Körfubolti

Harden hlóð í þrefalda tvennu í frumraun sinni með Nets

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Nýja gengið
Nýja gengið vísir/Getty

James Harden lék sinn fyrsta leik fyrir Brooklyn Nets í NBA körfuboltanum í nótt og fór á kostum í nýjum búningi.

Harden gekk í raðir Nets á dögunum frá Houston Rockets, þar sem hann hefur leikið undanfarin níu ár og stimplað sig inn sem einn allra besti sóknarmaður deildarinnar.

Harden lét ekki lítið fyrir sér fara í frumrauninni því hann skoraði 32 stig, tók tólf fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar. Hann var þó ekki stigahæstur því Kevin Durant gerði 42 stig en þriðja ofurstjarna liðsins, Kyrie Irving, var ekki með.

Brooklyn Nets sigraði leikinn með sjö stigum, 122-115.

Á meðan töpuðu gömlu félagar Harden í Rockets með tólf stiga mun fyrir San Antonio Spurs, 103-91 en Houston lék án John Wall í leiknum.

Damian Lillard fór mikinn þegar Portland Trail Blazers lagði Atlanta Hawks að velli, 112-106. Lillard skoraði 36 stig auk þess að gefa sjö stoðsendingar og taka sjö fráköst en Trae Young var atkvæðamestur í liði Hawks með 26 stig.

Öll úrslit næturinnar

SA Spurs - Houston Rockets 103-91

Brooklyn Nets - Orlando Magic 122-115

Toronto Raptors - Charlotte Hornets 116-113

Miami Heat - Detroit Pistons 100-120

Memphis Grizzlies - Philadelpha 76ers 106-104

Portland Trail Blazers - Atlanta Hawks 112-106

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.