekki satt?“ Það er þá sem Tomas Svensson fer yfir það sem hann taldi sig vita um hvað væri í gangi varðandi meiðsli Arons Pálmarssonar. „Já, við gerum ráð fyrir því. Ég talaði sjálfur við lækninn í Barcelona, Dr. Gutierez, og hann er með sködduð krossbönd. Það var margt broslegt í sambandi við þessi meiðsli. Hann spilaði báða leikina þegar úrslitahelgi Meistaradeildarinnar fór fram nokkrum dögum áður. Það er eitthvað sem kemur ekki heim og saman varðandi þessa útskýringu,“ sagði Tomas Svensson og heldur áfram: „Ég held að þetta gæti snúist um framlengingu á samningi. Ísland er kannski ekki að fara að berjast um verðlaun á þessu móti og svo framvegis. Ég er svolítið efnis, manni finnst frekar óljóst hvað hefur gerst. Læknir okkar á Íslandi, reynslumikill læknir, fékk ekki að skoða hann. Þannig að það er ýmislegt. Við erum ekki að eyða orku í þetta, það eru aðrir leikmenn sem fá tækifærið og til lengri tíma er það auðvitað jákvætt,“ sagði Svensson. Handknattleiksambandið brást við orðum Svensson og sendi frá sér tilkynningu þar sem fullyrt var að orð Svensson ættu ekki við rök að styðjast. Þar kom fram líka að Tomas Svensson hafi beðist afsökunar á orðum sínum og að þetta hafi allt saman verið misskilningur. Aron sagði svo sjálfur í viðtali við Ríkisútvarpið í gær að það hefði verið skrýtið að vakna og heyra þessi orð sænska markmannsþjálfarans. „Hann [Tomas Svensson] hringdi náttúrulega í mig um leið og baðst afsökunar. En ég auðvitað gekk á hann og spurði hann hvað honum gengi til, sagði Aron Pálmarsson í viðtali við Ríkisútvarpið. „Í rauninni er það sem kemur út úr þessu að það var bara samskiptaleysi hjá þeim, þjálfurunum og þeirra innan HSÍ. Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ segir Aron sem segir að Brynjólfur Jónsson hafi verið með í ráðum síðan að þetta gerist. Brynjólfur hefur einnig verið í góðu sambandið við læknana hjá Barcelona. Hér fyrir neðan má heyra hvað Tomas Svensson sagði nákvæmlega í þessu Zoom viðtali. Klippa: Þetta sagði Tomas Svensson um meiðsli Arons Pálmarssonar HM 2021 í handbolta Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Sjá meira
Tomas Svensson er markmannsþjálfari íslenska landsliðsins. Hann hefur beðist afsökunar á orðum sínum í viðtalinu en nú vitum við betur hvað aðstoðarmaður Guðmundar Guðmundssonar sagði í viðtalinu. Svensson fór í Zoom-viðtal hjá stórskyttunni fyrrverandi Staffani Olsson, gamla liðsfélaga sínum í sænska landsliðinu. Johan Flinck, blaðamaður á Aftobladet, var að vísa í þetta viðtal í Twitter færslu sinni. Tomas fer í upphafi viðtalsins yfir leiki íslenska landsliðsins til þessa og þar á meðal leikina þrjá á móti Portúgal sem fóru fram í þremur mismunandi löndum. Ísland mætti Portúgal í tveimur leikjum í undankeppni EM áður en liðin mættust í fyrsta leik þjóðanna á HM í Egyptalandi. Tomas talar síðan um það að íslenska liðið sakni Arons Pálmarssonar sem hann segir hafa afboðað sig í þetta verkefni. Staffon Olsson spyr þá: „Aron gaf ekki kost á sér vegna meiðsla, ekki satt?“ Það er þá sem Tomas Svensson fer yfir það sem hann taldi sig vita um hvað væri í gangi varðandi meiðsli Arons Pálmarssonar. „Já, við gerum ráð fyrir því. Ég talaði sjálfur við lækninn í Barcelona, Dr. Gutierez, og hann er með sködduð krossbönd. Það var margt broslegt í sambandi við þessi meiðsli. Hann spilaði báða leikina þegar úrslitahelgi Meistaradeildarinnar fór fram nokkrum dögum áður. Það er eitthvað sem kemur ekki heim og saman varðandi þessa útskýringu,“ sagði Tomas Svensson og heldur áfram: „Ég held að þetta gæti snúist um framlengingu á samningi. Ísland er kannski ekki að fara að berjast um verðlaun á þessu móti og svo framvegis. Ég er svolítið efnis, manni finnst frekar óljóst hvað hefur gerst. Læknir okkar á Íslandi, reynslumikill læknir, fékk ekki að skoða hann. Þannig að það er ýmislegt. Við erum ekki að eyða orku í þetta, það eru aðrir leikmenn sem fá tækifærið og til lengri tíma er það auðvitað jákvætt,“ sagði Svensson. Handknattleiksambandið brást við orðum Svensson og sendi frá sér tilkynningu þar sem fullyrt var að orð Svensson ættu ekki við rök að styðjast. Þar kom fram líka að Tomas Svensson hafi beðist afsökunar á orðum sínum og að þetta hafi allt saman verið misskilningur. Aron sagði svo sjálfur í viðtali við Ríkisútvarpið í gær að það hefði verið skrýtið að vakna og heyra þessi orð sænska markmannsþjálfarans. „Hann [Tomas Svensson] hringdi náttúrulega í mig um leið og baðst afsökunar. En ég auðvitað gekk á hann og spurði hann hvað honum gengi til, sagði Aron Pálmarsson í viðtali við Ríkisútvarpið. „Í rauninni er það sem kemur út úr þessu að það var bara samskiptaleysi hjá þeim, þjálfurunum og þeirra innan HSÍ. Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ segir Aron sem segir að Brynjólfur Jónsson hafi verið með í ráðum síðan að þetta gerist. Brynjólfur hefur einnig verið í góðu sambandið við læknana hjá Barcelona. Hér fyrir neðan má heyra hvað Tomas Svensson sagði nákvæmlega í þessu Zoom viðtali. Klippa: Þetta sagði Tomas Svensson um meiðsli Arons Pálmarssonar
HM 2021 í handbolta Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Sjá meira