Viðskipti innlent

Sigríður Þrúður ráðin mannauðsstjóri Kópavogsbæjar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigríður Þrúður var valin úr hópi sextíu umsækjenda.
Sigríður Þrúður var valin úr hópi sextíu umsækjenda.

Sigríður Þrúður Stefánsdóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri Kópavogsbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Þar segir að Sigríður Þrúður hafi víðtæka stjórnunar- og sérfræðireynslu.

Sigríður Þrúður kemur til starfa hjá Kópavogsbæ frá Reykjavíkurborg þar sem hún starfar sem skrifstofustjóri á Mannauðs- og starfsumhverfissviði og stýrir starfsþróunar- og starfsumhverfismálum. Einnig hefur hún starfað sem mannauðstjóri hjá Marel og sem sérfræðingur og ráðgjafi á sviði mannauðsmála fyrir fjölmörg fyrirtæki og stofnanir. 

Sigríður Þrúður hefur þar að auki starfað sem skólastjórnandi, verkefnastjóri, framhaldsskólakennari og leiðbeinandi á háskólastigi á sviði mannauðsstjórnunar, fræðslu- og starfsþróunar, stefnumótunar, markaðsmála og stjórnendaþjálfunar. Hún er einnig stjórnendaþjálfari hjá Franklin Covey stjórnendaráðgjöf.

Sigríður er með meistarapróf á sviði mannauðsstjórnunar, stjórnunar og stefnumótunar en lauk BA Honours námi í ferðamálafræði. Hún er með kennsluréttindi og Diploma í markþjálfun. Hún er einnig með vottun frá Franklin Covey, stjórnendaráðgjöf sem þjálfari.

Sigríður Þrúður var valin úr hópi tæplega 60 umsækjenda. Mannauðsstjóri mun veita mannauðsdeild forystu en það er ný deild hjá Kópavogsbæ.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,9
82
106.936
ICESEA
0,41
2
6.086
VIS
0,32
9
191.838
ORIGO
0,24
3
1.239
BRIM
0
5
2.969

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-1,57
32
267.439
ARION
-1,24
25
511.397
HAGA
-1,24
10
421.666
SIMINN
-1,19
5
124.815
EIK
-1,13
3
4.919
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.