Viðskipti erlent

Parler ætlar í hart við Amazon

Sylvía Hall skrifar
Parler gefur sig út fyrir að vera miðill tjáningar- og málfrelsis. Framkvæmdastjórann John Matze, segist ekki ætla að láta eftir pólitískum fyrirtækjum og þeim valdboðssinnum sem hata tjáningarfrelsið“.
Parler gefur sig út fyrir að vera miðill tjáningar- og málfrelsis. Framkvæmdastjórann John Matze, segist ekki ætla að láta eftir pólitískum fyrirtækjum og þeim valdboðssinnum sem hata tjáningarfrelsið“. Getty/Gabby Jones

Samfélagsmiðillinn Parler ætlar að höfða mál gegn Amazon eftir að fyrirtækið neitaði að hýsa vefsíðu miðilsins áfram. Ákvörðun Amazon kom í kjölfar þess að bæði Google og Apple ákváðu að fjarlægja Parler úr smáforritaverslunum sínum.

Amazon greindi frá þessari ákvörðun sinni í gær og lá fyrir að Parler myndi ekki vera aðgengilegur áfram, nema miðillinn fyndi annað fyrirtæki til að hýsa síðuna. Það tókst ekki og hefur nú verið ákveðið að höfða mál.

Vandræði Parler byrjuðu fyrir alvöru í kjölfar mótmæla stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta síðastliðinn miðvikudag. Mótmælin urðu fljótt að óeirðum og var árás gerð á þinghúsið. Stuttu síðar lokaði Twitter fyrir aðgang forsetans, sem hann hafði notað mikið í forsetatíð sinni, og gerðu miðlar á borð við Facebook og Instagram slíkt hið sama.

Parler hefur gefið sig út fyrir að vera miðill tjáningar- og málfrelsis þar sem „alvöru skoðanaskipti“ fara fram. Þar má finna marga stuðningsmenn forsetans, sem og stjörnur á hægri væng stjórnmálanna, en stóru samskiptafyrirtækin lokuðu á hann vegna brota á skilmálum þar sem talið var að þar væru færslur sem hvöttu til ofbeldis.

Í stefnu Parler segir að án vefþjóna Amazon geti Parler ekki farið í loftið aftur. Ákvörðunin sé í raun banahögg fyrir miðilinn og á meðan síðan liggi niðri sé hætt við því að Trump og önnur stór nöfn sæki í aðra miðla.

Þá segir einnig að Amazon hafi brotið gegn samningi sínum við Parler þar sem kveðið hafi verið á um þrjátíu daga fyrirvara á uppsögn samnings. Það hafi áhrif á samskipti Parler við núverandi notendur, sem og þá sem komi til með að skrá sig seinna.

Hakkaði sig inn áður en síðan fór út 

Notendur Parler hafa þó ekki bara áhyggjur af því að síðan sé óaðgengileg sem stendur. Áður en Amazon tók hana endanlega af sínum vefþjónum hafði tölvuþrjótur komist yfir gögn notenda síðunnar.

Öll gögn notenda síðunnar eru því í höndum tölvuþrjótsins; skilaboð, myndir, myndbönd og staðsetningargögn notenda.

Tölvuþrjótur, sem gengur undir nafninu Crash Override á Twitter, segist hafa fundið síðu þar sem Parler geymdi gögn notenda. Þannig hafi hann náð að gera lista yfir allar færslur og önnur gögn, þar með talin gögn sem hafði verið eytt út.

Margar færslurnar sem höfðu verið fjarlægðar snerust um árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið. Þær voru þó aldrei fjarlægðar samkvæmt frétt VICE, heldur aðeins faldar þannig að ekki var hægt að sjá þær.

Þá hefur nokkrum færslum verið deilt, meðal annars þeirri sem sést hér að neðan. Þar biður einn notandi Trump um að „hengja eða skjóta föðurlandssvikara“ opinberlega, þar sem þeir hafi tekið landið í gíslingu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
4,17
30
1.117.086
SYN
0,75
16
199.474
KVIKA
0,4
33
1.407.803
LEQ
0,17
3
31.111
BRIM
0
7
2.997

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-2,38
39
617.904
ICESEA
-1,95
5
43.538
ARION
-1,61
38
527.786
ICEAIR
-1,52
32
40.936
ORIGO
-1,44
13
187.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.