Viðskipti erlent

Amazon sakað um sam­keppnis­laga­brot

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa
Amazon og fimm stærstu bókaútgefendur Bandaríkjanna eru sakaðir um samráð um verð á rafbókum.
Amazon og fimm stærstu bókaútgefendur Bandaríkjanna eru sakaðir um samráð um verð á rafbókum. Getty/Rolf Vennenbernd

Amazon og fimm stærstu bókaútgefendur Bandaríkjanna eru sakaðir um samráð um verð á rafbókum í hópmálsókn sem höfðuð var í vikunni.

Bandaríska lögfræðistofan Hagens Berman höfðar málið gegn netverslunarrisanum Amazon fyrir hönd neytenda í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Amazon er eini sakborningurinn, en bókaútgefendurnir Penguin Random House, Hachette, HarperCollins, MacMillan og Simon & Schuster eru einnig sögð koma að verðsamráðinu.

Samkvæmt lögfræðingum Hagens Berman eiga útgefendurnir í samráði um að halda verði á rafbókum hærra en það ætti að vera með réttu. Alls selur Amazon níu af hverjum tíu rafbókum í Bandaríkjunum og umsvif fyrirtækisins á markaðnum því gríðarleg.

Sama lögfræðistofa vann sambærilegt mál gegn Apple og stóru bókaútgáfunum fimm fyrir tíu mánuðum og kostaði dómurinn Apple 450 milljónir dala. Samkvæmt hópmálsókninni nú lækkaði verð í kjölfarið en fór svo aftur hækkandi árið 2015 þegar Amazon gerði nýja samninga við útgáfurnar.

Meint brot Amazon á samkeppnislögum á rafbókamarkaði eru sömuleiðis til rannsóknar hjá saksóknurum í Connecticut-ríki. Dómsmálaráðherra ríkisins sagði á miðvikudag að Amazon hefði nú þegar afhent ríkinu öll gögn sem tengjast samskiptum við útgáfurnar.


Tengdar fréttir

Parler ætlar í hart við Amazon

Samfélagsmiðillinn Parler ætlar að höfða mál gegn Amazon eftir að fyrirtækið neitaði að hýsa vefsíðu miðilsins áfram. Ákvörðun Amazon kom í kjölfar þess að bæði Google og Apple ákváðu að fjarlægja Parler úr smáforritaverslunum sínum.

Frakkar beita Google og Amazon háum sektum

Yfirvöld í Frakklandi hafa sektað Google um hundrað milljónir evra og Amazon um 35 milljónir. Það samsvarar rúmum fimmtán milljörðum króna annars vegar og rúmum fimm milljörðum hins vegar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
2,68
8
141.079
SKEL
1,55
4
7.123
SVN
0,87
22
159.565
ICESEA
0,58
13
244.896
REITIR
0
5
6.090

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-2,46
5
96.536
VIS
-1,63
7
79.121
LEQ
-1,3
1
113
ICEAIR
-1,03
47
154.630
EIK
-0,88
1
5.600
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.