Körfubolti

„Þegar þjálfarinn segir að það eigi að taka eitt skot skuluð þið hlýða þeim“

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr Körfuboltakvöldi í gær.
Úr Körfuboltakvöldi í gær. Skjáskot/Stöð 2 Sport

Þórsliðin í Dominos deild karla voru tekin fyrir í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartanssonar sem miðlaði biturri reynslu sinni frá því að hann brást Teiti Örlygssyni.

Teitur var með Kjartani í Körfuboltakvöldi í gærkvöldi ásamt Jóni Halldóri Eðvaldssyni þar sem þeir fóru yfir 2.umferð Dominos deildar karla.

„Ef að það er meira á skotklukkunni en leikklukkunni takið þið síðasta skotið. Þetta gerðist í tveimur leikjum í kvöld,“ sagði Kjartan hneykslaður.

„Þegar þjálfarinn segir að það eigi að taka eitt skot skuluð þið hlýða þeim. Sama hversu gott skotfærið er. Ég man eftir því þegar þú gerðir þetta einu sinni,“ sagði Teitur og benti á Kjartan Atla.

Vísaði Teitur þá til þess er hann var þjálfari Kjartans hjá Stjörnunni.

Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Lexían að taka síðasta skotið

Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×