Körfubolti

Jonni og Teitur að leggja til sameiningu í Reykjanesbæ?

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Framlengingin
Framlengingin Skjáskot/Stöð 2 Sport

Umræðan í framlengingu Körfuboltakvölds fer í ýmsar áttir.

Framlengingin í Dominos Körfuboltakvöldi er einn af hápunktum hvers þáttar en þar fara sérfræðingar Kjartans Atla Kjartanssonar yfir fimm heitustu málin í deildinni hverju sinni.

Síðastliðið föstudagskvöld voru Suðurnesjamennirnir Teitur Örlygsson og Jón Halldór Eðvaldsson hjá Kjartani og lokaspurning Kjartans vakti upp áhugaverða umræðu.

Er þetta alvöru rígur? spurði Kjartan þá félaga og átti þá við ríginn milli Njarðvíkur og Keflavíkur.

„Rígurinn hefur minnkað gríðarlega mikið og ef að hvorugt liðið vinnur titil á þessu ári ætla ég að leggja til við bæjarstjórn Reykjanesbæjar að sameina þessi lið og hætta þessu rugli,“ sagði Keflvíkingurinn Jón Halldór.

„Það eru alltaf fleiri og fleiri að tala um þetta. Maður heyrir það heima,“ sagði Njarðvíkingurinn Teitur.

Umræðuefnin í framlengingunni

Hvaða leikmaður heillaði ykkur mest?

Hvaða lið heillaði ykkur mest?

Nefnið þrjú lið sem þurfa mest styrkingu

Hafið þið meiri eða minni trú á Tindastól eftir KR leikinn?

Hvort liðið endar ofar, Njarðvík eða Keflavík

Framlenginguna í heild má sjá í spilaranum hér neðst í fréttinni.

Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Framlengingin

Tengdar fréttir

„Skorari af guðs náð“

Sérfræðingarnir í Dominos Körfuboltakvöldi eru heillaðir af nýjasta liðsmanni KR í Dominos deild karla.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.